Postecoglou: Það er leki í félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2025 17:30 Ange Postecoglou er allt annað en sáttur með að mótherjar Tottenham Hotspur séu að fá upplýsingar um lið og leikstíl fyrir leiki. Getty/Richard Pelham Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir engan vafa vera á því að það sé einhver að leka út upplýsingum úr innsta hring hjá félaginu. Postecoglou segir að þetta hafi verið vandamál allt þetta tímabil en hann ræddi lekann á blaðamannafundi fyri leik á móti Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á sunnudaginn. „Það er enginn vafi í mínum augum að það er leki í félaginu. Einhver er að gefa upplýsingar um okkar lið og þetta hefur verið í gangi allt þetta tímabil,“ sagði Ange Postecoglou en breska ríkisútvarpið segir frá. Ange feels he's one step closer to finding the leak that has dogged the club all season 👀 pic.twitter.com/lYakNrlytQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 11, 2025 „Ég veit ekki af hverju. Þetta hjálpar okkur ekki. Við erum að reyna að loka hringnum og komast að því hver þetta sé. Ég hef einhverja hugmynd um það hver gæti verið sökudólgurinn. Við munum síðan taka á þessu,“ sagði Postecoglou. „Þetta gerir allt annað en að hjálpa okkur á leikdögum. Stundum er þetta hálfur sannleikurinn en stundum meira en það. Við viljum samt trúa því að fólkið í okkar félagi sé að vinna með okkur en ekki á móti,“ sagði Postecoglou. Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá Tottenham. Liðið er enn með í Evrópudeildinni í deildinni hefur liðið hrunið niður töfluna í ensku úrvalsdeildinni. Liðið gerði jafntefli í fyrri leiknum á móti Eintracht Frankfurt í gær og spilar síðan deildarleik á sunnudaginn. Seinni leikurinn við Frankfurt er síðan á næsta fimmtudag. „Fimmtudagsleikurinn tók sinn toll og Úlfarnir eru líka krefjandi andstæðingur. Þetta mun snúast um að passa upp á mínúturnar hjá einhverjum leikmönnum en einnig að fá mínútur fyrir aðra,“ sagði Postecoglou. „Við þurfum að fá góðan leik og bjóða upp á góða frammistöðu á sunnudaginn. Ferskar fætur munu hjálpa en við erum einnig að horfa til næsta fimmtudags. Þetta er ekki um það að hvíla menn heldur snýst þetta um að menn mæti tilbúnir,“ sagði Postecoglou. Tottenham er í fjórtánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með 37 stig. Úlfarnir eru í sautjánda sæti tólf stigum frá fallsæti. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira
Postecoglou segir að þetta hafi verið vandamál allt þetta tímabil en hann ræddi lekann á blaðamannafundi fyri leik á móti Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni sem fram fer á sunnudaginn. „Það er enginn vafi í mínum augum að það er leki í félaginu. Einhver er að gefa upplýsingar um okkar lið og þetta hefur verið í gangi allt þetta tímabil,“ sagði Ange Postecoglou en breska ríkisútvarpið segir frá. Ange feels he's one step closer to finding the leak that has dogged the club all season 👀 pic.twitter.com/lYakNrlytQ— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 11, 2025 „Ég veit ekki af hverju. Þetta hjálpar okkur ekki. Við erum að reyna að loka hringnum og komast að því hver þetta sé. Ég hef einhverja hugmynd um það hver gæti verið sökudólgurinn. Við munum síðan taka á þessu,“ sagði Postecoglou. „Þetta gerir allt annað en að hjálpa okkur á leikdögum. Stundum er þetta hálfur sannleikurinn en stundum meira en það. Við viljum samt trúa því að fólkið í okkar félagi sé að vinna með okkur en ekki á móti,“ sagði Postecoglou. Þetta hefur verið erfitt tímabil hjá Tottenham. Liðið er enn með í Evrópudeildinni í deildinni hefur liðið hrunið niður töfluna í ensku úrvalsdeildinni. Liðið gerði jafntefli í fyrri leiknum á móti Eintracht Frankfurt í gær og spilar síðan deildarleik á sunnudaginn. Seinni leikurinn við Frankfurt er síðan á næsta fimmtudag. „Fimmtudagsleikurinn tók sinn toll og Úlfarnir eru líka krefjandi andstæðingur. Þetta mun snúast um að passa upp á mínúturnar hjá einhverjum leikmönnum en einnig að fá mínútur fyrir aðra,“ sagði Postecoglou. „Við þurfum að fá góðan leik og bjóða upp á góða frammistöðu á sunnudaginn. Ferskar fætur munu hjálpa en við erum einnig að horfa til næsta fimmtudags. Þetta er ekki um það að hvíla menn heldur snýst þetta um að menn mæti tilbúnir,“ sagði Postecoglou. Tottenham er í fjórtánda sæti í ensku úrvalsdeildinni með 37 stig. Úlfarnir eru í sautjánda sæti tólf stigum frá fallsæti.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjá meira