Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. mars 2025 22:16 Íbúar á Hvolsvelli á Kjötsúpuhátíðinni í fyrra og fiðluleikari Toronto-sinfóníunnar í sundhöll YMCA. Sinfóníuhljómsveit Íslands ætlar nú bara að spila fyrir íslenska sundgesti gegnum sjón- eða útvarp. Vísir/Magnús Hlynur/Getty Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir frumkvæði að viðburðinum „Sinfó í sundi“. Hins vegar fer fram kjötsúpurölt í sveitarfélaginu á sama tíma og sér sveitarstjórnin sér því ekki fært að taka þátt. Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára í ár og í tilefni stórafmælisins og tíu ára afmælis Klassíkurinnar okkar hefur Sinfóníuhljómsveitin leitast eftir samstarfi við sveitarstjórnir landsins um verkefnið „Sinfó í sundi“ sem gengur út á að boðið sé upp á beina útsendingu í sundlaugum frá sjónvarpstónleikunum sem hefjast klukkan 20 á RÚV þann 29. ágúst. Ttónleikarnir verði þá sýndir með hjálp skjávarpa, sjónvarps- eða útvarpstækja í laugunum. Sendi Sinfónían bréf um verkefnið á sveitarstjórnir landsins og hvatti „sveitarstjórnarfólk, menningarfulltrúa, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og rekstraraðila sundlauga“ til að hafa opið fram á kvöld á meðan á tónleikunum stæði. Sjá sér ekki fært að taka þátt Nokkur sveitarfélög hafa tekið jákvætt í beiðni Sinfóníuhljómsveitarinnar og vísað henni áfram til viðeigandi nefnda eða fulltrúa til framkvæmdar. Þar má nefna sveitarfélögin Skagafjörð, Fjallabyggð, Norðurþing, Bláskógabyggð og Strandabyggð Eitt sveitarfélag hefur þó slegið hugmyndina af borðinu en það er Rangárþing eystra. Ástæðan virðist vera að of annríkt sé í sveitafélaginu á þeim tíma sem Klassíkin okkar er sýnd sökum kjötsúpuhátíðar. Árlega er haldin kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli og fer þar fram kjötsúpurölt, Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sveitarstjórnarfundi sveitarfélagsins þann 13. mars 2025 var bréf Sinfóníuhljómsveitar Íslands lagt fram og málið tekið fyrir í bókun. Þar þakkar sveitarstjórn fyrir erindið og fagnar frumkvæði sinfóníuhljómsveitarinnar að viðburðinum. „Hins vegar hentar tímasetning viðburðarins þann 29. ágúst kl. 20:00, mjög illa fyrir íbúa í Rangárþingi eystra, þar sem að á sama tíma fer fram hið árlega súpurölt í tengslum við bæjarhátið sveitarfélagsins, Kjötsúpuhátið. Því sér sveitarstjórn sér ekki fært að taka þátt í viðburðinum að þessu sinni,“ sagði í bókuninni. Var bókunin síðan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Rangárþing eystra Sinfóníuhljómsveit Íslands Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28. ágúst 2024 20:06 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands er 75 ára í ár og í tilefni stórafmælisins og tíu ára afmælis Klassíkurinnar okkar hefur Sinfóníuhljómsveitin leitast eftir samstarfi við sveitarstjórnir landsins um verkefnið „Sinfó í sundi“ sem gengur út á að boðið sé upp á beina útsendingu í sundlaugum frá sjónvarpstónleikunum sem hefjast klukkan 20 á RÚV þann 29. ágúst. Ttónleikarnir verði þá sýndir með hjálp skjávarpa, sjónvarps- eða útvarpstækja í laugunum. Sendi Sinfónían bréf um verkefnið á sveitarstjórnir landsins og hvatti „sveitarstjórnarfólk, menningarfulltrúa, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og rekstraraðila sundlauga“ til að hafa opið fram á kvöld á meðan á tónleikunum stæði. Sjá sér ekki fært að taka þátt Nokkur sveitarfélög hafa tekið jákvætt í beiðni Sinfóníuhljómsveitarinnar og vísað henni áfram til viðeigandi nefnda eða fulltrúa til framkvæmdar. Þar má nefna sveitarfélögin Skagafjörð, Fjallabyggð, Norðurþing, Bláskógabyggð og Strandabyggð Eitt sveitarfélag hefur þó slegið hugmyndina af borðinu en það er Rangárþing eystra. Ástæðan virðist vera að of annríkt sé í sveitafélaginu á þeim tíma sem Klassíkin okkar er sýnd sökum kjötsúpuhátíðar. Árlega er haldin kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli og fer þar fram kjötsúpurölt, Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sveitarstjórnarfundi sveitarfélagsins þann 13. mars 2025 var bréf Sinfóníuhljómsveitar Íslands lagt fram og málið tekið fyrir í bókun. Þar þakkar sveitarstjórn fyrir erindið og fagnar frumkvæði sinfóníuhljómsveitarinnar að viðburðinum. „Hins vegar hentar tímasetning viðburðarins þann 29. ágúst kl. 20:00, mjög illa fyrir íbúa í Rangárþingi eystra, þar sem að á sama tíma fer fram hið árlega súpurölt í tengslum við bæjarhátið sveitarfélagsins, Kjötsúpuhátið. Því sér sveitarstjórn sér ekki fært að taka þátt í viðburðinum að þessu sinni,“ sagði í bókuninni. Var bókunin síðan samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.
Rangárþing eystra Sinfóníuhljómsveit Íslands Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28. ágúst 2024 20:06 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Þúsundir lítra af kjötsúpu á Hvolsvelli Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, ásamt gestum munu torga í sig einhverjum þúsundum lítra af kjötsúpu um helgina á sérstakri kjötsúpuhátíð. Bændur undir Eyjafjöllum tóku reyndar forskot á sæluna í gærkvöldi og buðu upp á gómsæta súpu. 28. ágúst 2024 20:06