City nálgast sæti í Meistara­deild Evrópu

Sindri Sverrisson skrifar
Nico O'Reilly braut ísinn fyrir Manchester City í dag með mikilvægu marki.
Nico O'Reilly braut ísinn fyrir Manchester City í dag með mikilvægu marki. Getty/Carl Recine

Útlitið er orðið gott hjá Manchester City í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, eftir torsóttan 2-0 útisigur gegn Everton í Liverpool-borg í dag.

City er nú með 58 stig eftir 33 leiki, í 4. sæti deildarinnar, en ljóst er að fimm efstu liðin fá öruggt sæti í Meistaradeildinni. Chelsea og Aston Villa eru samt skammt undan, í 6. og 7. sæti með 54 stig og leik til góða á City líkt og Nottingham Forest sem er með 57 stig í 5. sæti.

Everton var nær því að komast yfir í fyrri hálfleiknum í dag. James Tarkowski átti þá stórhættulegan skalla sem fór í stöng og út.

Það var ekki fyrr en á 84. mínútu sem að City tókst að komast yfir en það gerði Nico O‘Reilly þegar hann skoraði annan leikinn í röð, af stuttu færi eftir sendingu Matheus Nunes frá hægri þvert fyrir markið.

Það var svo enn tími fyrir Mateo Kovacic til að bæta við öðru marki í uppbótartíma og innsigla sigur City.

Everton er með 38 stig í 13. sæti deildarinnar og gæti misst Manchester United og Tottenham upp fyrir sig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira