Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. maí 2025 07:00 Kardínálinn Thomas Lawrence setur á sig ýmsa hatta í Conclave: umsjónarmaður páfakjörs, páfakandídat og spæjari. Páfinn er dáinn! Kardínálar ferðast til Rómar þar sem þeir eru læstir inni í Sixtínsku kapellunni til að kjósa nýjan leiðtoga kaþólsku kirkjunnar. Kardínálarnir eru breyskir eins og aðrir menn, syndga, slúðra og láta kappið jafnvel bera fegurðina ofurliði. Pólitíski spennutryllirinn Conclave fjallar um slíkt valdabrölt. Áhorfendur fylgjast þar með breska kardínálanum Thomas Lawrence (Ralph Fienne) sem fær það strembna hlutverk að stýra páfakjörsfundi og takast á við allar þær uppákomur sem honum fylgja. Leikstjóri myndarinnar er Edward Berger og Peter Straughan skrifar handritið sem byggir á spennusögu eftir Robert Harris. Auk Fiennes eru í myndinni reyndir leikarar á borð við Stanley Tucci, John Lithgow og Isabellu Rossellini og hinir minna þekktu Carlos Diehz, Lucian Msamati og Sergio Castellito. Erlendis var Conclave sýnd í bíóhúsum síðasta haust en myndin kom ekki í íslensk bíóhús fyrr en í lok febrúar og var þá aðeins sýnd í stutta stund. Gagnrýnandi missti þess vegna af lestinni. En nú eftir andlát Frans páfa hafa Sambíóin tekið Conclave aftur til sýninga og munu sýna hana að minnsta kosti tíu sinnum á næstu vikum. Myndin kemur auk þess inn á Amazon Prime einhvern tímann á næstunni. Thomas Lawrence efast um ýmislegt en er líka bundinn skyldum sínum. Launfyndinn og snjall spennutryllir Út á við virðist Conclave grafalvarlegt drama, mynd um brúnaþunga kardínála sem ræða saman um framtíð kaþólsku kirkjunnar og guðfræði. Myndin naut í þokkabót mikilla vinsælda á verðlaunahátíðum, fékk þónokkur BAFTA-verðlaun og ein Óskarsverðlaun. Ég hafði því vissa fordóma fyrir myndinni, hugsaði að hér væri á ferðinni Óskarsbeita (e. Oscar bait) þ.e. mynd sem kemur út seint á árinu, rétt fyrir upphaf verðlaunahátíðavertíðar, tekst á við þung málefni og virðist fremur ætlað að njóta vinsælda hjá gagnrýnendum og akademíum en áhorfendum. Svo er alls ekki raunin. Conclave er í grunninn spennusaga, rétt eins og bókin sem myndin byggir á, en þar að auki er hún lúmskt fyndin á köflum, snjöll í byggingu og afar fagmannlega gerð, allt frá gullfallegri myndatökunni og frábærum leik yfir í geggjaða búninga og leikmynd. Kardínálar regnhlífum búnir feta sig eftir torginu. Conclave er fyrsta myndin á ensku sem Berger, svissnesk-austurrískur Þjóðverji, leikstýrir en hann vakti mikla athygli fyrir þriðju mynd sína, stríðsmyndina All Quiet on the Western Front sem kom út 2022. Berger virðist hafa skapað sér eigin stíl og verður gaman að sjá næstu mynd hans, The Ballad of a Small Player, sem Colin Farrell og Tilda Swinton leika í og á að koma út í ár. Peter Straughan er reyndur handritshöfundur sem hefur sérhæft sig í að aðlaga skáldsögur að stóra skjánum við misgóðar undirtektir, þar má nefna The Men Who Stare at Goats (2009), Tinker Tailor Soldier Spy (2011) og The Snowman (2017). Hefð sem nær aftur til 1492 Áður en kafað er í Conclave er rétt að skrifa aðeins um kjör páfans sem má hefjast að fjórtán dögum liðnum frá andláti sitjandi páfa. Um páfakjör gilda strangar, aldagamlar reglur og hefðir en á morgun, 7. maí, hefst einmitt eitt slíkt. Kardínálar kaþólsku kirkjunnar koma þá til Rómar hvaðanæva að úr heiminum og mynda sérstaka ráðsnefnd páfans. Í dag eru 252 kaþólskir kardínálar en af þeim geta 138 greitt atkvæði með næsta páfa vegna þess að kardínálar yfir áttræðu mega ekki greiða atkvæði. Á meðan páfakjör fer fram mega kardínálar ekki ræða við fjölmiðla eða nokkurn mann. Þegar umræður um kjörið hefjast eru þeir læstir inni í Sixtínsku kapellunni með lykli, cum clave á latínu, þaðan sem alþjóðlega hugtakið yfir páfakjörið, conclave, á sifjar sínar. Þar eru þeir í fullkominni einangrun þangað til nýr páfi er valinn. Mikil leynd hvílir yfir samkomunni, dyr Sixtínsku kapellunnar eru innsiglaðar og inngangsins gætt af öryggisvörðum. Þar fer fram atkvæðagreiðslan og í enda kapellunnar er lítill ofn þar sem atkvæðaseðlar eru brenndir að kosningum loknum. Eftir hverja ksoningu er atkvæðaseðlum safnað saman og þeir brenndir í ofni. Kosið er fjórum sinnum á dag, tvisvar árla dags og tvisvar síðdegis. Ef enginn fær tvo þriðju hluta atkvæða eru seðlarnir brenndir með litarefni. Reykurinn verður svartur og umheimurinn fær að vita að kjósa þurfi aftur. Þegar páfi er valinn eru atkvæðaseðlarnir brenndir með hvítu litarefni og þá sést að nýr páfi hefur verið valinn. Hvíta reyknum er fagnað gríðarlega á Péturstorgi og víða um heim. Djákni kardínálaráðsins stígur síðan út á svalir Péturskirkju að kosningunni lokinni og segir: „Annuntio vobis gaudium magnum: Habemus papam,“ eða á íslensku: „Ég færi ykkur gleðifréttir: Við höfum páfa.“ Hversu flókið getur eitt páfakjör verið? Conclave hefst á því að páfinn deyr og enski kardínálinn Lawrence (Fiennes) mætir á vettvang til að fylgjast með frágangi líksins sem, eins og allt í kaþólsku kirkjunni, lýtur ströngum hefðum. Fyrst þarf að fjarlægja fiskimannshringinn af fingri páfans. Hringurinn situr fastur svo það þarf að toga allharkalega í hann. Fyrsta merkið um að yfirvofandi páfaskipti muni ekki ganga smurt fyrir sig. Fiskimannshringurinn er vísun í Pétur postula sem var fiskimaður og fyrsti páfi kaþólsku kirkjunnar. Næst þarf Lawrence að kalla saman alla kardínála kirkjunnar fyrir yfirvofandi páfakjör. Lawrence er í erfiðri stöðu, hann þarf að tryggja að páfakjörið fari vel fram, passa upp á orðspor kirkjunnar en hefur líka sterka skoðun á því hver eigi að verða páfi. Rétt eins og nafni sinn, Tómas postuli, þá efast Lawrence, efast um sjálfan sig og trú sína á kaþólsku kirkjuna sem stofnun. Fiennes leikur afbragðsvel þennan mann sem er þjakaður af efa og ábyrgð. Kardínálarnir safnast í klíkur, ræða sína á milli og reykja. Spennan í Conclave er tvöföld. Annars vegar spennan yfir því hver verður páfi, líklegustu kandídatarnir eru fjórir: Aldo Bellini (Tucci), frjálslyndur Ítali; Joshua Adeyemi (Msamati), íhaldssamur Nígeri; Joseph Tremblay (Lithgow), hófstilltur Kanadamaður og Goffredo Tedesco (Castellitto), Ítali af eldgamla skólanum. Hins vegar spenna vegna þess að snemma kemur í ljós að það er maðkur í mysunni. Einn kardínálanna hefur hugsanlega gert eitthvað hræðilegt. Lawrence þarf því að bregða sér í hlutverk spæjara, yfirheyra fólk og leysa málið áður en nýr páfi nær kjöri. Adeyemi, Bellini, Tremblay og Tedesco þykja líklegastir. Ýmsar uppákomur flækja málið; mexíkóski erkibiskupinn af Kabúl, Vincent Benitez (Diehz), birtist rétt áður en kjörið hefst og hafði í leyni verið gerður kardináli „en pectore“ af síðasta páfa. Svo reynast fleiri en einn kardínáli geyma beinagrindur í skáp sínum og nunnan Agnes (Rosselini), bústýran yfir gististað kardínálanna, blandar sér í málin. Lawrence þarf að taka erfiðar ákvarðanir, velja á milli þess að íhlutast í kjörinu og leyfa því að gerast náttúrulega. Svo er ekki alltaf víst að gjörðir manns hafi tilætlaðar afleiðingar. Leikið með andstæður Eitt það besta við myndina er hvernig andstæður eru dregnar fram og leikið með þær. Fyrir það fyrsta er það fortíð gegn nútíð; kaþólska kirkjan gegn tækni og nútímagildum. Fyrir utan rökræður kardínálanna eru þessar andstæður sýndar á skondinn hátt þegar kardínálarnir hópa sig saman til að reykja í porti kapellunnar eða ferðast skrúðbúnir í smárútu um borgina. Kardínálar reykja eins og annað fólk. Franski myndatökumaðurinn Stéphane Fontaine fangar þessar andstæður snilldarlega og tekst að skapa málverk í næstum hverjum ramma. Frjálslyndi gegn íhaldssemi er annar átakapunktur og rétt eins og flestir aðrir hópar heims skiptast kardínálarnir í tvær fylkingar á þeim ási. Kaþólska kirkjan er ein íhaldssamasta stofnun jarðar en innan hennar er tekist á um hvort eigi að færa hana nær nútímanum eða hverfa aftur til fortíðar. Tedesco er ekki allra en hann er allavega ekki leiðinlegur. Einn skemmtilegasti karakter myndarinnar er hinn íhaldssami Tedesco sem vill endurvekja latínu og draga úr frjálslyndi kirkjunnar í garð annarra trúarbragða. Milli þess sem hann lýsir yfir ýmsum skoðunum sínum og potast í öðrum kardínálum sýgur hann rafrettu af áfergju. Loks er það hátíðleiki athafnarinnar gegn melódrama sögunnar. Hátíðleiki svífur yfir vötnum í öllum athöfnum og gjörðum kardínálanna. En um leið eru þeir óumflýjanlega kjánalegir með sína íburðarmiklu búninga og óþarflega flóknu athafnir. Kjörið minnir um leið á einfalda vinsældarkosningu í menntaskóla, kardínálarnir safnast í klíkur, það er slúðrað um hinn og þennan og lesið í allt sem er sagt og gert. Þessar andstæður er einn styrkur handritsins. Annað sem gerir handritið frábært er jafnvægið sem næst milli ólíkra hluta: samtalssena milli kardínála um kjörið, leynilegrar rannsóknar Lawrence, sjálfs kjörsins og ýmissa uppákoma. Um leið nær Berger að viðhalda spennu og raunsæislegum tóni gegnum myndina samhliða því að auka melódramað jafnt og þétt með hverri uppákomunni á fætur annarri. Myndin nær loks hámarki með kjöri nýs páfa en þar er ekki öll sagan sögð... Það mæðir mikið á Tómasi. Niðurstaða Conclave er þrusugóður pólitískur spennutryllir með þéttu handriti, sterkri leikstjórn og unaðslegri myndatöku. Helsti styrkur myndarinnar er að geta fetað fullkominn milliveg milli dramatískra samræðna, hasars og húmors. Hvað leikinn varðar er Fiennes fremstur meðal jafningja enda með safaríkustu rulluna en frammistöðurnar eru góðar hvert sem litið er. Hvort sem það er Lithgow í hlutverki hins hófstillta Tremblay, Castellitto sem hinn prakkaralegi Tedesco, Rossellini sem hin vandvirka Agnes. Myndin veitir innsýn inn í heim sem er vanalega hulinn venjulegu fólki, æðsta lag kaþólsku kirkjunnar. Við sjáum kardínálana kýta, slúðra og koma sér loks saman um nýjan leiðtoga. Kannski eru þeir ekki svo ólíkir okkur hinum. Ég get allavega ekki beðið eftir því að fylgjast með yfirvofandi páfakjöri. Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Páfagarður Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Yfirvöld í Vatíkaninu hafa nú lokað Sixtínsku kapellunni, einum mest sótta ferðamannastað heims, til þess að efna til páfakjörs eftir fráfall Frans páfa á dögunum. 28. apríl 2025 06:58 Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Anora vinnur sem fatafella í Brooklyn við að skemmta körlum sjö kvöld í viku. Ungi rússneski auðkýfingurinn Ivan kemur á nektarbúlluna og heillast af Anoru. Öskubuska hittir prinsinn, þau gifta sig í Las Vegas og lifa hamingjusöm til æviloka. Eða hvað? 13. mars 2025 07:02 Bob og Robbie í bobba Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu. 10. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Pólitíski spennutryllirinn Conclave fjallar um slíkt valdabrölt. Áhorfendur fylgjast þar með breska kardínálanum Thomas Lawrence (Ralph Fienne) sem fær það strembna hlutverk að stýra páfakjörsfundi og takast á við allar þær uppákomur sem honum fylgja. Leikstjóri myndarinnar er Edward Berger og Peter Straughan skrifar handritið sem byggir á spennusögu eftir Robert Harris. Auk Fiennes eru í myndinni reyndir leikarar á borð við Stanley Tucci, John Lithgow og Isabellu Rossellini og hinir minna þekktu Carlos Diehz, Lucian Msamati og Sergio Castellito. Erlendis var Conclave sýnd í bíóhúsum síðasta haust en myndin kom ekki í íslensk bíóhús fyrr en í lok febrúar og var þá aðeins sýnd í stutta stund. Gagnrýnandi missti þess vegna af lestinni. En nú eftir andlát Frans páfa hafa Sambíóin tekið Conclave aftur til sýninga og munu sýna hana að minnsta kosti tíu sinnum á næstu vikum. Myndin kemur auk þess inn á Amazon Prime einhvern tímann á næstunni. Thomas Lawrence efast um ýmislegt en er líka bundinn skyldum sínum. Launfyndinn og snjall spennutryllir Út á við virðist Conclave grafalvarlegt drama, mynd um brúnaþunga kardínála sem ræða saman um framtíð kaþólsku kirkjunnar og guðfræði. Myndin naut í þokkabót mikilla vinsælda á verðlaunahátíðum, fékk þónokkur BAFTA-verðlaun og ein Óskarsverðlaun. Ég hafði því vissa fordóma fyrir myndinni, hugsaði að hér væri á ferðinni Óskarsbeita (e. Oscar bait) þ.e. mynd sem kemur út seint á árinu, rétt fyrir upphaf verðlaunahátíðavertíðar, tekst á við þung málefni og virðist fremur ætlað að njóta vinsælda hjá gagnrýnendum og akademíum en áhorfendum. Svo er alls ekki raunin. Conclave er í grunninn spennusaga, rétt eins og bókin sem myndin byggir á, en þar að auki er hún lúmskt fyndin á köflum, snjöll í byggingu og afar fagmannlega gerð, allt frá gullfallegri myndatökunni og frábærum leik yfir í geggjaða búninga og leikmynd. Kardínálar regnhlífum búnir feta sig eftir torginu. Conclave er fyrsta myndin á ensku sem Berger, svissnesk-austurrískur Þjóðverji, leikstýrir en hann vakti mikla athygli fyrir þriðju mynd sína, stríðsmyndina All Quiet on the Western Front sem kom út 2022. Berger virðist hafa skapað sér eigin stíl og verður gaman að sjá næstu mynd hans, The Ballad of a Small Player, sem Colin Farrell og Tilda Swinton leika í og á að koma út í ár. Peter Straughan er reyndur handritshöfundur sem hefur sérhæft sig í að aðlaga skáldsögur að stóra skjánum við misgóðar undirtektir, þar má nefna The Men Who Stare at Goats (2009), Tinker Tailor Soldier Spy (2011) og The Snowman (2017). Hefð sem nær aftur til 1492 Áður en kafað er í Conclave er rétt að skrifa aðeins um kjör páfans sem má hefjast að fjórtán dögum liðnum frá andláti sitjandi páfa. Um páfakjör gilda strangar, aldagamlar reglur og hefðir en á morgun, 7. maí, hefst einmitt eitt slíkt. Kardínálar kaþólsku kirkjunnar koma þá til Rómar hvaðanæva að úr heiminum og mynda sérstaka ráðsnefnd páfans. Í dag eru 252 kaþólskir kardínálar en af þeim geta 138 greitt atkvæði með næsta páfa vegna þess að kardínálar yfir áttræðu mega ekki greiða atkvæði. Á meðan páfakjör fer fram mega kardínálar ekki ræða við fjölmiðla eða nokkurn mann. Þegar umræður um kjörið hefjast eru þeir læstir inni í Sixtínsku kapellunni með lykli, cum clave á latínu, þaðan sem alþjóðlega hugtakið yfir páfakjörið, conclave, á sifjar sínar. Þar eru þeir í fullkominni einangrun þangað til nýr páfi er valinn. Mikil leynd hvílir yfir samkomunni, dyr Sixtínsku kapellunnar eru innsiglaðar og inngangsins gætt af öryggisvörðum. Þar fer fram atkvæðagreiðslan og í enda kapellunnar er lítill ofn þar sem atkvæðaseðlar eru brenndir að kosningum loknum. Eftir hverja ksoningu er atkvæðaseðlum safnað saman og þeir brenndir í ofni. Kosið er fjórum sinnum á dag, tvisvar árla dags og tvisvar síðdegis. Ef enginn fær tvo þriðju hluta atkvæða eru seðlarnir brenndir með litarefni. Reykurinn verður svartur og umheimurinn fær að vita að kjósa þurfi aftur. Þegar páfi er valinn eru atkvæðaseðlarnir brenndir með hvítu litarefni og þá sést að nýr páfi hefur verið valinn. Hvíta reyknum er fagnað gríðarlega á Péturstorgi og víða um heim. Djákni kardínálaráðsins stígur síðan út á svalir Péturskirkju að kosningunni lokinni og segir: „Annuntio vobis gaudium magnum: Habemus papam,“ eða á íslensku: „Ég færi ykkur gleðifréttir: Við höfum páfa.“ Hversu flókið getur eitt páfakjör verið? Conclave hefst á því að páfinn deyr og enski kardínálinn Lawrence (Fiennes) mætir á vettvang til að fylgjast með frágangi líksins sem, eins og allt í kaþólsku kirkjunni, lýtur ströngum hefðum. Fyrst þarf að fjarlægja fiskimannshringinn af fingri páfans. Hringurinn situr fastur svo það þarf að toga allharkalega í hann. Fyrsta merkið um að yfirvofandi páfaskipti muni ekki ganga smurt fyrir sig. Fiskimannshringurinn er vísun í Pétur postula sem var fiskimaður og fyrsti páfi kaþólsku kirkjunnar. Næst þarf Lawrence að kalla saman alla kardínála kirkjunnar fyrir yfirvofandi páfakjör. Lawrence er í erfiðri stöðu, hann þarf að tryggja að páfakjörið fari vel fram, passa upp á orðspor kirkjunnar en hefur líka sterka skoðun á því hver eigi að verða páfi. Rétt eins og nafni sinn, Tómas postuli, þá efast Lawrence, efast um sjálfan sig og trú sína á kaþólsku kirkjuna sem stofnun. Fiennes leikur afbragðsvel þennan mann sem er þjakaður af efa og ábyrgð. Kardínálarnir safnast í klíkur, ræða sína á milli og reykja. Spennan í Conclave er tvöföld. Annars vegar spennan yfir því hver verður páfi, líklegustu kandídatarnir eru fjórir: Aldo Bellini (Tucci), frjálslyndur Ítali; Joshua Adeyemi (Msamati), íhaldssamur Nígeri; Joseph Tremblay (Lithgow), hófstilltur Kanadamaður og Goffredo Tedesco (Castellitto), Ítali af eldgamla skólanum. Hins vegar spenna vegna þess að snemma kemur í ljós að það er maðkur í mysunni. Einn kardínálanna hefur hugsanlega gert eitthvað hræðilegt. Lawrence þarf því að bregða sér í hlutverk spæjara, yfirheyra fólk og leysa málið áður en nýr páfi nær kjöri. Adeyemi, Bellini, Tremblay og Tedesco þykja líklegastir. Ýmsar uppákomur flækja málið; mexíkóski erkibiskupinn af Kabúl, Vincent Benitez (Diehz), birtist rétt áður en kjörið hefst og hafði í leyni verið gerður kardináli „en pectore“ af síðasta páfa. Svo reynast fleiri en einn kardínáli geyma beinagrindur í skáp sínum og nunnan Agnes (Rosselini), bústýran yfir gististað kardínálanna, blandar sér í málin. Lawrence þarf að taka erfiðar ákvarðanir, velja á milli þess að íhlutast í kjörinu og leyfa því að gerast náttúrulega. Svo er ekki alltaf víst að gjörðir manns hafi tilætlaðar afleiðingar. Leikið með andstæður Eitt það besta við myndina er hvernig andstæður eru dregnar fram og leikið með þær. Fyrir það fyrsta er það fortíð gegn nútíð; kaþólska kirkjan gegn tækni og nútímagildum. Fyrir utan rökræður kardínálanna eru þessar andstæður sýndar á skondinn hátt þegar kardínálarnir hópa sig saman til að reykja í porti kapellunnar eða ferðast skrúðbúnir í smárútu um borgina. Kardínálar reykja eins og annað fólk. Franski myndatökumaðurinn Stéphane Fontaine fangar þessar andstæður snilldarlega og tekst að skapa málverk í næstum hverjum ramma. Frjálslyndi gegn íhaldssemi er annar átakapunktur og rétt eins og flestir aðrir hópar heims skiptast kardínálarnir í tvær fylkingar á þeim ási. Kaþólska kirkjan er ein íhaldssamasta stofnun jarðar en innan hennar er tekist á um hvort eigi að færa hana nær nútímanum eða hverfa aftur til fortíðar. Tedesco er ekki allra en hann er allavega ekki leiðinlegur. Einn skemmtilegasti karakter myndarinnar er hinn íhaldssami Tedesco sem vill endurvekja latínu og draga úr frjálslyndi kirkjunnar í garð annarra trúarbragða. Milli þess sem hann lýsir yfir ýmsum skoðunum sínum og potast í öðrum kardínálum sýgur hann rafrettu af áfergju. Loks er það hátíðleiki athafnarinnar gegn melódrama sögunnar. Hátíðleiki svífur yfir vötnum í öllum athöfnum og gjörðum kardínálanna. En um leið eru þeir óumflýjanlega kjánalegir með sína íburðarmiklu búninga og óþarflega flóknu athafnir. Kjörið minnir um leið á einfalda vinsældarkosningu í menntaskóla, kardínálarnir safnast í klíkur, það er slúðrað um hinn og þennan og lesið í allt sem er sagt og gert. Þessar andstæður er einn styrkur handritsins. Annað sem gerir handritið frábært er jafnvægið sem næst milli ólíkra hluta: samtalssena milli kardínála um kjörið, leynilegrar rannsóknar Lawrence, sjálfs kjörsins og ýmissa uppákoma. Um leið nær Berger að viðhalda spennu og raunsæislegum tóni gegnum myndina samhliða því að auka melódramað jafnt og þétt með hverri uppákomunni á fætur annarri. Myndin nær loks hámarki með kjöri nýs páfa en þar er ekki öll sagan sögð... Það mæðir mikið á Tómasi. Niðurstaða Conclave er þrusugóður pólitískur spennutryllir með þéttu handriti, sterkri leikstjórn og unaðslegri myndatöku. Helsti styrkur myndarinnar er að geta fetað fullkominn milliveg milli dramatískra samræðna, hasars og húmors. Hvað leikinn varðar er Fiennes fremstur meðal jafningja enda með safaríkustu rulluna en frammistöðurnar eru góðar hvert sem litið er. Hvort sem það er Lithgow í hlutverki hins hófstillta Tremblay, Castellitto sem hinn prakkaralegi Tedesco, Rossellini sem hin vandvirka Agnes. Myndin veitir innsýn inn í heim sem er vanalega hulinn venjulegu fólki, æðsta lag kaþólsku kirkjunnar. Við sjáum kardínálana kýta, slúðra og koma sér loks saman um nýjan leiðtoga. Kannski eru þeir ekki svo ólíkir okkur hinum. Ég get allavega ekki beðið eftir því að fylgjast með yfirvofandi páfakjöri.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Bíó og sjónvarp Páfagarður Andlát Frans páfa Tengdar fréttir Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Yfirvöld í Vatíkaninu hafa nú lokað Sixtínsku kapellunni, einum mest sótta ferðamannastað heims, til þess að efna til páfakjörs eftir fráfall Frans páfa á dögunum. 28. apríl 2025 06:58 Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Anora vinnur sem fatafella í Brooklyn við að skemmta körlum sjö kvöld í viku. Ungi rússneski auðkýfingurinn Ivan kemur á nektarbúlluna og heillast af Anoru. Öskubuska hittir prinsinn, þau gifta sig í Las Vegas og lifa hamingjusöm til æviloka. Eða hvað? 13. mars 2025 07:02 Bob og Robbie í bobba Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu. 10. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Yfirvöld í Vatíkaninu hafa nú lokað Sixtínsku kapellunni, einum mest sótta ferðamannastað heims, til þess að efna til páfakjörs eftir fráfall Frans páfa á dögunum. 28. apríl 2025 06:58
Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Anora vinnur sem fatafella í Brooklyn við að skemmta körlum sjö kvöld í viku. Ungi rússneski auðkýfingurinn Ivan kemur á nektarbúlluna og heillast af Anoru. Öskubuska hittir prinsinn, þau gifta sig í Las Vegas og lifa hamingjusöm til æviloka. Eða hvað? 13. mars 2025 07:02
Bob og Robbie í bobba Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu. 10. febrúar 2025 07:00
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp