Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2025 11:30 Dan Burn setti mikinn kraft í skallann og fagnaðarlætin í kjölfarið. AFP/Henry Nicholls Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður út í það á blaðamannafundi í gær af hverju hinn tæplega tveggja metra hái Dan Burn hefði ekki verið betur dekkaður áður en hann skoraði frábært skallamark á Wembley í gær. Hollendingurinn var með svör á reiðum höndum. Burn skoraði með stórkostlegum skalla eftir hornspyrnu Kieran Trippier rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, frekar utarlega úr teignum eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Alexis Mac Allister virtist hafa það hlutverk að dekka Burn en hann er rúmum tuttugu sentímetrum lægri en Burn og var auk þess ekki nálægt honum í skallanum. Slot var fljótur að benda á að færið hjá Burn hefði nú ekki verið betra en svo að vænt mörk úr svona stöðu væru með gildið 0,03. Liverpool notast við svæðisvörn í hornspyrnum og því dekka sterkustu skallamenn liðsins, menn eins og Virgil van Dijk og Ibrahima Konaté, ákveðin svæði í stað þess að dekka ákveðna menn. Aldrei séð mann skora skallamark af svona færi „Ég endurtek að Newcastle á hrós skilið en ég get útskýrt þetta. Við spilum svæðisvörn svo það eru fimm menn að dekka svæði nærri markinu okkar. Ef að boltinn kemur þangað þá er alltaf einn af okkar sterkustu mönnum klár í að ráðast á boltann. Svo erum við með þrjá í því að dekka leikmenn og Macca er einn af þeim. Vanalega koma leikmenn eins og Dan Burn og fleiri inn í svæðin og ég held að hann sé undantekning því ég hef aldrei á ævinni séð leikmann skora skallamark af svona löngu færi, með svona krafti, í fjærhornið,“ sagði Slot. Arne Slot has explained why 5ft 9in Alexis Mac Allister man-marked 6ft 7in Dan Burn in the Carabao Cup finalhttps://t.co/tmZZNe4Z7A pic.twitter.com/EDXWluWLs6— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2025 „Þeir þurfa sem sagt að fara langt frá hættulegasta svæðinu, sem í 99 af 100 skiptum skilar ekki marki, eða þá að koma inn á svæðið okkar og í jafna baráttu þar ef svo má segja. Hann á hrós skilið. Ég held að hann sé einn af fáum sem geta skorað skallamark af svona færi,“ sagði Slot. Hollendingurinn sagði leikinn hafa spilast nákvæmlega eins og Newcastle vildi en liðið komst í 2-0 með marki frá Alexander Isak áður en Federico Chiesa náði að minnka muninn í uppbótartíma. „Leikurinn var hægur, lítil ákefð. Leikurinn fór nákvæmlega eins og þeir vildu, með mörgum einvígum og boltinn mikið í loftinu. Ef við spilum tíu leiki með boltann svona mikið í loftinu þá vinna þeir níu þeirra. Þetta leiddi til fyrra marksins þeirra og þess seinna,“ sagði Slot. Liverpool er nú úr leik í öllum keppnum nema úrvalsdeildinni þar sem liðið er með tólf stiga forskot á toppnum. Enski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Burn skoraði með stórkostlegum skalla eftir hornspyrnu Kieran Trippier rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, frekar utarlega úr teignum eins og sjá má í fréttinni hér að neðan. Alexis Mac Allister virtist hafa það hlutverk að dekka Burn en hann er rúmum tuttugu sentímetrum lægri en Burn og var auk þess ekki nálægt honum í skallanum. Slot var fljótur að benda á að færið hjá Burn hefði nú ekki verið betra en svo að vænt mörk úr svona stöðu væru með gildið 0,03. Liverpool notast við svæðisvörn í hornspyrnum og því dekka sterkustu skallamenn liðsins, menn eins og Virgil van Dijk og Ibrahima Konaté, ákveðin svæði í stað þess að dekka ákveðna menn. Aldrei séð mann skora skallamark af svona færi „Ég endurtek að Newcastle á hrós skilið en ég get útskýrt þetta. Við spilum svæðisvörn svo það eru fimm menn að dekka svæði nærri markinu okkar. Ef að boltinn kemur þangað þá er alltaf einn af okkar sterkustu mönnum klár í að ráðast á boltann. Svo erum við með þrjá í því að dekka leikmenn og Macca er einn af þeim. Vanalega koma leikmenn eins og Dan Burn og fleiri inn í svæðin og ég held að hann sé undantekning því ég hef aldrei á ævinni séð leikmann skora skallamark af svona löngu færi, með svona krafti, í fjærhornið,“ sagði Slot. Arne Slot has explained why 5ft 9in Alexis Mac Allister man-marked 6ft 7in Dan Burn in the Carabao Cup finalhttps://t.co/tmZZNe4Z7A pic.twitter.com/EDXWluWLs6— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2025 „Þeir þurfa sem sagt að fara langt frá hættulegasta svæðinu, sem í 99 af 100 skiptum skilar ekki marki, eða þá að koma inn á svæðið okkar og í jafna baráttu þar ef svo má segja. Hann á hrós skilið. Ég held að hann sé einn af fáum sem geta skorað skallamark af svona færi,“ sagði Slot. Hollendingurinn sagði leikinn hafa spilast nákvæmlega eins og Newcastle vildi en liðið komst í 2-0 með marki frá Alexander Isak áður en Federico Chiesa náði að minnka muninn í uppbótartíma. „Leikurinn var hægur, lítil ákefð. Leikurinn fór nákvæmlega eins og þeir vildu, með mörgum einvígum og boltinn mikið í loftinu. Ef við spilum tíu leiki með boltann svona mikið í loftinu þá vinna þeir níu þeirra. Þetta leiddi til fyrra marksins þeirra og þess seinna,“ sagði Slot. Liverpool er nú úr leik í öllum keppnum nema úrvalsdeildinni þar sem liðið er með tólf stiga forskot á toppnum.
Enski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira