Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2025 16:06 Abdoulaye Doucoure fagnar sigurmarki sínu gegn Nottingham Forest. getty/Shaun Botterill Fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma þegar Abdoulaye Doucoure skoraði sigurmark Everton gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 0-1, Everton í vil. Flest benti til að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli en á 94. mínútu tapaði Murillo, varnarmaður Forest, boltanum klaufalega. Varamaðurinn Dwight McNeil átti hárnákvæma sendingu inn fyrir vörn heimamanna á Doucoure sem skoraði og tryggði gestunum stigin þrjú. Þetta var annað tap Forest í röð en liðið er í 3. sæti deildarinnar. Everton er í 14. sætinu. Fyrsta stigið síðan í lok janúar Eftir að hafa tapað átta leikjum í röð án þess að skora fékk Leicester City loks stig þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Brighton. Joao Pedro kom Brighton tvisvar sinnum yfir gegn með mörkum af vítapunktinum en Leicester jafnaði í tvígang, fyrst Stephy Mavididi og svo Caleb Okoli. Þetta er fyrsta stigið sem Leicester nær í síðan liðið vann Tottenham, 1-2, 26. janúar. Leicester er samt enn í vonlausum málum; í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins átján stig, fjórtán stigum frá öruggu sæti. Brighton, sem hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu fjórum leikjum, er í 9. sæti. Þrjú mörk frá varamönnum Botnlið Southampton hélt jöfnu gegn Aston Villa í 73 mínútur en fékk svo á sig þrjú mörk undir lokin. Lokatölur 0-3, Villa í vil. Aaron Ramsdale, markvörður Southampton, varði víti frá Marco Asensio á 69. mínútu en fjórum mínútum síðar kom Ollie Watkins Villa yfir. Donyell Malen bætti svo öðru marki við á 79. mínútu en þeir Watkins komu báðir inn á sem varamenn á 66. mínútu. Í uppbótartíma fékk Villa annað víti. Asensio fór aftur á punktinn en aftur varði Ramsdale. John McGinn fylgdi hins vegar á eftir og skoraði. Þrír varamenn komust því á blað hjá Villa í dag. Með sigrinum komst Villa upp í 5. sæti deildarinnar. Southampton er á botninum en liðið féll formlega um síðustu helgi. Enski boltinn Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Flest benti til að leikurinn myndi enda með markalausu jafntefli en á 94. mínútu tapaði Murillo, varnarmaður Forest, boltanum klaufalega. Varamaðurinn Dwight McNeil átti hárnákvæma sendingu inn fyrir vörn heimamanna á Doucoure sem skoraði og tryggði gestunum stigin þrjú. Þetta var annað tap Forest í röð en liðið er í 3. sæti deildarinnar. Everton er í 14. sætinu. Fyrsta stigið síðan í lok janúar Eftir að hafa tapað átta leikjum í röð án þess að skora fékk Leicester City loks stig þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Brighton. Joao Pedro kom Brighton tvisvar sinnum yfir gegn með mörkum af vítapunktinum en Leicester jafnaði í tvígang, fyrst Stephy Mavididi og svo Caleb Okoli. Þetta er fyrsta stigið sem Leicester nær í síðan liðið vann Tottenham, 1-2, 26. janúar. Leicester er samt enn í vonlausum málum; í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins átján stig, fjórtán stigum frá öruggu sæti. Brighton, sem hefur aðeins fengið tvö stig í síðustu fjórum leikjum, er í 9. sæti. Þrjú mörk frá varamönnum Botnlið Southampton hélt jöfnu gegn Aston Villa í 73 mínútur en fékk svo á sig þrjú mörk undir lokin. Lokatölur 0-3, Villa í vil. Aaron Ramsdale, markvörður Southampton, varði víti frá Marco Asensio á 69. mínútu en fjórum mínútum síðar kom Ollie Watkins Villa yfir. Donyell Malen bætti svo öðru marki við á 79. mínútu en þeir Watkins komu báðir inn á sem varamenn á 66. mínútu. Í uppbótartíma fékk Villa annað víti. Asensio fór aftur á punktinn en aftur varði Ramsdale. John McGinn fylgdi hins vegar á eftir og skoraði. Þrír varamenn komust því á blað hjá Villa í dag. Með sigrinum komst Villa upp í 5. sæti deildarinnar. Southampton er á botninum en liðið féll formlega um síðustu helgi.
Enski boltinn Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira