Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2025 07:33 Það er óhætt að segja að Eric Cantona sé ekki aðdáandi þess sem er í gangi hjá Manchester Unted þessi misserin. Getty/Ash Donelon Manchester United goðsögnin Eric Cantona hefur ekki mikið álit á því sem er í gangi hjá hans gamla félagi eftir að Sir Jim Ratcliffe eignaðist hlut í félaginu. Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti og ekki einu sinni sjálfur Sir Alex Ferguson slapp við hann. „Síðan Ratcliffe kom þá eru stjórnendurnir að reyna að eyðileggja allt og þeir bera ekki virðingu fyrir einum eða neinum,“ sagði Eric Cantona á samkomu á vegum FC United of Manchester. Guardian segir frá. „Þeir ætla meira að segja að breyta leikvanginum. Sál félagsins og liðsins liggur ekki i leikmönnunum sjálfum. Hún liggur hját fólkinu í kringum leikmennina sem eru eins og stór fjölskylda,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague) Ratcliffe er þessa dagana að losa sig við fleiri starfsmenn félagsins og hann hefur sagt upp 450 starfsmönnum hjá United. „Það er mjög mikilvægt að bera virðingu fyrir þessu góða fólki alveg eins og þú berð virðingu fyrir knattspyrnustjóranum og leikmönnunum. Síðan Ratcliffe kom þá hefur það verið algjörlega öfugt farið,“ sagði Cantona. „Hann vill ekki hafa Sir Alex Ferguson áfram sem sendiherra. Hann er meira en goðsögn og við verðum að finna sál félagsins aftur,“ sagði Cantona. „Að mínu mati þá glataði Arsenal sál sinni þegar félagið yfirgaf Highbury og ég er viss um að margir stuðningsmenn sakna Highbury. Það er eins og þú kemur í hús og finnur allt aðra orku. Getur þú ímyndað þér Liverpool spila á öðrum velli en Anfield? Það er óhugsandi. Ég tel að United geti spilað á öðrum leikvangi en Old Trafford,“ sagði Cantona. Cantona sagðist hafa boðið Ratcliffe aðstoð sína en að því hafi verið hafnað. „Þeim var alveg sama. Ég bað ekki um neitt en það er bara svo sorglegt að horfa upp á Manchester United í svona stöðu,“ sagði Cantona. „Ég styð United af þvi að ég elska þetta félag. Ef ég væri hins vegar að velja mér félag í dag þá myndi ég örugglega ekki velja United,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Sjá meira
Ratcliffe hefur verið með niðurskurðarhnífinn á lofti og ekki einu sinni sjálfur Sir Alex Ferguson slapp við hann. „Síðan Ratcliffe kom þá eru stjórnendurnir að reyna að eyðileggja allt og þeir bera ekki virðingu fyrir einum eða neinum,“ sagði Eric Cantona á samkomu á vegum FC United of Manchester. Guardian segir frá. „Þeir ætla meira að segja að breyta leikvanginum. Sál félagsins og liðsins liggur ekki i leikmönnunum sjálfum. Hún liggur hját fólkinu í kringum leikmennina sem eru eins og stór fjölskylda,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Premier League (@premierleague) Ratcliffe er þessa dagana að losa sig við fleiri starfsmenn félagsins og hann hefur sagt upp 450 starfsmönnum hjá United. „Það er mjög mikilvægt að bera virðingu fyrir þessu góða fólki alveg eins og þú berð virðingu fyrir knattspyrnustjóranum og leikmönnunum. Síðan Ratcliffe kom þá hefur það verið algjörlega öfugt farið,“ sagði Cantona. „Hann vill ekki hafa Sir Alex Ferguson áfram sem sendiherra. Hann er meira en goðsögn og við verðum að finna sál félagsins aftur,“ sagði Cantona. „Að mínu mati þá glataði Arsenal sál sinni þegar félagið yfirgaf Highbury og ég er viss um að margir stuðningsmenn sakna Highbury. Það er eins og þú kemur í hús og finnur allt aðra orku. Getur þú ímyndað þér Liverpool spila á öðrum velli en Anfield? Það er óhugsandi. Ég tel að United geti spilað á öðrum leikvangi en Old Trafford,“ sagði Cantona. Cantona sagðist hafa boðið Ratcliffe aðstoð sína en að því hafi verið hafnað. „Þeim var alveg sama. Ég bað ekki um neitt en það er bara svo sorglegt að horfa upp á Manchester United í svona stöðu,“ sagði Cantona. „Ég styð United af þvi að ég elska þetta félag. Ef ég væri hins vegar að velja mér félag í dag þá myndi ég örugglega ekki velja United,“ sagði Cantona. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjör: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Sjá meira