„Við viljum alls ekki fá of marga“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. júlí 2025 12:16 Margir tjalda á Borgarfirði eystra þegar þeir sækja Bræðsluna. Vísir/Kolbeinn Tumi Bræðslan fagnar 20 ára afmæli í dag en forvígismaður hátíðarinnar útilokar ekki tuttugu ár til viðbótar. Dagskráin sé veglegri í ár en vanalega og búið að ráða lúðrasveit og bæta við auka kvöldi vegna tilefnisins. Uppselt er á hátíðina og er biðlað til fólks að leggja ekki leið sína á hátíðarsvæðið án miða. Nóg er um að vera um allt land næstu daga enda fer ein stærsta ferðahelgi Íslendinga nú í hönd. Til að mynda má nefna Trilludaga á Siglufirði, Mærudagar á Húsavík og þá fagnar Bræðslan á Borgarfirði Eystra tuttugu ára afmæli með sérstakri hátíðardagskrá. Fagna í kvöld eins og hátíðin var í upphafi Heiðar Ásgeirsson, sem hefur stýrt Bræðslunni öll árin frá 2005 ásamt bróður sínum Magna Ásgeirssyni, segir að dagskráin verði sérstaklega vegleg vegna tilefnisins. „Það eru sérstakir afmælistónleikar í Bræðslunni í kvöld á föstudagskvöldi. Það er í fyrsta skipti sem við opnum hana á föstudagskvöldi. Venjulega höfum við bara verið þarna í eitt kvöld á laugardagskvöldi. Það er Emilíana Torrini sem verður með sérstaka afmælistónleika þar í kvöld og það var einmitt hún sem byrjaði þetta með okkur hérna árið 2005.“ Of snemmt sé til að segja til um hvort föstudagskvöldið sé komið til að vera. Dagskráin á morgun sé einnig sveipuð nostalgíu. „Á morgun erum við með ungt og efnilegt fólk eins og alltaf en við erum líka með á sviði svona fólk sem er búið að fylgja okkur svolítið í gegnum tíðina og koma nokkru sinnum. Þetta verður svolítið bland af afturhvarfi til fortíðar og svo einhverju nýju líka.“ Aldrei verið meiri eftirspurn Aldrei hefur skapast jafn mikil stemmning fyrir Bræðslunni og í ár að mati Heiðars. „Þessi fjörður, hér búa ekki nema 100 manns yfir árið. Við viljum alls ekki fá of marga gesti þó við viljum auðvitað taka á móti öllum. Það er algjörlega uppselt og eftirspurnin aldrei verið meiri en núna.“ Hann tekur fram að um stór tímamót sé að ræða og að þeir bræðurnir hafi aldrei búist við að þetta myndi ganga í tuttugu ár. „Á meðan þetta er gaman og gengur vel. Á meðan að samfélagið á Borgarfirði tekur þessu svona vel og á meðan að íbúarnir ná svona vel saman þá er engin ástæða önnur en að halda áfram.“ Tuttugu ár til viðbótar jafnvel? „Það er aldrei að vita. Aldrei að vita. Það er búið að halda þjóðhátíð í nokkuð mörg ár til dæmis.“ Bræðslan Múlaþing Tónleikar á Íslandi Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjá meira
Nóg er um að vera um allt land næstu daga enda fer ein stærsta ferðahelgi Íslendinga nú í hönd. Til að mynda má nefna Trilludaga á Siglufirði, Mærudagar á Húsavík og þá fagnar Bræðslan á Borgarfirði Eystra tuttugu ára afmæli með sérstakri hátíðardagskrá. Fagna í kvöld eins og hátíðin var í upphafi Heiðar Ásgeirsson, sem hefur stýrt Bræðslunni öll árin frá 2005 ásamt bróður sínum Magna Ásgeirssyni, segir að dagskráin verði sérstaklega vegleg vegna tilefnisins. „Það eru sérstakir afmælistónleikar í Bræðslunni í kvöld á föstudagskvöldi. Það er í fyrsta skipti sem við opnum hana á föstudagskvöldi. Venjulega höfum við bara verið þarna í eitt kvöld á laugardagskvöldi. Það er Emilíana Torrini sem verður með sérstaka afmælistónleika þar í kvöld og það var einmitt hún sem byrjaði þetta með okkur hérna árið 2005.“ Of snemmt sé til að segja til um hvort föstudagskvöldið sé komið til að vera. Dagskráin á morgun sé einnig sveipuð nostalgíu. „Á morgun erum við með ungt og efnilegt fólk eins og alltaf en við erum líka með á sviði svona fólk sem er búið að fylgja okkur svolítið í gegnum tíðina og koma nokkru sinnum. Þetta verður svolítið bland af afturhvarfi til fortíðar og svo einhverju nýju líka.“ Aldrei verið meiri eftirspurn Aldrei hefur skapast jafn mikil stemmning fyrir Bræðslunni og í ár að mati Heiðars. „Þessi fjörður, hér búa ekki nema 100 manns yfir árið. Við viljum alls ekki fá of marga gesti þó við viljum auðvitað taka á móti öllum. Það er algjörlega uppselt og eftirspurnin aldrei verið meiri en núna.“ Hann tekur fram að um stór tímamót sé að ræða og að þeir bræðurnir hafi aldrei búist við að þetta myndi ganga í tuttugu ár. „Á meðan þetta er gaman og gengur vel. Á meðan að samfélagið á Borgarfirði tekur þessu svona vel og á meðan að íbúarnir ná svona vel saman þá er engin ástæða önnur en að halda áfram.“ Tuttugu ár til viðbótar jafnvel? „Það er aldrei að vita. Aldrei að vita. Það er búið að halda þjóðhátíð í nokkuð mörg ár til dæmis.“
Bræðslan Múlaþing Tónleikar á Íslandi Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjá meira