„Sorgardagur fyrir Manchester City“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2025 22:32 Pep Guardiola og Kevin De Bruyne hafa unnið mikið saman með Manchester City. Getty/Michael Regan Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, tjáði sig um fréttir dagsins en Kevin De Bruyne staðfesti þá að hann sé á sínu síðasta tímabili með félaginu. Guardiola segir að De Bruyne sé einn af bestu leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið hjá City í áratug. Hann kom þangað frá Wolfsburg fyrir 55 milljónir punda árið 2015. Síðan þá hefur De Bruyne unnið sextán titla með félaginu þar af hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum. Belginn frábæri hefur skorað 70 mörk og gefið 118 stoðsendingar í 280 deildarleikjum á þessum tíma en 193 þeirra hefur City unnið. „Þetta er sorgardagur fyrir Manchester City. Hvað hann gefur okkur mikið, sem er manngæska og svo auðvitað það sem ég þarf ekki að útskýra fyrir ykkur sem eru áhrif hans á árangur okkar síðasta áratuginn. Það væri ómögulegt að sjá það allt gerast án hans,“ sagði Pep Guardiola. "There's no doubt he's one of the greatest." 🩵 pic.twitter.com/CcvJP4D7XV— Manchester City (@ManCity) April 4, 2025 „Þetta er sorgardagur af því að hluti af okkur er að fara. Þetta er eins og þegar Vincent Kompany fór eða þegar Sergio Aguero fór eða þegar David Silva fór. Allir þessir leikmenn skiluðu miklu til liðsins. Þetta er því sorgardagur,“ sagði Guardiola. „Við eigum enn eftir tíu leiki og vonandi ellefu. Sex þeirra eru á heimavelli og ég vona að við getum notið þeirra með okkar stuðningsmönnum og ég er viss um að hann fái alla þá ást og viðurkenningu sem hann á skilið,“ sagði Guardiola. „Hann er einn af bestu leikmönnunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem og hjá þessu félagi. Það er enginn vafi um það. Þú verður að passa þig með slíkri yfirlýsingu af virðingu við þá sem hafa spilað í deildinni síðustu tuttugu til þrjátíu ár en það er samt enginn vafi í mínum augum að hann sé einn af þeim bestu,“ sagði Guardiola. „Stoðsendingar hans og mörkin hans. Yfirsýn hans á síðasta þriðjungi vallarins. Það verður erfitt að fylla í þetta skarð. Allir geta tekið góðar ákvarðanir og gefið stoðsendingar en að gera það í öll þessi ár og í öllum þessum leikjum er einstakt,“ sagði Guardiola. It's a sad day at Manchester City as Pep Guardiola reacts to Kevin de Bruyne's announcement that he will leave the club at the end of the season 😢 pic.twitter.com/rmD1EdwudN— Match of the Day (@BBCMOTD) April 4, 2025 Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
Guardiola segir að De Bruyne sé einn af bestu leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. De Bruyne er 33 ára gamall og hefur verið hjá City í áratug. Hann kom þangað frá Wolfsburg fyrir 55 milljónir punda árið 2015. Síðan þá hefur De Bruyne unnið sextán titla með félaginu þar af hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum. Belginn frábæri hefur skorað 70 mörk og gefið 118 stoðsendingar í 280 deildarleikjum á þessum tíma en 193 þeirra hefur City unnið. „Þetta er sorgardagur fyrir Manchester City. Hvað hann gefur okkur mikið, sem er manngæska og svo auðvitað það sem ég þarf ekki að útskýra fyrir ykkur sem eru áhrif hans á árangur okkar síðasta áratuginn. Það væri ómögulegt að sjá það allt gerast án hans,“ sagði Pep Guardiola. "There's no doubt he's one of the greatest." 🩵 pic.twitter.com/CcvJP4D7XV— Manchester City (@ManCity) April 4, 2025 „Þetta er sorgardagur af því að hluti af okkur er að fara. Þetta er eins og þegar Vincent Kompany fór eða þegar Sergio Aguero fór eða þegar David Silva fór. Allir þessir leikmenn skiluðu miklu til liðsins. Þetta er því sorgardagur,“ sagði Guardiola. „Við eigum enn eftir tíu leiki og vonandi ellefu. Sex þeirra eru á heimavelli og ég vona að við getum notið þeirra með okkar stuðningsmönnum og ég er viss um að hann fái alla þá ást og viðurkenningu sem hann á skilið,“ sagði Guardiola. „Hann er einn af bestu leikmönnunum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem og hjá þessu félagi. Það er enginn vafi um það. Þú verður að passa þig með slíkri yfirlýsingu af virðingu við þá sem hafa spilað í deildinni síðustu tuttugu til þrjátíu ár en það er samt enginn vafi í mínum augum að hann sé einn af þeim bestu,“ sagði Guardiola. „Stoðsendingar hans og mörkin hans. Yfirsýn hans á síðasta þriðjungi vallarins. Það verður erfitt að fylla í þetta skarð. Allir geta tekið góðar ákvarðanir og gefið stoðsendingar en að gera það í öll þessi ár og í öllum þessum leikjum er einstakt,“ sagði Guardiola. It's a sad day at Manchester City as Pep Guardiola reacts to Kevin de Bruyne's announcement that he will leave the club at the end of the season 😢 pic.twitter.com/rmD1EdwudN— Match of the Day (@BBCMOTD) April 4, 2025
Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira