Óttaðist að ánetjast svefntöflum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2025 23:32 Christian Nörgaard hefur hér fengið spark í leik með Brentford á móti Chelsea á Stamford Bridge AP/Ian Walton Liðsfélagi Hákonar Rafns Valdimarssonar landsliðsmarkvarðar og fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Brentford hefur rætt opinberlega notkun sína á svefntöflum. Hann segir að allir þurfi að passa sig. Christian Nörgaard er 31 árs gamall Dani sem hefur spilað með Brenford frá árinu 2019. Hann óttaðist að ánetjast svefntöflum eftir að hann fór að taka þær til að undirbúa sig sem best fyrir útileiki. Nörgaard segir að vandamálið hafi byrjað þegar hann lék enn með danska liðinu Bröndby. 🐝How Brentford helped midfielder Christian Norgaard avoid a sleeping pill addiction. Fascinating insight on @BBCSport https://t.co/4kz4GJbUS5— Nizaar Kinsella (@NizaarKinsella) March 13, 2025 „Ég mann vel eftir fyrsta skiptinu. Það var fyrir mikilvægan bikarleik í Danmörku og ég fór að hugsa: Ég svaf ekki vel og kem með þær hugsanir inn í leikinn: Hvað ef ég spila ekki vel vegna svefnleysisins,“ sagði Christian Nörgaard við breska ríkisútvarpið. „Ég fór að hugsa á sömu nótum fyrir næsta leik. Ég verð að sofa vel því annars verður þetta martraðarleikur fyrir mig. Ég þarf að komast í veg fyrir að lenda í sama veseni og síðast,“ sagði Nörgaard. Hann fór því að taka inn svefntöflur fyrir mikilvæga leiki til að ná að sofa nægilega vel. Nörgaard gerði sér á endanum grein fyrir vandamálinu og sótti sér aðstoð. Svefnlæknirinn Anna West kom honum til hjálpar og honum tókst að laga þetta án hjálpar svefnlyfjanna. Aaron Lennon, fyrrum leikmaður Tottenham Hotspur og Everton, kom fram árið 2023 og sagðist hafa farið í sex mánaða meðferð eftir að hafa ánetjast svefntöflum. Nörgaard hlustaði á sögu Lennon og fór þá að gera sér betur grein fyrir sínu vandamáli. „Það var erfitt að horfa á viðtalið við hann en það snerti mig líka. Þetta var tilfinningaríkt áhorf fyrir mann eins og mig sem var í vandræðum með þetta sjálfur. Ég hefði vel geta orðið háður þessum svefntöflum,“ sagði Nörgaard. „Þetta er vandamál sem fer oft undir radarinn. Ég held samt með því að vekja meiri athygli á þessu, ekki bara í fótboltanum heldur líka í lífinu sjálfur, þá sér fólk betur hversu mikilvægt er að passa sig á þessu,“ sagði Nörgaard. Brentford captain Christian Norgaard has said he feared becoming addicted to sleeping pills after taking the medication to prepare for away games. https://t.co/wBxCQ3s9hr https://t.co/wBxCQ3s9hr— Reuters Sports (@ReutersSports) March 13, 2025 Enski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Christian Nörgaard er 31 árs gamall Dani sem hefur spilað með Brenford frá árinu 2019. Hann óttaðist að ánetjast svefntöflum eftir að hann fór að taka þær til að undirbúa sig sem best fyrir útileiki. Nörgaard segir að vandamálið hafi byrjað þegar hann lék enn með danska liðinu Bröndby. 🐝How Brentford helped midfielder Christian Norgaard avoid a sleeping pill addiction. Fascinating insight on @BBCSport https://t.co/4kz4GJbUS5— Nizaar Kinsella (@NizaarKinsella) March 13, 2025 „Ég mann vel eftir fyrsta skiptinu. Það var fyrir mikilvægan bikarleik í Danmörku og ég fór að hugsa: Ég svaf ekki vel og kem með þær hugsanir inn í leikinn: Hvað ef ég spila ekki vel vegna svefnleysisins,“ sagði Christian Nörgaard við breska ríkisútvarpið. „Ég fór að hugsa á sömu nótum fyrir næsta leik. Ég verð að sofa vel því annars verður þetta martraðarleikur fyrir mig. Ég þarf að komast í veg fyrir að lenda í sama veseni og síðast,“ sagði Nörgaard. Hann fór því að taka inn svefntöflur fyrir mikilvæga leiki til að ná að sofa nægilega vel. Nörgaard gerði sér á endanum grein fyrir vandamálinu og sótti sér aðstoð. Svefnlæknirinn Anna West kom honum til hjálpar og honum tókst að laga þetta án hjálpar svefnlyfjanna. Aaron Lennon, fyrrum leikmaður Tottenham Hotspur og Everton, kom fram árið 2023 og sagðist hafa farið í sex mánaða meðferð eftir að hafa ánetjast svefntöflum. Nörgaard hlustaði á sögu Lennon og fór þá að gera sér betur grein fyrir sínu vandamáli. „Það var erfitt að horfa á viðtalið við hann en það snerti mig líka. Þetta var tilfinningaríkt áhorf fyrir mann eins og mig sem var í vandræðum með þetta sjálfur. Ég hefði vel geta orðið háður þessum svefntöflum,“ sagði Nörgaard. „Þetta er vandamál sem fer oft undir radarinn. Ég held samt með því að vekja meiri athygli á þessu, ekki bara í fótboltanum heldur líka í lífinu sjálfur, þá sér fólk betur hversu mikilvægt er að passa sig á þessu,“ sagði Nörgaard. Brentford captain Christian Norgaard has said he feared becoming addicted to sleeping pills after taking the medication to prepare for away games. https://t.co/wBxCQ3s9hr https://t.co/wBxCQ3s9hr— Reuters Sports (@ReutersSports) March 13, 2025
Enski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira