„Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. apríl 2025 20:00 Manchester United hefur aldrei fengið eins mörk á sig síðan Amorim tók við, en má ekki staldra lengi við tapið. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Ruben Amorim sá Manchester United fá á sig fjögur mörk í fyrsta sinn síðan hann tók við störfum, í 4-1 tapi gegn Newcastle fyrr í dag. Hann var fljótur að færa fókusinn frá tapinu yfir á fimmtudaginn, þegar Manchester United mætir Lyon í seinni leik Evrópudeildareinvígisins, og segir markmanninn Andre Onana hafa þurft að aftengja sig í dag. „Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem fór úrskeiðis að svo stöddu, það var sitt lítið af hverju. Það er mjög erfitt að sækja sigur gegn toppliði líkt og Newcastle. Við gerðum mistök, sem er erfitt, en einbeitum okkur að fimmtudeginum. Við verðum að gera það og getum gert svo miklu betur. Ég er ósáttur með leikinn og vil ekki sjá svona mistök á fimmtudaginn“ sagði Amorim á blaðamannafundi eftir leik. Mistökin sem Amorim talar um leiddu til margra marka hjá Newcastle. Miðjumaðurinn Manuel Ugarte tapaði boltanum á slæmum stað, bakvörðurinn Nasser Mazraoui rann til og tapaði boltanum og miðvörðurinn Leny Yoro átti slaka sendingu. Amorim var þá spurður hvort honum þætti skiljanlegt að leikmennirnir væru gagnrýndir fyrir sitt framlag og sigurvilja. „Ég skil það en mér er alveg sama. Það er ekkert verra en að tapa leikjum. Fólk má segja það sem því sýnist. Ég get ekki sagt of mikið því staða okkar í deildinni segir allt sem segja þarf. Hún er slæm en við höldum áfram. Að tapa leikjum er það lang erfiðasta við starfið.“ „Ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum“ André Onana var skilinn efir utan hóps í dag. Robin Jones - AFC Bournemouth/AFC Bournemouth via Getty Images Amorim ákvað að hlífa markmanninum Andre Onana frá því að gera fleiri mistök og hélt honum utan hóps í dag, eftir að hafa átt sök á báðum mörkunum í fyrri leiknum gegn Lyon sem endaði með 2-2 jafntefli. „Stundum þarftu að þrýsta á leikmenn og stundum þarftu að leyfa þeim að aftengjast… Ég held að [Onana] hafi fundist þetta allt í lagi því ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum…“ sagði Amorim einnig. Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
„Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem fór úrskeiðis að svo stöddu, það var sitt lítið af hverju. Það er mjög erfitt að sækja sigur gegn toppliði líkt og Newcastle. Við gerðum mistök, sem er erfitt, en einbeitum okkur að fimmtudeginum. Við verðum að gera það og getum gert svo miklu betur. Ég er ósáttur með leikinn og vil ekki sjá svona mistök á fimmtudaginn“ sagði Amorim á blaðamannafundi eftir leik. Mistökin sem Amorim talar um leiddu til margra marka hjá Newcastle. Miðjumaðurinn Manuel Ugarte tapaði boltanum á slæmum stað, bakvörðurinn Nasser Mazraoui rann til og tapaði boltanum og miðvörðurinn Leny Yoro átti slaka sendingu. Amorim var þá spurður hvort honum þætti skiljanlegt að leikmennirnir væru gagnrýndir fyrir sitt framlag og sigurvilja. „Ég skil það en mér er alveg sama. Það er ekkert verra en að tapa leikjum. Fólk má segja það sem því sýnist. Ég get ekki sagt of mikið því staða okkar í deildinni segir allt sem segja þarf. Hún er slæm en við höldum áfram. Að tapa leikjum er það lang erfiðasta við starfið.“ „Ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum“ André Onana var skilinn efir utan hóps í dag. Robin Jones - AFC Bournemouth/AFC Bournemouth via Getty Images Amorim ákvað að hlífa markmanninum Andre Onana frá því að gera fleiri mistök og hélt honum utan hóps í dag, eftir að hafa átt sök á báðum mörkunum í fyrri leiknum gegn Lyon sem endaði með 2-2 jafntefli. „Stundum þarftu að þrýsta á leikmenn og stundum þarftu að leyfa þeim að aftengjast… Ég held að [Onana] hafi fundist þetta allt í lagi því ég útskýrði ákvörðunina fyrir honum…“ sagði Amorim einnig.
Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira