Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. apríl 2025 10:25 Tónlistarmaðurinn Daniil er að gefa út plötu. Aðsend Tónlistarmaðurinn Daniil gefur út þriðju plötuna sína næstkomandi föstudag. Hann hefur vakið mikla athygli í íslensku tónlistarlífi og unnið með kanónum á borð við Friðrik Dór, Jóhann Kristófer og dönsku stjörnuna Ussel. Platan heitir брат en það er skírskotun í rætur Daniils sem er ættaður frá Rússlandi. Nafnið þýðir einfaldlega bróðir og er borið fram brat. Daniil hefur getið af sér gott orð í íslensku tónlistarsenunni.Aðsend Lagið Hjörtu verður á plötunni er hér má sjá tónlistarmyndband við það, þar sem Daniil sameinar krafta sína við rapparann Birni: Daniil ræddi við blaðamann fyrir tveimur árum þegar hann gaf út plötuna 600 og segist þar meðal annars gríðarlega þakklátur að fá að vinna í tónlist. Lífið væri öðruvísi byggi hann í Rússlandi. „Útaf því að ég er hálf rússneskur og er með rússneskt vegabréf þá má ég ekki fara til Rússlands núna, ég má ekki stíga fæti þangað inn í einhvern tíma, annars væri ég tekinn í herinn bara beinustu leið. Það vita fáir af því. Ég hef engan áhuga á að fara í einhvern her, ekki séns,“ sagði Daniil en hann á stóra fjölskyldu úti. Platan брат er unnin í samstarfi við pródusentinn Matthías Eyfjörð eða Matti eins og hann er betur þekktur og hefur verið í bígerð undanfarin tvö ár. Platan er gefin út af Öldu Music og er jafnframt þriðja platan sem þau gefa út með Daniil. View this post on Instagram A post shared by Daniil (@daniil3hunna) Tónlist Rússland Menning Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Platan heitir брат en það er skírskotun í rætur Daniils sem er ættaður frá Rússlandi. Nafnið þýðir einfaldlega bróðir og er borið fram brat. Daniil hefur getið af sér gott orð í íslensku tónlistarsenunni.Aðsend Lagið Hjörtu verður á plötunni er hér má sjá tónlistarmyndband við það, þar sem Daniil sameinar krafta sína við rapparann Birni: Daniil ræddi við blaðamann fyrir tveimur árum þegar hann gaf út plötuna 600 og segist þar meðal annars gríðarlega þakklátur að fá að vinna í tónlist. Lífið væri öðruvísi byggi hann í Rússlandi. „Útaf því að ég er hálf rússneskur og er með rússneskt vegabréf þá má ég ekki fara til Rússlands núna, ég má ekki stíga fæti þangað inn í einhvern tíma, annars væri ég tekinn í herinn bara beinustu leið. Það vita fáir af því. Ég hef engan áhuga á að fara í einhvern her, ekki séns,“ sagði Daniil en hann á stóra fjölskyldu úti. Platan брат er unnin í samstarfi við pródusentinn Matthías Eyfjörð eða Matti eins og hann er betur þekktur og hefur verið í bígerð undanfarin tvö ár. Platan er gefin út af Öldu Music og er jafnframt þriðja platan sem þau gefa út með Daniil. View this post on Instagram A post shared by Daniil (@daniil3hunna)
Tónlist Rússland Menning Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira