Enski boltinn

Ras­h­ford og 32 ára ný­liði í fyrsta lands­liðs­hópi Tuchels

Sindri Sverrisson skrifar
Marcus Rashford hefur unnið sig aftur inn í enska landsliðið með frammistöðu sinni hjá Aston Villa.
Marcus Rashford hefur unnið sig aftur inn í enska landsliðið með frammistöðu sinni hjá Aston Villa. Getty/Catherine Ivill

Thomas Tuchel hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp eftir að hafa verið ráðinn landsliðsþjálfari Englands í fótbolta. Marcus Rashford er í hópnum, í fyrsta sinn í tólf mánuði.

Dan Burn úr Newcastle og Myles Lewis-Skelly úr Arsenal eru nú valdir í fyrsta sinn en hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Burn er 32 ára gamall og gæti orðið elsti nýliði enska landsliðsins síðan Kevin Davies spilaði árið 2010, þá 33 ára gamall.

James Trafford, markvörður Burnley, og Liverpool-varnarmaðurinn Jarell Quansah vonast einnig eftir að spila sinn fyrsta landsleik. Dominic Solanke úr Tottenham er á meðal framherja á kostnað Ollie Watkins. 

Í 26 manna hópnum er einnig hinn 34 ára Jordan Henderson sem síðast spilaði fyrir England í leik gegn Möltu í nóvember 2023.

England á fyrir höndum leiki við Albaníu og Lettland 21. og 24. mars en það eru fyrstu leikirnir í undankeppni HM. Í riðlinum eru einnig Andorra og Serbía.

Markmenn:

  • Jordan Pickford
  • Dean Henderson
  • Aaron Ramsdale
  • James Trafford

Varnarmenn:

  • Marc Guehi
  • Reece James
  • Levi Colwill
  • Ezri Konsa
  • Tino Livramento
  • Jarell Quansah
  • Dan Burn
  • Kyle Walker
  • Myles Lewis-Skelly

Miðjumenn:

  • Jude Bellingham
  • Eberechi Eze
  • Jordan Henderson
  • Curtis Jones
  • Cole Palmer
  • Declan Rice
  • Morgan Rogers

Sóknarmenn:

  • Anthony Gordon
  • Jarrod Bowen
  • Phil Foden
  • Marcus Rashford
  • Dominic Solanke
  • Harry Kane



Fleiri fréttir

Sjá meira


×