Enski boltinn

„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arne Slot þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn á Anfield í kvöld.
Arne Slot þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn á Anfield í kvöld. AP/Dave Thompson

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni.

„Þetta var besti fótboltaleikur sem ég hef tekið þátt í. Ótrúleg frammistaða hjá mínu liði sérstaklega í samanburði við leikinn í síðustu viku. Við vorum að búa til færi og svo vorum við allt í einu 1-0 undir. Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku,“ sagði Arne Slot eftir leikinn.

„Mér fannst við eiga meira skilið en að vera 1-0 undir. Við spiluðum fullkominn leik fyrir utan það að skora mark. Þetta var svipað eins og hjá PSG í síðustu viku þar sem þeir spiluðu fullkomnan leik. Þeir voru líklegast líka betri í framlengingunni í kvöld,“ sagði Slot.

„Þetta réðist allt í vítaspyrnukeppni og við Hollendingar kunnum nú að tapa þeim,“ sagði Slot.

„Allir ættu að vera vonsviknir núna. Ég þekki þessa leikmenn og þeir gefa sig ekki. Ég fékk allt sem ég vildi frá. Frá sjónarhorni Liverpool þá áttum við að minnsta kosti skilið jafntefli úr þessum leik,“ sagði Slot.

„Manni finnst þetta bara ósanngjarnt. Við vorum efstir í deildinni og lentum á móti svona sterku liði eins og PSG. Nú bíður bara úrslitaleikur í enska deildabikarnum á Wembley og svo eru eftir níu leikir í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Slot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×