Enski boltinn

Enni ungs sonar Man. Utd leik­manns í tvennt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victor Lindelöf var fyrirliði Manchester United í síðasta leik og leiðir hér lukkukrakka inn á Old Trafford.
Victor Lindelöf var fyrirliði Manchester United í síðasta leik og leiðir hér lukkukrakka inn á Old Trafford. Getty/Zohaib Alam

Victor Lindelöf hvarf skyndilega í miðjum leik Manchester United og Lyon í Evrópudeildinni í síðustu viku en núna vitum við meira um hvað var í gangi hjá fjölskyldu hans.

Í fyrstu gaf Manchester United það upp að sænski miðvörðurinn hafi þurft að yfirgefa Old Trafford vegna fjölskylduástæðna.

Ástæðan var hins vegar sú að Francis, þriggja ára sonur Victors og eiginkonu hans Nilssons, lenti í slysi á heimili þeirra og þau fréttu af því rétt fyrir leikinn.

@Sportbladet

„Klukkutíma fyrir leikinn þá hringdi barnapían og sagðist vera í sjúkrabíl á leiðinni upp á spítala,“ sagði Nilsson Lindelöf á samfélagsmiðlum. Aftonbladet segir frá.

Strákurinn hafði dottið illa í glerstiga á heimilinu.

„Hann lenti á enninu og ennið hans fór í tvennt. Ég var á sjúkrahúsinu allan föstudaginn og hann þurfti að fara í lýtaaðgerð til að setja aftur saman ennið hans,“ sagði Nilsson.

„Þetta er eitthvað sem ég vil aldrei upplifa aftur. Honum líður vel núna og er sannur víkingur. Það er allt eðlilegt hjá honum. Allir höfðu auðvitað miklar áhyggjur en hann heldur bara áfram eins og ekkert hafi komið fyrir,“ sagði Nilsson.

„Hann verður samt með ör á enninu alla tíð. Engar áhyggjur samt. Ég er bara ánægð að allt for á besta veg,“ sagði Nilsson.

Victor Lindelöf var með Manchester United liðinu í sunnudagsleiksins og bar fyrirliðabandið í tapleik á móti Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×