Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2025 23:34 Bruno Fernandes og félagar í Manchester United geta komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð með því að vinna Evrópudeildina í vor. AP/Dave Thompson Góður árangur ensku liðanna í Evrópukeppnunum á þessu tímabili hefur farið langt með að tryggja enskum liðum fimmta Meistaradeildarsætið en þau gætu líka orðið fleiri. Þær tveir deildir í Evrópu sem fá flest stig á styrkleikalista UEFA fá bæði að senda fimm lið í Meistaradeildina 2025-26. Enska úrvalsdeildin hefur verið með fjögur lið undanfarin ár en fimmta sætið í deildinni er allt í einu orðið mjög eftirsótt eftir að Englendingar komust í toppsæti styrkleikalistans. Það eru aftur á móti möguleikar á því að fleiri ensk lið komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð og þau gætu í raun orðið alls sjö talsins. Eitt í boði í Evrópudeildinni Tottenham og Manchester United eru bæði í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar en geta samt bæði tryggt sér sæti í Meistaradeildinni með því að vinna Evrópudeildina. Það yrði þá sjötta enska liðið. Tottenham og United komust í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í gærkvöldi og gætu mæst í úrslitaleiknum í Bilbao. Tottenham þarf þá að fara í gegnum Eintracht Frankfurt og Bodö/Glimt/Lazio en Manchester United í gegnum Lyon og Rangers/Athletic Bilbao. Hitt aðeins langsóttara Mögulegt sjöunda sæti er kannski öllu langsóttara. Aston Villa þyrfti þá að vinna Meistaradeildina á sama tíma og liðið endar neðar en í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool og Arsenal eru í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar í dag, Liverpool er öruggt með sitt sæti en Arsenal er líka í góðum málum auk þess að geta enn unnið Meistaradeildina. Mikil spenna í baráttunni um eftirsótt sæti Það er aftur á móti mikil spenna í baráttunni um hin þrjú sætin. Nottingham Forest er í þriðja sæti með 51 stig og svo eru bara fjögur stig niður í sjötta sætið þar sem Newcastle situr. Chelsea er með 49 stig og Manchester City er með 47 stig eins og Newcastle. Það er heldur ekki langt niður í liðin i sjöunda sæti (Brighton 46 stig) og áttunda sæti (Aston Villa 45 stig). Lokaspretturinn í baráttunni um Meistaradeildarsætin verður því örugglega æsispennandi ekki síst þar sem að það eru fleiri sæti í boði. View this post on Instagram A post shared by Football Meets Data (@football.meets.data) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Þær tveir deildir í Evrópu sem fá flest stig á styrkleikalista UEFA fá bæði að senda fimm lið í Meistaradeildina 2025-26. Enska úrvalsdeildin hefur verið með fjögur lið undanfarin ár en fimmta sætið í deildinni er allt í einu orðið mjög eftirsótt eftir að Englendingar komust í toppsæti styrkleikalistans. Það eru aftur á móti möguleikar á því að fleiri ensk lið komist í Meistaradeildina á næstu leiktíð og þau gætu í raun orðið alls sjö talsins. Eitt í boði í Evrópudeildinni Tottenham og Manchester United eru bæði í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar en geta samt bæði tryggt sér sæti í Meistaradeildinni með því að vinna Evrópudeildina. Það yrði þá sjötta enska liðið. Tottenham og United komust í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í gærkvöldi og gætu mæst í úrslitaleiknum í Bilbao. Tottenham þarf þá að fara í gegnum Eintracht Frankfurt og Bodö/Glimt/Lazio en Manchester United í gegnum Lyon og Rangers/Athletic Bilbao. Hitt aðeins langsóttara Mögulegt sjöunda sæti er kannski öllu langsóttara. Aston Villa þyrfti þá að vinna Meistaradeildina á sama tíma og liðið endar neðar en í fjórða sæti í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool og Arsenal eru í efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar í dag, Liverpool er öruggt með sitt sæti en Arsenal er líka í góðum málum auk þess að geta enn unnið Meistaradeildina. Mikil spenna í baráttunni um eftirsótt sæti Það er aftur á móti mikil spenna í baráttunni um hin þrjú sætin. Nottingham Forest er í þriðja sæti með 51 stig og svo eru bara fjögur stig niður í sjötta sætið þar sem Newcastle situr. Chelsea er með 49 stig og Manchester City er með 47 stig eins og Newcastle. Það er heldur ekki langt niður í liðin i sjöunda sæti (Brighton 46 stig) og áttunda sæti (Aston Villa 45 stig). Lokaspretturinn í baráttunni um Meistaradeildarsætin verður því örugglega æsispennandi ekki síst þar sem að það eru fleiri sæti í boði. View this post on Instagram A post shared by Football Meets Data (@football.meets.data)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira