Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 10:30 Michael Schumacher vann sjö heimsmeistaratitla í formúlu 1 á sínum tíma og var þá einn frægasti og vinsælasti íþróttamaður heims. Getty/ Andy Hone Nú hafa menn komist að því hvaða þrír einstaklingar utan fjölskyldu Michael Schumacher fái að hitta kappann eftir slysið örlagaríka. Michael Schumacher hefur ekki sést á almannafæri síðan að hann slasaðist illa á höfði í skíðaslysi í Ölpunum fyrir tólf árum síðan. Fjölskyldan passar vel upp á að ástand hans sé einkamál hennar. Corinna, eiginkona Michael Schumacher, sér um hann ásamt læknaliði á heimili þeirra við Genfarvatn í Sviss. Schumacher fékk mjög slæmt höfuðhögg þegar hann datt á stein á fullri ferð á skíðum. Honum var haldið sofandi í marga mánuði eftir slysið. Hann þurfti að gangast undir tvær aðgerðir. Það tókst að bjarga lífi hans en lítið er vitað um hvert ástand hans væri í raun og veru. Allt frá slysinu árið 2013 hefur verið mikill áhugi á því að komast að því hvert sér raunverulegt ástand hans en Corinnu og fjölskyldu hefur tekist að passa upp á sinn mann. Blaðamenn og aðrir í gróðavon hafa reynt ýmislegt til að komast yfir upplýsingar eða myndir. Það eru þó nokkrir sem fjölskyldan treystir og þeir hafa haldið trúnaði allan þennan tíma. The Telegraph hefur nú komist að því hvaða þrír einstaklingar utan fjölskyldunnar fái að heimsækja Michael Schumacher. Jean Todt, franskur framkvæmdastjóri í formúlunni, er sagður vera einn þeirra. Þeir unnu mikið saman þegar Schumacher gekk best hjá Ferrari. Ross Brawn, sem stýrði Ferrari liðinu til fimm heimsmeistaratitla frá 2000 til 2004 er sagður vera annar. Þriðji og síðasti maðurinn sem fær að heimsækja sjöfalda heimsmeistarann er Gerhard Berger, fyrrum ástralskur formúlu 1 ökumaður, sem fór frá því að vera keppinautur hans í að vera náinn fjölskylduvinur. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Michael Schumacher hefur ekki sést á almannafæri síðan að hann slasaðist illa á höfði í skíðaslysi í Ölpunum fyrir tólf árum síðan. Fjölskyldan passar vel upp á að ástand hans sé einkamál hennar. Corinna, eiginkona Michael Schumacher, sér um hann ásamt læknaliði á heimili þeirra við Genfarvatn í Sviss. Schumacher fékk mjög slæmt höfuðhögg þegar hann datt á stein á fullri ferð á skíðum. Honum var haldið sofandi í marga mánuði eftir slysið. Hann þurfti að gangast undir tvær aðgerðir. Það tókst að bjarga lífi hans en lítið er vitað um hvert ástand hans væri í raun og veru. Allt frá slysinu árið 2013 hefur verið mikill áhugi á því að komast að því hvert sér raunverulegt ástand hans en Corinnu og fjölskyldu hefur tekist að passa upp á sinn mann. Blaðamenn og aðrir í gróðavon hafa reynt ýmislegt til að komast yfir upplýsingar eða myndir. Það eru þó nokkrir sem fjölskyldan treystir og þeir hafa haldið trúnaði allan þennan tíma. The Telegraph hefur nú komist að því hvaða þrír einstaklingar utan fjölskyldunnar fái að heimsækja Michael Schumacher. Jean Todt, franskur framkvæmdastjóri í formúlunni, er sagður vera einn þeirra. Þeir unnu mikið saman þegar Schumacher gekk best hjá Ferrari. Ross Brawn, sem stýrði Ferrari liðinu til fimm heimsmeistaratitla frá 2000 til 2004 er sagður vera annar. Þriðji og síðasti maðurinn sem fær að heimsækja sjöfalda heimsmeistarann er Gerhard Berger, fyrrum ástralskur formúlu 1 ökumaður, sem fór frá því að vera keppinautur hans í að vera náinn fjölskylduvinur. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira