50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. júlí 2025 07:02 Allt tal um gráa fiðringinn eða miðlífskrísu karlmanna er frekar neikvætt og jafnvel niðrandi. En kannski snýst stóra á skorunin einfaldlega um breytt viðhorf og síðustu árin hefur umræðan á Norðurlöndunum verið að þróast í þá áttina. Vísir/Getty Við erum flest með ákveðna ímynd af karlmönnum með gráa fiðringinn. Sjáum þá oft fyrir okkur rembast við að reyna að halda sér mjög ungæðislegum. Stunda jafnvel ræktina af offorsi eða byrja á nýrri hreyfingu og útivist; Með stæl. Sumir ganga skrefinu enn lengra; Kaupa sér sportbíl, mótorhjól eða taka einhverja aðra glænýja stefnu í kaupum og fjárfestingum. Svo ekki sé síðan talað um skilnaði eða framhjáhöld. Því eitt af því sem loðir líka við ímyndina um gráa fiðringinn eru þess lags sögur. En getur verið að viðhorfið okkar gagnvart gráa fiðringnum sé mögulega kolrangt? Og jafnvel óréttlátt? Því rýnum aðeins í málin. Það er margt erfitt og flókið sem getur fylgt þessu tímabili fyrir karlmenn. Til dæmis tilfinningar eins og leiði, einmanaleiki, efasemdir um sjálfan sig og kvíði. Eftirsjá er líka algeng líðan; Að sjá á eftir einhverju sem aldrei varð. Tilfinningar eins og að þeim vanti ákveðna lífsfyllingu. Líkamleg einkenni eru síðan sögð vera atriði eins og orkutrap, þyngdartap eða þyngdaraukning og minni kynhvöt. Sumir tala um að vilja einangra sig meira eða að þeir verði skapstyggari. Sem hvoru tveggja getur verið vísbending um hormónabreytingar. Einhverjir taka upp á því að skipta um starf og leitast við að komast í nýtt umhverfi vinnutengt. Sumsé; Þetta eru alls konar tilfinningar og með því að gúggla midlife crisis (í. miðlífskrísa) er hægt að finna endalausar upplýsingar til viðbótar um hversu flókinn tími þetta getur verið fyrir fólk; Því jú; Auðvitað getur svona tímabil líka reynt á hjónabandið. Og myndað togstreitu á milli para. En yfir í viðhorfið okkar: Almennt er tal um gráa fiðringinn nokkuð neikvætt og jafnvel niðrandi. Það sama á við orðið miðlífskrísa; orð sem er neikvætt í eðli sínu. Á Norðurlöndunum má hins vegar gæta umræðu sem mögulega er að kalla fram ákveðna viðhorfsbreytingu gagnvart þessu æviskeiði karla. Þannig að í staðinn fyrir að tala um þetta tímabil sem krísu, er útgangspunkturinn frekar sjálfsvinna og/eða þroskaferli. Greinin A man in Crisis or Crisis of Men? eftir hinn sænska Kristofer Hansson er til dæmis ágætis um umfjöllun þar sem ekki er verið að tala um þetta tímabil á niðrandi og neikvæðum nótum. Heldur miklu frekar út frá þeim útgangspunkti að karlmenn séu hvattir til sjálfsræktar og sjálfsvinnu. Að nýta þetta tímabil til valdeflingar. Fleiri fræðigreinar má finna á Norðurlöndunum sem tala í þessa átt. Sem er jákvætt því í stað þess að ræða um karlmenn með gráa fiðringinn eins og það sé eitthvað vesen eða neikvætt, eru karlmenn hvattir til að spyrja sig spurninga eins og Hver vil ég vera næsta 20 árin? Og hver 50+ hefur ekki gott af því að spyrja sig að þessu? Hjónabandið og togstreitan En þótt það gæti verið okkur hollt að horfa á þetta tímabil karlmanna öðruvísi og jákvæðari augum, er ekki þar með sagt að togstreita myndist ekki í hjónabandinu. Hér eru ýmsar leiðir færar og þá ekki síst að leita faglegrar aðstoðar. Sem í dag telst svo sannarlega ekkert feimnismál og getur meira að segja verið mjög skemmtilegt. Opin og heiðarleg samskipti skipta fyrst og fremst öllu máli. Þar sem væntingar, ánægja/óánægja, tilfinningar og langanir eru ræddar í þaula. Allar lífstílsbreytingar í þágu heilsunnar eru líka af hinu góða. Hvort sem um ræðir aukna hreyfingu, holllara matarræði eða betri svefn. Númer eitt, tvö og þrjú er að opna umræðuna. Það er ekkert meira feimnismál að ræða þessi mál frekar en breytingarskeið kvenna. Góðu ráðin 50+ Tengdar fréttir Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. 6. júlí 2025 08:01 50+: Þegar börnin búa enn heima hátt í þrítugt Flest okkar þekkjum til ungs fullorðins fólks sem velur að búa í foreldrahúsum til þess að leggja fyrir. Stundum fyrir sinni fyrstu eign, stundum fyrir ferðalögum um heiminn, stundum fyrir einhverju öðru; Ástæðurnar geta verið ýmsar. 23. júní 2025 07:01 50+: Að eiga draumalista getur komið okkur skemmtilega á óvart Það er gott fyrir alla að eiga draumalista, eða bucket-lista eins og við segjum það upp á enskuna. Að eiga draumalista eftir fimmtugt er jafnvel enn mikilvægara en nokkru sinni. 10. júní 2025 07:00 50+: Að festast ekki í leiðinlegri rútínu Við kunnum oft ekki við að segja það upphátt ef okkur leiðist í einkalífinu. Því þá finnst okkur við hljóma eins og það sé eitthvað svo alvarlegt að. 26. maí 2025 07:02 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Þú getur verið nístandi einmana heima hjá þér með fjölskyldu þinni eða í vinahóp ef það eru ekki traust og kærleiksrík tengsl,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi SHJ ráðgjafar. 18. maí 2025 08:00 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ 50+: Þegar börnin búa enn heima hátt í þrítugt Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Þroskaþjófur á skjánum: Krakkar jafnvel í vandræðum með að tala íslensku 50+: Að eiga draumalista getur komið okkur skemmtilega á óvart Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ Sjá meira
Sumir ganga skrefinu enn lengra; Kaupa sér sportbíl, mótorhjól eða taka einhverja aðra glænýja stefnu í kaupum og fjárfestingum. Svo ekki sé síðan talað um skilnaði eða framhjáhöld. Því eitt af því sem loðir líka við ímyndina um gráa fiðringinn eru þess lags sögur. En getur verið að viðhorfið okkar gagnvart gráa fiðringnum sé mögulega kolrangt? Og jafnvel óréttlátt? Því rýnum aðeins í málin. Það er margt erfitt og flókið sem getur fylgt þessu tímabili fyrir karlmenn. Til dæmis tilfinningar eins og leiði, einmanaleiki, efasemdir um sjálfan sig og kvíði. Eftirsjá er líka algeng líðan; Að sjá á eftir einhverju sem aldrei varð. Tilfinningar eins og að þeim vanti ákveðna lífsfyllingu. Líkamleg einkenni eru síðan sögð vera atriði eins og orkutrap, þyngdartap eða þyngdaraukning og minni kynhvöt. Sumir tala um að vilja einangra sig meira eða að þeir verði skapstyggari. Sem hvoru tveggja getur verið vísbending um hormónabreytingar. Einhverjir taka upp á því að skipta um starf og leitast við að komast í nýtt umhverfi vinnutengt. Sumsé; Þetta eru alls konar tilfinningar og með því að gúggla midlife crisis (í. miðlífskrísa) er hægt að finna endalausar upplýsingar til viðbótar um hversu flókinn tími þetta getur verið fyrir fólk; Því jú; Auðvitað getur svona tímabil líka reynt á hjónabandið. Og myndað togstreitu á milli para. En yfir í viðhorfið okkar: Almennt er tal um gráa fiðringinn nokkuð neikvætt og jafnvel niðrandi. Það sama á við orðið miðlífskrísa; orð sem er neikvætt í eðli sínu. Á Norðurlöndunum má hins vegar gæta umræðu sem mögulega er að kalla fram ákveðna viðhorfsbreytingu gagnvart þessu æviskeiði karla. Þannig að í staðinn fyrir að tala um þetta tímabil sem krísu, er útgangspunkturinn frekar sjálfsvinna og/eða þroskaferli. Greinin A man in Crisis or Crisis of Men? eftir hinn sænska Kristofer Hansson er til dæmis ágætis um umfjöllun þar sem ekki er verið að tala um þetta tímabil á niðrandi og neikvæðum nótum. Heldur miklu frekar út frá þeim útgangspunkti að karlmenn séu hvattir til sjálfsræktar og sjálfsvinnu. Að nýta þetta tímabil til valdeflingar. Fleiri fræðigreinar má finna á Norðurlöndunum sem tala í þessa átt. Sem er jákvætt því í stað þess að ræða um karlmenn með gráa fiðringinn eins og það sé eitthvað vesen eða neikvætt, eru karlmenn hvattir til að spyrja sig spurninga eins og Hver vil ég vera næsta 20 árin? Og hver 50+ hefur ekki gott af því að spyrja sig að þessu? Hjónabandið og togstreitan En þótt það gæti verið okkur hollt að horfa á þetta tímabil karlmanna öðruvísi og jákvæðari augum, er ekki þar með sagt að togstreita myndist ekki í hjónabandinu. Hér eru ýmsar leiðir færar og þá ekki síst að leita faglegrar aðstoðar. Sem í dag telst svo sannarlega ekkert feimnismál og getur meira að segja verið mjög skemmtilegt. Opin og heiðarleg samskipti skipta fyrst og fremst öllu máli. Þar sem væntingar, ánægja/óánægja, tilfinningar og langanir eru ræddar í þaula. Allar lífstílsbreytingar í þágu heilsunnar eru líka af hinu góða. Hvort sem um ræðir aukna hreyfingu, holllara matarræði eða betri svefn. Númer eitt, tvö og þrjú er að opna umræðuna. Það er ekkert meira feimnismál að ræða þessi mál frekar en breytingarskeið kvenna.
Góðu ráðin 50+ Tengdar fréttir Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. 6. júlí 2025 08:01 50+: Þegar börnin búa enn heima hátt í þrítugt Flest okkar þekkjum til ungs fullorðins fólks sem velur að búa í foreldrahúsum til þess að leggja fyrir. Stundum fyrir sinni fyrstu eign, stundum fyrir ferðalögum um heiminn, stundum fyrir einhverju öðru; Ástæðurnar geta verið ýmsar. 23. júní 2025 07:01 50+: Að eiga draumalista getur komið okkur skemmtilega á óvart Það er gott fyrir alla að eiga draumalista, eða bucket-lista eins og við segjum það upp á enskuna. Að eiga draumalista eftir fimmtugt er jafnvel enn mikilvægara en nokkru sinni. 10. júní 2025 07:00 50+: Að festast ekki í leiðinlegri rútínu Við kunnum oft ekki við að segja það upphátt ef okkur leiðist í einkalífinu. Því þá finnst okkur við hljóma eins og það sé eitthvað svo alvarlegt að. 26. maí 2025 07:02 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Þú getur verið nístandi einmana heima hjá þér með fjölskyldu þinni eða í vinahóp ef það eru ekki traust og kærleiksrík tengsl,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi SHJ ráðgjafar. 18. maí 2025 08:00 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ 50+: Þegar börnin búa enn heima hátt í þrítugt Öðruvísi líf: „Veistu Hrund, þú ert eiginlega eins og Forrest Gump“ Þroskaþjófur á skjánum: Krakkar jafnvel í vandræðum með að tala íslensku 50+: Að eiga draumalista getur komið okkur skemmtilega á óvart Dekurbossinn Hjalti: „Mömmur eru einfaldlega bestar og mín var ein sú allra besta“ Sjá meira
Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. 6. júlí 2025 08:01
50+: Þegar börnin búa enn heima hátt í þrítugt Flest okkar þekkjum til ungs fullorðins fólks sem velur að búa í foreldrahúsum til þess að leggja fyrir. Stundum fyrir sinni fyrstu eign, stundum fyrir ferðalögum um heiminn, stundum fyrir einhverju öðru; Ástæðurnar geta verið ýmsar. 23. júní 2025 07:01
50+: Að eiga draumalista getur komið okkur skemmtilega á óvart Það er gott fyrir alla að eiga draumalista, eða bucket-lista eins og við segjum það upp á enskuna. Að eiga draumalista eftir fimmtugt er jafnvel enn mikilvægara en nokkru sinni. 10. júní 2025 07:00
50+: Að festast ekki í leiðinlegri rútínu Við kunnum oft ekki við að segja það upphátt ef okkur leiðist í einkalífinu. Því þá finnst okkur við hljóma eins og það sé eitthvað svo alvarlegt að. 26. maí 2025 07:02
50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Þú getur verið nístandi einmana heima hjá þér með fjölskyldu þinni eða í vinahóp ef það eru ekki traust og kærleiksrík tengsl,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi SHJ ráðgjafar. 18. maí 2025 08:00