Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 20:02 Sara og Vikar á höfninn á Hjalteyri. Aðsend Næsta laugardag verður í fyrsta sinn haldin tónlistarhátíðin Kveldúlfur á Hjalteyri í Eyjafirði. Hátíðin er lítil í þetta fyrsta sinn og er nefnd eftir síldarverksmiðjunni á staðnum sem var rekin þar um árabil. Sara Bjarnason og Vikar Bjarnason, sauðfjárbóndi, skipuleggja hátíðina saman. Sara hefur komið að skipulagningu viðburða hjá Havarí en lærði skapandi greinar og hefur einnig unnið með Senu og Concept Events sem sameinaðist Senu 2023. „Þetta er svona fyrsta stóra sem ég geri sjálf. Vikar er líka listmálari og er frá Hjalteyri. Tengdafjölskyldan mín er líka tengd staðnum. Tengdamamma á litla verbúð þarna sem ég og maðurinn minn höfum sótt mikið í,“ segir Sara. Tónlistarmaðurinn Kött Grá Pjé kemur fram á hátíðinni. Aðsend Eiginmaður hennar er Atli Sigþórsson sem þekktur er undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé en hann kemur fram á hátíðinni ásamt Júníus Meyvant, Skúla Mennska, Lúpínu og Kötlu Vigdísi. Stutt frá Akureyri og Dalvík Tónleikarnir verða úti, í porti á milli Verksmiðjunnar listagallerís og Kraftlyftingafélags Akureyrar (KFA). Sara segir að á Hjalteyri sé ríkt listalíf og landfræðileg lega staðarins myndi kjöraðstæður fyrir svona hátíð. „Þetta er aðeins í kortersakstursfjarlægð frá Akureyri, bara eins og að fara frá Kópavogi til Reykjavíkur á tónleika. Það er svo fallegt bæjarstæðið. Hráa iðnaðarlúkkið í bland við náttúruna. Svo þegar tónlistin bætist við þá held ég að það sé góð uppskrift.“ „Mér fannst gaman að blanda saman einhverju ólíku.“ Gestir hátíðarinnar munu geta skellt sér í pottinn. Aðsend Auk þess að vera tónlistarhátíð verður á svæðinu matarmarkaður frá Austurland Food Coop, matarvagn, hægt verður að fá tattú og skoða listarými á svæðinu. Þá verður heiti potturinn á svæðinu einnig opinn en hann er við sjóinn og hægt að fara í klifur hjá KFA. „Listamenn sem eru með stúdíó á svæðinu ætla að opna inn til sín þannig fólk geti komið og séð. Vikar er með stúdíó til dæmis og Katla Karlsdóttir skartgripahönnuður. Bríet notar skartið hennar mikið,“ segir Sara og á þá við söngkonuna. Tattú og klifur Einnig verður hægt að fá tattú hjá flúraranum Gabbý. Sara segir að hjá henni verði tattú í boði sem búið er að teikna fyrir hátíð. Sara segir takmarkaðan miðafjölda í boði í fyrsta sinn en ef vel gangi geti vel verið að hátíðin stækki að ári. „Við viljum geta gert þetta almennilega og ekki missa tökin með massívum fjölda. Það er rosa stemning á Hjalteyri og hér fyrir norðan. Við gáfum Hjalteyringum miða af virðingu við nærsamfélagið. Ég er ekki þaðan og maður er alltaf meðvitaður um að maður sé að „troða“ einhverju upp á fólk. Það var mjög skýrt frá upphafi að þeim yrði boðið og það ætlar fólk á öllum aldri að láta sjá sig.“ Dagskráin hefst um klukkan 11 með matarmarkaði og bröns. Eftir það eru opnar smiðjur og tattú og svo hefjast tónleikarnir klukkan 20.30 og standa til 23.30. „Hjalteyri er auðvitað einstaklega myndarlegur staður og ég held þetta gæti orðið eitt fallegasta sumarkvöldið, þó ég segi sjálf frá.“ Hægt er að fylgjast með skipulagningu hér og kaupa miða á tix eða við hurð. Tónleikar á Íslandi Hörgársveit Tónlist Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Sara Bjarnason og Vikar Bjarnason, sauðfjárbóndi, skipuleggja hátíðina saman. Sara hefur komið að skipulagningu viðburða hjá Havarí en lærði skapandi greinar og hefur einnig unnið með Senu og Concept Events sem sameinaðist Senu 2023. „Þetta er svona fyrsta stóra sem ég geri sjálf. Vikar er líka listmálari og er frá Hjalteyri. Tengdafjölskyldan mín er líka tengd staðnum. Tengdamamma á litla verbúð þarna sem ég og maðurinn minn höfum sótt mikið í,“ segir Sara. Tónlistarmaðurinn Kött Grá Pjé kemur fram á hátíðinni. Aðsend Eiginmaður hennar er Atli Sigþórsson sem þekktur er undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé en hann kemur fram á hátíðinni ásamt Júníus Meyvant, Skúla Mennska, Lúpínu og Kötlu Vigdísi. Stutt frá Akureyri og Dalvík Tónleikarnir verða úti, í porti á milli Verksmiðjunnar listagallerís og Kraftlyftingafélags Akureyrar (KFA). Sara segir að á Hjalteyri sé ríkt listalíf og landfræðileg lega staðarins myndi kjöraðstæður fyrir svona hátíð. „Þetta er aðeins í kortersakstursfjarlægð frá Akureyri, bara eins og að fara frá Kópavogi til Reykjavíkur á tónleika. Það er svo fallegt bæjarstæðið. Hráa iðnaðarlúkkið í bland við náttúruna. Svo þegar tónlistin bætist við þá held ég að það sé góð uppskrift.“ „Mér fannst gaman að blanda saman einhverju ólíku.“ Gestir hátíðarinnar munu geta skellt sér í pottinn. Aðsend Auk þess að vera tónlistarhátíð verður á svæðinu matarmarkaður frá Austurland Food Coop, matarvagn, hægt verður að fá tattú og skoða listarými á svæðinu. Þá verður heiti potturinn á svæðinu einnig opinn en hann er við sjóinn og hægt að fara í klifur hjá KFA. „Listamenn sem eru með stúdíó á svæðinu ætla að opna inn til sín þannig fólk geti komið og séð. Vikar er með stúdíó til dæmis og Katla Karlsdóttir skartgripahönnuður. Bríet notar skartið hennar mikið,“ segir Sara og á þá við söngkonuna. Tattú og klifur Einnig verður hægt að fá tattú hjá flúraranum Gabbý. Sara segir að hjá henni verði tattú í boði sem búið er að teikna fyrir hátíð. Sara segir takmarkaðan miðafjölda í boði í fyrsta sinn en ef vel gangi geti vel verið að hátíðin stækki að ári. „Við viljum geta gert þetta almennilega og ekki missa tökin með massívum fjölda. Það er rosa stemning á Hjalteyri og hér fyrir norðan. Við gáfum Hjalteyringum miða af virðingu við nærsamfélagið. Ég er ekki þaðan og maður er alltaf meðvitaður um að maður sé að „troða“ einhverju upp á fólk. Það var mjög skýrt frá upphafi að þeim yrði boðið og það ætlar fólk á öllum aldri að láta sjá sig.“ Dagskráin hefst um klukkan 11 með matarmarkaði og bröns. Eftir það eru opnar smiðjur og tattú og svo hefjast tónleikarnir klukkan 20.30 og standa til 23.30. „Hjalteyri er auðvitað einstaklega myndarlegur staður og ég held þetta gæti orðið eitt fallegasta sumarkvöldið, þó ég segi sjálf frá.“ Hægt er að fylgjast með skipulagningu hér og kaupa miða á tix eða við hurð.
Tónleikar á Íslandi Hörgársveit Tónlist Mest lesið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira