Sagði Fernandes að hann færi hvergi Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2025 09:31 Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð. Getty/Marc Atkins Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir ekki koma til greina að fyrirliðinn Bruno Fernandes fari frá félaginu í sumar. Hann ræddi einnig um þá Antony og Marcus Rashford sem verið hafa að gera það gott sem lánsmenn í burtu frá United. United mætir Nottingham Forest í kvöld þegar enska úrvalsdeildin hefst loks að nýju eftir landsleikja- og bikarhlé. Þar verður Fernandes væntanlega á ferðinni eins og vanalega enda missir þessi þrítugi miðjumaður varla úr leik með United. Hann var um helgina orðaður við Real Madrid sem sagt var íhuga að greiða 80-90 milljónir punda fyrir Portúgalann en samkvæmt Amorim er sala ekki inni í myndinni. „Nei, það mun ekki gerast. Hann er ekki að fara neitt vegna þess að ég er þegar búinn að segja honum það,“ sagði Amorim á blaðamannafundi í gær og brosti, við hlátur viðstaddra. "He's not going anywhere, because I already told him" 🤝Ruben Amorim on Bruno Fernandes leaving the club this summer 🔴 pic.twitter.com/pnnQ16G44t— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 1, 2025 Fernandes hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og er eini leikmaður United sem náð hefur tveggja stafa tölu í þeim efnum. Hann skoraði fimm mörk, þar á meðal þrennu gegn Real Sociedad, í síðustu vikunni fyrir landsleikjahléið. Látbragðið sýni hve mikið hann þrái árangur Aðeins Mohamed Salah (54) og Erling Haaland (33) eru með fleiri samanlögð mörk og stoðsendingar en Fernandes (31) í ensku úrvalsdeildinni í vetur. United er hins vegar aðeins í 13. sæti. „Við viljum vinna úrvalsdeildina eftur svo við viljum að bestu leikmennirnir séu áfram hjá okkur. Hann er þrítugur en hann er enn ungur því hann spilar 55 leiki á tímabili og hefur komið að minnst 30 mörkum. Við höfum stjórn á stöðunni en ég tel að hann sé mjög ánægður hérna því hann skilur hvað við ætlum okkur. Hann er líka stuðningsmaður Manchester United svo hann hefur tilfinningarnar. Stundum þegar hann sýnir vonbrigði sín, sem allir sjá og segja kannski að hæfi ekki fyrirliða, þá sést bara hvað hann vill þetta mikið. Svona leikmann viljum við hafa,“ sagði Amorim. Rashford toppleikmaður ef hann vill Hann var einnig spurður út í Marcus Rashford sem um helgina skoraði sín fyrstu mörk fyrir Aston Villa þegar liðið komst áfram í undanúrslit enska bikarsins. Rashford var einnig valinn í enska landsliðið á dögunum vegna frammistöðu sinnar með Villa eftir að hann kom að láni frá United í janúar. „Ég þekki Rashford mjög vel og allir þekkja hæfileikana sem hann hefur. Ég hef rætt um það áður. Hann er toppleikmaður, ef hann vill það. Ég er því ekki hissa. Það er gott fyrir okkur að sjá að honum gangi vel í lánsdvölinni,“ sagði Amorim. Hann vildi hins vegar lítið tjá sig um Antony sem er að gera það góða hluti með Real Betis að liðsfélagi hans, Isco, kallaði eftir hópfjármögnun svo að hann yrði áfram hjá spænska félaginu eftir að lánstíminn rennur út í sumar. „Að Antony snúi aftur? Ég er með áætlanir fyrir framtíðina en ég vil ekki ræða framtíðina núna. Ég vil bara einbeita mér að komandi leikjum,“ sagði Amorim. Enski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Sjá meira
United mætir Nottingham Forest í kvöld þegar enska úrvalsdeildin hefst loks að nýju eftir landsleikja- og bikarhlé. Þar verður Fernandes væntanlega á ferðinni eins og vanalega enda missir þessi þrítugi miðjumaður varla úr leik með United. Hann var um helgina orðaður við Real Madrid sem sagt var íhuga að greiða 80-90 milljónir punda fyrir Portúgalann en samkvæmt Amorim er sala ekki inni í myndinni. „Nei, það mun ekki gerast. Hann er ekki að fara neitt vegna þess að ég er þegar búinn að segja honum það,“ sagði Amorim á blaðamannafundi í gær og brosti, við hlátur viðstaddra. "He's not going anywhere, because I already told him" 🤝Ruben Amorim on Bruno Fernandes leaving the club this summer 🔴 pic.twitter.com/pnnQ16G44t— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 1, 2025 Fernandes hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum á þessu tímabili og er eini leikmaður United sem náð hefur tveggja stafa tölu í þeim efnum. Hann skoraði fimm mörk, þar á meðal þrennu gegn Real Sociedad, í síðustu vikunni fyrir landsleikjahléið. Látbragðið sýni hve mikið hann þrái árangur Aðeins Mohamed Salah (54) og Erling Haaland (33) eru með fleiri samanlögð mörk og stoðsendingar en Fernandes (31) í ensku úrvalsdeildinni í vetur. United er hins vegar aðeins í 13. sæti. „Við viljum vinna úrvalsdeildina eftur svo við viljum að bestu leikmennirnir séu áfram hjá okkur. Hann er þrítugur en hann er enn ungur því hann spilar 55 leiki á tímabili og hefur komið að minnst 30 mörkum. Við höfum stjórn á stöðunni en ég tel að hann sé mjög ánægður hérna því hann skilur hvað við ætlum okkur. Hann er líka stuðningsmaður Manchester United svo hann hefur tilfinningarnar. Stundum þegar hann sýnir vonbrigði sín, sem allir sjá og segja kannski að hæfi ekki fyrirliða, þá sést bara hvað hann vill þetta mikið. Svona leikmann viljum við hafa,“ sagði Amorim. Rashford toppleikmaður ef hann vill Hann var einnig spurður út í Marcus Rashford sem um helgina skoraði sín fyrstu mörk fyrir Aston Villa þegar liðið komst áfram í undanúrslit enska bikarsins. Rashford var einnig valinn í enska landsliðið á dögunum vegna frammistöðu sinnar með Villa eftir að hann kom að láni frá United í janúar. „Ég þekki Rashford mjög vel og allir þekkja hæfileikana sem hann hefur. Ég hef rætt um það áður. Hann er toppleikmaður, ef hann vill það. Ég er því ekki hissa. Það er gott fyrir okkur að sjá að honum gangi vel í lánsdvölinni,“ sagði Amorim. Hann vildi hins vegar lítið tjá sig um Antony sem er að gera það góða hluti með Real Betis að liðsfélagi hans, Isco, kallaði eftir hópfjármögnun svo að hann yrði áfram hjá spænska félaginu eftir að lánstíminn rennur út í sumar. „Að Antony snúi aftur? Ég er með áætlanir fyrir framtíðina en ég vil ekki ræða framtíðina núna. Ég vil bara einbeita mér að komandi leikjum,“ sagði Amorim.
Enski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Sjá meira