Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 15:17 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, tekur hér Bukayo Saka af velli í Meistaradeildarleik í vetur. Getty/Justin Setterfield Mikel Arteta mun að eigin sögn ekki hvíla lykilmenn liðsins fyrir undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni. Arsenal sló Real Madrid út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og komst því einu skrefi nær því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögu félagsins. Arsenal er aftur á móti þrettán stigum á eftir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og á aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna ensku deildina í ár. Mörgum fyndist það rökrétt að hvíla leikmenn fyrir undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni á móti Paris Saint Germain en franski stjórinn virðist ekki vera líklegur til þess. Arsenal mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Liverpool verður meistari tapi Arsenal leiknum. Arsenal manager Mikel Arteta says Bukayo Saka has a "good chance" of featuring tomorrow against Crystal Palace but Riccardo Calafiori remains injured and Jorginho is set to be out for a "few weeks" 🚨 pic.twitter.com/zWOQ800Wze— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2025 Bukayo Saka er nýkominn til baka eftir meiðsli og fékk högg í síðasta leik. Arteta segist samt ekki ætla að hvíla Saka fyrir leikina mikilvægu í Meistaradeildinni. „Við getum ekki hugsað hlutina á þessum nótum þegar leikmennirnir eru heilir og vilja spila. Þá verða þeir að fá að spila,“ sagði Arteta. „Þeir njóta sín best þegar þeir spila, ná með því upp stöðugleika og um leið eru þeir í góðu jafnvægi bæði tilfinningalega og líkamlega. Þeir eru þá í góðum takti og þá eru þeir bestir,“ sagði Arteta. „Ef þeir eru ekki leikfærir þá þarf ekkert að ræða þetta. Ef þeir eru ekki í góðum gír þá munum við ekki spila þeim. Annars spilum við þeim,“ sagði Arteta. Saka er gríðarlega mikilvægur fyrir Arsenal en hann hefur komið að 25 mörkum í 30 leikjum á leiktíðinni. Hann var mjög góður í seinni leiknum á móti Real Madrid og stóð sig einnig vel í 4-0 sigrinum á Ipswich Town um helgina. Saka fékk samt slæmt högg en Arteta var ekki búinn að ákveða neitt með kvöldið þegar hann ræddi við blaðamenn á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. „Við verðum bara að bíða og sjá hvernig honum líður eftir æfinguna. Þetta var samt ekkert alvarlegt,“ sagði Arteta. Just Gary Cotterill talking about Bukayo Saka at Arsenal's training ground with Mikel Arteta walking Win the dog in the background 🐕 pic.twitter.com/IpDEWLFOIh— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 22, 2025 Enski boltinn Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Arsenal sló Real Madrid út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og komst því einu skrefi nær því að vinna Meistaradeildina í fyrsta skipti í sögu félagsins. Arsenal er aftur á móti þrettán stigum á eftir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og á aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna ensku deildina í ár. Mörgum fyndist það rökrétt að hvíla leikmenn fyrir undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni á móti Paris Saint Germain en franski stjórinn virðist ekki vera líklegur til þess. Arsenal mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og Liverpool verður meistari tapi Arsenal leiknum. Arsenal manager Mikel Arteta says Bukayo Saka has a "good chance" of featuring tomorrow against Crystal Palace but Riccardo Calafiori remains injured and Jorginho is set to be out for a "few weeks" 🚨 pic.twitter.com/zWOQ800Wze— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2025 Bukayo Saka er nýkominn til baka eftir meiðsli og fékk högg í síðasta leik. Arteta segist samt ekki ætla að hvíla Saka fyrir leikina mikilvægu í Meistaradeildinni. „Við getum ekki hugsað hlutina á þessum nótum þegar leikmennirnir eru heilir og vilja spila. Þá verða þeir að fá að spila,“ sagði Arteta. „Þeir njóta sín best þegar þeir spila, ná með því upp stöðugleika og um leið eru þeir í góðu jafnvægi bæði tilfinningalega og líkamlega. Þeir eru þá í góðum takti og þá eru þeir bestir,“ sagði Arteta. „Ef þeir eru ekki leikfærir þá þarf ekkert að ræða þetta. Ef þeir eru ekki í góðum gír þá munum við ekki spila þeim. Annars spilum við þeim,“ sagði Arteta. Saka er gríðarlega mikilvægur fyrir Arsenal en hann hefur komið að 25 mörkum í 30 leikjum á leiktíðinni. Hann var mjög góður í seinni leiknum á móti Real Madrid og stóð sig einnig vel í 4-0 sigrinum á Ipswich Town um helgina. Saka fékk samt slæmt högg en Arteta var ekki búinn að ákveða neitt með kvöldið þegar hann ræddi við blaðamenn á fjölmiðlafundi fyrir leikinn. „Við verðum bara að bíða og sjá hvernig honum líður eftir æfinguna. Þetta var samt ekkert alvarlegt,“ sagði Arteta. Just Gary Cotterill talking about Bukayo Saka at Arsenal's training ground with Mikel Arteta walking Win the dog in the background 🐕 pic.twitter.com/IpDEWLFOIh— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 22, 2025
Enski boltinn Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira