Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2025 07:03 Fyrirliðinn Bruno Fernandes og þjálfarinn Rúben Amorim. Getty Images/Marc Atkins Tap Manchester United um liðna helgi þýðir að liðið er með 38 stig þegar 32 umferðum er lokið. Sama þó liðið vinni síðustu sex deildarleiki sína er ljóst að liðið endar með lægsta stigafjölda sinn frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992. Það verður ekki annað sagt en tímabil Man United hafi verið farsakennt. Síðasta sumar fékk Erik ten Hag framlengingu á samningi sínum sem þjálfari liðsins og himinháum fjárhæðum var eytt í leikmenn sem hann vildi fá til félagsins. Spólum fram nokkra mánuði og búið var að reka Ten Hag og ráða Rúben Amorim sem neitar að spila neitt annað en 3-4-2-1 leikkerfið sitt, eitthvað sem hentar leikmannahópi félagsins einkar illa. Þá sagði Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi félagsins, að skuldir þess væru að sliga félagið og það þyrfti að taka til í bókhaldinu. Því hafa allir og amma þeirra annað hvort fengið reisupassann eða misst einhver fríðindi. Þá hefur fjöldi leikmanna verið sendur á brott án þess að nýir hafi komið inn. Bjartsýnin var því ekki mikil þegar Man United sótti Newcastle United heim í leik liðanna á sunnudaginn var. Hinn 18 ára gamli Harry Amass byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni, Victor Lindelöf stóð óvænt vaktina í miðverðinum og Christian Eriksen var í byrjunarliðinu líkt og í fyrri leiknum á Old Trafford þar sem hann átti ekki roð í kraftmikið lið Newcastle. Eftir enn ein mistök André Onana gegn Lyon í miðri viku stóð Altay Bayındır á milli stanganna. Það verður ekki sagt að hann hafi sýnt fram á að hann eigi skilið að spila frekar en Onana . Leikurinn tapaðist örugglega 4-1 og Man United hefur nú tapað 14 af þeim 32 leikjum sem liðið hefur spilað. Það sem meira er, það hefur aðeins skorað 38 mörk. Þrátt fyrir að gengi liðsins hafi oftar en ekki verið skelfilegt undanfarin ár hefur Man United aldrei endað á neðri hluta töflunnar. Tímabilið 2023-24, þegar framtíð Ten Hag hékk á bláþræði, endaði liðið samt sem áður með 60 stig í 8. sæti. Amorim hefur sagt að félagið þurfi að sætta sig við stöðuna og halda áfram. Eina sem gæti „bjargað“ tímabilinu sé að vinna Evrópudeildina því þá kæmist liðið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur virðist það fjarlægur draumur. Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en tímabil Man United hafi verið farsakennt. Síðasta sumar fékk Erik ten Hag framlengingu á samningi sínum sem þjálfari liðsins og himinháum fjárhæðum var eytt í leikmenn sem hann vildi fá til félagsins. Spólum fram nokkra mánuði og búið var að reka Ten Hag og ráða Rúben Amorim sem neitar að spila neitt annað en 3-4-2-1 leikkerfið sitt, eitthvað sem hentar leikmannahópi félagsins einkar illa. Þá sagði Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi félagsins, að skuldir þess væru að sliga félagið og það þyrfti að taka til í bókhaldinu. Því hafa allir og amma þeirra annað hvort fengið reisupassann eða misst einhver fríðindi. Þá hefur fjöldi leikmanna verið sendur á brott án þess að nýir hafi komið inn. Bjartsýnin var því ekki mikil þegar Man United sótti Newcastle United heim í leik liðanna á sunnudaginn var. Hinn 18 ára gamli Harry Amass byrjaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni, Victor Lindelöf stóð óvænt vaktina í miðverðinum og Christian Eriksen var í byrjunarliðinu líkt og í fyrri leiknum á Old Trafford þar sem hann átti ekki roð í kraftmikið lið Newcastle. Eftir enn ein mistök André Onana gegn Lyon í miðri viku stóð Altay Bayındır á milli stanganna. Það verður ekki sagt að hann hafi sýnt fram á að hann eigi skilið að spila frekar en Onana . Leikurinn tapaðist örugglega 4-1 og Man United hefur nú tapað 14 af þeim 32 leikjum sem liðið hefur spilað. Það sem meira er, það hefur aðeins skorað 38 mörk. Þrátt fyrir að gengi liðsins hafi oftar en ekki verið skelfilegt undanfarin ár hefur Man United aldrei endað á neðri hluta töflunnar. Tímabilið 2023-24, þegar framtíð Ten Hag hékk á bláþræði, endaði liðið samt sem áður með 60 stig í 8. sæti. Amorim hefur sagt að félagið þurfi að sætta sig við stöðuna og halda áfram. Eina sem gæti „bjargað“ tímabilinu sé að vinna Evrópudeildina því þá kæmist liðið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur virðist það fjarlægur draumur.
Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Sjá meira