Útför páfans á laugardag Lovísa Arnardóttir skrifar 22. apríl 2025 06:42 Líkvaka páfa hefst í kirkjunni í Santa Marta en hann verður svo fluttur í Péturskirkju á miðvikudag. Hér ámyndinni sést kardinálinn Kevin Joseph Farrell við lík Frans páfa. Hann staðfestir hér andlát hans. Myndinni var dreift af Vatíkaninu. Vísir/EPA Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. Útförin verður haldin í Péturskirkju áður en páfakjörsfundur verður haldinn í næsta mánuði þar sem nýr páfi verður kjörinn. Á sama tíma munu kardínálarnir fara yfir störf kirkjunnar í aðdraganda þess að nýr páfi verður valinn. Í frétt Reuters um málið kemur fram að öllum kardínálunum, sem eru í Róm, hafi verið boðið að koma saman í Vatíkaninu klukkan 9 að staðartíma þar sem þeir munu fara yfir plönin er varða útför Frans páfa. Alls eru 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í Páfakjörsfundi í næsta mánuði. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra. Vísir/EPA Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur þegar tilkynnt að hann og kona hans, Melania, muni vera viðstödd útförina. Þeim lenti ítrekað saman um til dæmis innflytjendamál. Aðrir sem hafa tilkynnt komu sína eru til dæmis Javier Milei, forseti Argentínu, heimalands Frans páfa. Vatíkanið tilkynnti í gær að útförin myndi fara fram næstu helgi, föstudag, laugardag eða sunnudag. Frans páfi óskaði þess að vera jarðaður í kirkju heilagrar Maríu í Róm í stað þess að vera jarðaður í Péturskirkju í Róm eins og hefð er fyrir. Páfakjörsfundur, þar sem nýr páfi er valinn, fer yfirleitt fram um 15 til tuttugu dögum eftir andlát síðasta páfa. Það þýðir að fundurinn hefst í fyrsta lagi þann 6. maí. Alls eru um 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í fundinum, sem getur tekið marga daga og er afar leynilegur. Í frétt Guardian segir að öllum kardinálunum sé boðið á fundinn en þeir hafi aðeins atkvæðisrétt sem séu yngri en 80 ára. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra kardinála sem eru dreifðir um allan heim og munu taka þátt í fundinum. Í frétt Reuters segir að það auki líkurnar á því að nýr páfi muni halda áfram að tala fyrir mannréttindum hinsegin fólks og innflytjenda eins og Frans páfi gerði oft í andstöðu við aðra innan kirkjunnar. Í tilkynningu frá Vatíkaninu í gær kom fram að starfsmönnum páfadómsins hafi verið boðið að kveðja páfann á heimili hans í Santa Marta. Lík hans verður flutt í Péturskirkju á miðvikudag þar sem almenningi verður boðið að kveðja hann. Fréttin hefur verið uppfærð með tímasetningu útfarar. Uppfært 8:46 þann 22.4.2025. Páfagarður Ítalía Trúmál Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Útförin verður haldin í Péturskirkju áður en páfakjörsfundur verður haldinn í næsta mánuði þar sem nýr páfi verður kjörinn. Á sama tíma munu kardínálarnir fara yfir störf kirkjunnar í aðdraganda þess að nýr páfi verður valinn. Í frétt Reuters um málið kemur fram að öllum kardínálunum, sem eru í Róm, hafi verið boðið að koma saman í Vatíkaninu klukkan 9 að staðartíma þar sem þeir munu fara yfir plönin er varða útför Frans páfa. Alls eru 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í Páfakjörsfundi í næsta mánuði. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra. Vísir/EPA Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur þegar tilkynnt að hann og kona hans, Melania, muni vera viðstödd útförina. Þeim lenti ítrekað saman um til dæmis innflytjendamál. Aðrir sem hafa tilkynnt komu sína eru til dæmis Javier Milei, forseti Argentínu, heimalands Frans páfa. Vatíkanið tilkynnti í gær að útförin myndi fara fram næstu helgi, föstudag, laugardag eða sunnudag. Frans páfi óskaði þess að vera jarðaður í kirkju heilagrar Maríu í Róm í stað þess að vera jarðaður í Péturskirkju í Róm eins og hefð er fyrir. Páfakjörsfundur, þar sem nýr páfi er valinn, fer yfirleitt fram um 15 til tuttugu dögum eftir andlát síðasta páfa. Það þýðir að fundurinn hefst í fyrsta lagi þann 6. maí. Alls eru um 135 kardinálar hæfir til að taka þátt í fundinum, sem getur tekið marga daga og er afar leynilegur. Í frétt Guardian segir að öllum kardinálunum sé boðið á fundinn en þeir hafi aðeins atkvæðisrétt sem séu yngri en 80 ára. Frans páfi tilnefndi um 80 prósent þeirra kardinála sem eru dreifðir um allan heim og munu taka þátt í fundinum. Í frétt Reuters segir að það auki líkurnar á því að nýr páfi muni halda áfram að tala fyrir mannréttindum hinsegin fólks og innflytjenda eins og Frans páfi gerði oft í andstöðu við aðra innan kirkjunnar. Í tilkynningu frá Vatíkaninu í gær kom fram að starfsmönnum páfadómsins hafi verið boðið að kveðja páfann á heimili hans í Santa Marta. Lík hans verður flutt í Péturskirkju á miðvikudag þar sem almenningi verður boðið að kveðja hann. Fréttin hefur verið uppfærð með tímasetningu útfarar. Uppfært 8:46 þann 22.4.2025.
Páfagarður Ítalía Trúmál Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“