Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 09:30 McLaren ökumaðurinn Lando Norris fagnar hér sigri í ástralska kappakstrinum í nótt. AP/Scott Barbour Lando Norris hjá McLaren vann fyrsta formúlu 1 keppni ársins í nótt en þá fór ástralski kappaksturinn fram í Melbourne. Það gekk mikið á í kappakstrinum, veðrið var til vandræða og þrisvar þurfti öryggisbílinn að koma inn. Á endanum munaði nánast engu á fyrstu bílunum því Norris var aðeins 0,8 sekúndum á undan Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistara, í markið. Rigningin setti mikinn svip á keppnina og margir ökumenn klesstu bílana. „Þetta var stórkostlegt en þetta var erfið keppni ekki síst þar sem Max [Verstappen] var á eftir mér. Ég var að reyna að keyra í botni síðustu tvo hringina sem var stressandi en það er æðislegt að byrja tímabilið svona,“ sagði Lando Norris. Norris var á ráspól en Verstappen ræsti þriðji á eftir Oscar Piastri. Piastri missti bílinn sinn út úr brautinni á 44. hring þegar það fór að rigna duglega. Norris tókst aftur á móti að sleppa við sömu örlög og vann sinn fimmta kappakstur á ferlinum. George Russell á Mercedes varð síðan í þriðja sætinu. Alex Albon á Williams bíl varð fjórði og ítalski táningurinn Andrea Kimi Antonell, eftirmaður Lewis Hamilton hjá Mercedes, varði fimmti. Antonell kom reyndar fjórði í markið en var settur niður um eitt sæti fyrir glannakstur. Lewis Hamilton sjálfur var að keppa í fyrsta sinn fyrir Ferrari en varð á endanum að sætta sig við tíunda sætið eftir að hafa misst Piastri fram úr sér í lokin. Charles Leclerc, liðsfélagi Hamilton, varð hins vegar áttundi. Hamilton var reyndar í forystu á 46. hring en bara vegna þess að Ferrari hafi tekið ranga ákvörðun að skipta ekki yfir á regndekkin því hann lenti síðan í vandræðum þegar það kom hellidemba. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Það gekk mikið á í kappakstrinum, veðrið var til vandræða og þrisvar þurfti öryggisbílinn að koma inn. Á endanum munaði nánast engu á fyrstu bílunum því Norris var aðeins 0,8 sekúndum á undan Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistara, í markið. Rigningin setti mikinn svip á keppnina og margir ökumenn klesstu bílana. „Þetta var stórkostlegt en þetta var erfið keppni ekki síst þar sem Max [Verstappen] var á eftir mér. Ég var að reyna að keyra í botni síðustu tvo hringina sem var stressandi en það er æðislegt að byrja tímabilið svona,“ sagði Lando Norris. Norris var á ráspól en Verstappen ræsti þriðji á eftir Oscar Piastri. Piastri missti bílinn sinn út úr brautinni á 44. hring þegar það fór að rigna duglega. Norris tókst aftur á móti að sleppa við sömu örlög og vann sinn fimmta kappakstur á ferlinum. George Russell á Mercedes varð síðan í þriðja sætinu. Alex Albon á Williams bíl varð fjórði og ítalski táningurinn Andrea Kimi Antonell, eftirmaður Lewis Hamilton hjá Mercedes, varði fimmti. Antonell kom reyndar fjórði í markið en var settur niður um eitt sæti fyrir glannakstur. Lewis Hamilton sjálfur var að keppa í fyrsta sinn fyrir Ferrari en varð á endanum að sætta sig við tíunda sætið eftir að hafa misst Piastri fram úr sér í lokin. Charles Leclerc, liðsfélagi Hamilton, varð hins vegar áttundi. Hamilton var reyndar í forystu á 46. hring en bara vegna þess að Ferrari hafi tekið ranga ákvörðun að skipta ekki yfir á regndekkin því hann lenti síðan í vandræðum þegar það kom hellidemba. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1)
Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira