Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. apríl 2025 16:02 Páll Pálsson er fasteignasali segir söluþóknun fasteignasala alltaf umsemjanleg. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson, fasteignasali og eigandi Pálsson fasteignasölu, segir að söluþóknun sé alls ekki fastsett og er alltaf umsemjanleg. Hann hvetur fólk til að bera saman verðtilboð frá mismunandi fasteignasölum og afla sér ítarlegra upplýsinga áður en samið er um þóknun. Páll gaf góð ráð varðandi kaup og sölu fasteigna í nýlegum hlaðvarpsþætti „Viltu finna milljón“, sem er í umsjón Arnars Þórs Ólafssonar og Hrefnu Sverrisdóttur. Mikilvægt að taka upplýsta ákvörðun Hann bendir á að margar fasteignasölur bjóði fast gjald í stað hlutfalls af söluverði og að möguleikar fólks séu meiri en margir geri sér grein fyrir. Fólk geti samið um þóknun. „Það er um að gera að gera það og heyra í nokkrum fasteignasölum og bera saman. Það eru til fasteignasölur sem bjóða fast gjald. Það er meira að segja til fyrirbæri sem þú getur selt sjálfur, þarft kannski að borga einhverja þóknum fyrir það. Þú getur selt sjálfur og ég á meira að segja til eyðublöðin, kaupsamninginn og afsöl og svo framvegis. Ég hef meira að segja gefið fólki það ef það vill ganga frá því sjálft ef það treystir sér til.“ Páll ítrekar að þó flestir kjósi að nýta sér faglega þjónustu sé mikilvægt að gera það með upplýstu samþykki og vita hvað maður er að greiða fyrir. Hann segir að algengasta þóknun fasteignasala í dag sé um 1,5 prósent af söluverði, en að sú upphæð geti hreyfst til – allt eftir aðstæðum, eign, staðsetningu og viðsemjendum. Þrif algengasti ágreiningurinn „Vitið þið hver algengasti ágreiningurinn er?“ spyr Páll. Hrefna giskaði á að það væru þrifin. „Það er hárrétt,“ segir Páll kíminn. „Ég tek það fram að þetta er ekki algengt, flestir seljendur vilja vanda sig.“ „Ég segi alltaf við seljendur: Jólahreingerning tvisvar á ári. Afhentu vel, þá eru miklu minni líkur á því að það komi einhverjir eftirmálar. Ef þú hugsar líka um að gera allt til að kaupandinn verði ánægður. Ekki bara gera það minnsta sem þú getur gert. Það gengur alltaf miklu betur ef þú setur hjarta í þetta og tryggir að kaupandinn verði ánægður.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan: Fasteignamarkaður Hús og heimili Hlaðvörp Fjármál heimilisins Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Páll gaf góð ráð varðandi kaup og sölu fasteigna í nýlegum hlaðvarpsþætti „Viltu finna milljón“, sem er í umsjón Arnars Þórs Ólafssonar og Hrefnu Sverrisdóttur. Mikilvægt að taka upplýsta ákvörðun Hann bendir á að margar fasteignasölur bjóði fast gjald í stað hlutfalls af söluverði og að möguleikar fólks séu meiri en margir geri sér grein fyrir. Fólk geti samið um þóknun. „Það er um að gera að gera það og heyra í nokkrum fasteignasölum og bera saman. Það eru til fasteignasölur sem bjóða fast gjald. Það er meira að segja til fyrirbæri sem þú getur selt sjálfur, þarft kannski að borga einhverja þóknum fyrir það. Þú getur selt sjálfur og ég á meira að segja til eyðublöðin, kaupsamninginn og afsöl og svo framvegis. Ég hef meira að segja gefið fólki það ef það vill ganga frá því sjálft ef það treystir sér til.“ Páll ítrekar að þó flestir kjósi að nýta sér faglega þjónustu sé mikilvægt að gera það með upplýstu samþykki og vita hvað maður er að greiða fyrir. Hann segir að algengasta þóknun fasteignasala í dag sé um 1,5 prósent af söluverði, en að sú upphæð geti hreyfst til – allt eftir aðstæðum, eign, staðsetningu og viðsemjendum. Þrif algengasti ágreiningurinn „Vitið þið hver algengasti ágreiningurinn er?“ spyr Páll. Hrefna giskaði á að það væru þrifin. „Það er hárrétt,“ segir Páll kíminn. „Ég tek það fram að þetta er ekki algengt, flestir seljendur vilja vanda sig.“ „Ég segi alltaf við seljendur: Jólahreingerning tvisvar á ári. Afhentu vel, þá eru miklu minni líkur á því að það komi einhverjir eftirmálar. Ef þú hugsar líka um að gera allt til að kaupandinn verði ánægður. Ekki bara gera það minnsta sem þú getur gert. Það gengur alltaf miklu betur ef þú setur hjarta í þetta og tryggir að kaupandinn verði ánægður.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan:
Fasteignamarkaður Hús og heimili Hlaðvörp Fjármál heimilisins Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira