Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2025 20:17 Ingibjörg Elva Sigurðardóttir (til vinstri) og Auður Friðgerður Thorlacius Halldórsdóttir, konurnar í Hjónabandinu en með þeim er Jens Sigurðsson. Jón Ólafsson var með þeim en hann er látinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hljómsveitin Hjónabandið í Fljótshlíð er vinsæl hljómsveit, sem hefur gert það gott síðustu ár, ekki síst á Kaffi Langbrók þar sem nokkrir meðlimir bandsins reka tjald- og hjólhýsasvæði. Alltaf haldin ein útimessa á staðnum á sumrin, en þriggja ára strákur stal senunni í messu á sunnudaginn. Á Kaffi Langbrók er rekið flott tjald, fellihýsa, hjólhýsa og húsbílasvæði, sem margir nýta sér og einhverjir eru með fast stæði þar yfir sumartímann. Á kvöldin er oft verið að spila á hljóðfæri og syngja en það eru þá undir forystu Hjónabandsins, hljómsveitar staðarins. Á hverju sumri eru líka haldnar útimessur, en um síðustu helgi var ein slík messa haldin þar sem prestur var séra Sigríður Kristín Helgadóttir. Hjónabandið sá að sjálfsögðu um tónlistina og eftir messuna var boðið upp á glæsilegt messukaffi. „Við notum bara eigin lög og svo einstaka lög, sem við elskum,“ segir Ingibjörg Elva Sigurðardóttir, sem er í Hjónabandinu. Og Auður Friðgerður, sem er einnig í bandinu bætir við. „Við byrjuðum einu sinni þrenn hjón og svo urðum við tvenn hjón og síðan eftir að Jón dó þá héldum við bara áfram þrjú. Við köllum okkur Hjónabandið en köllum til svona oft gestaspilara með okkur. Bæði eru það börnin okkar og vinir.“ Auður og Ingibjörg að syngja í messunni, Jens er á gítarnum fyrir aftan þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvers konar lög eru þið aðallega að spila? „Þetta er aðallega frumsamið og svo eru við með gamla slagara, sem allir kunna og geta sungið með. Á kvöldin tökum við svo fjöldasöngslög en okkar föstu gestir kunna lögin okkar og syngja með,“ segja þær stöllur. Fjölmargir gestir af tjaldsvæðinu mættu í messuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, það var þriggja ára strákur, sem kom í hljóðnemann í lok messunnar og stal senunni þegar hann söng, „Sól, sól skín á mig“. Strákurinn heitir Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, en Auður Friðgerður er amma hans. Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, þriggja ára fór í hljóðnemann strax eftir messuna og söng fyrir gesti við mikla kátínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðeins um Hjónabandið og sögu þess Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Krakkar Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Á Kaffi Langbrók er rekið flott tjald, fellihýsa, hjólhýsa og húsbílasvæði, sem margir nýta sér og einhverjir eru með fast stæði þar yfir sumartímann. Á kvöldin er oft verið að spila á hljóðfæri og syngja en það eru þá undir forystu Hjónabandsins, hljómsveitar staðarins. Á hverju sumri eru líka haldnar útimessur, en um síðustu helgi var ein slík messa haldin þar sem prestur var séra Sigríður Kristín Helgadóttir. Hjónabandið sá að sjálfsögðu um tónlistina og eftir messuna var boðið upp á glæsilegt messukaffi. „Við notum bara eigin lög og svo einstaka lög, sem við elskum,“ segir Ingibjörg Elva Sigurðardóttir, sem er í Hjónabandinu. Og Auður Friðgerður, sem er einnig í bandinu bætir við. „Við byrjuðum einu sinni þrenn hjón og svo urðum við tvenn hjón og síðan eftir að Jón dó þá héldum við bara áfram þrjú. Við köllum okkur Hjónabandið en köllum til svona oft gestaspilara með okkur. Bæði eru það börnin okkar og vinir.“ Auður og Ingibjörg að syngja í messunni, Jens er á gítarnum fyrir aftan þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvers konar lög eru þið aðallega að spila? „Þetta er aðallega frumsamið og svo eru við með gamla slagara, sem allir kunna og geta sungið með. Á kvöldin tökum við svo fjöldasöngslög en okkar föstu gestir kunna lögin okkar og syngja með,“ segja þær stöllur. Fjölmargir gestir af tjaldsvæðinu mættu í messuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hvað haldið þið, það var þriggja ára strákur, sem kom í hljóðnemann í lok messunnar og stal senunni þegar hann söng, „Sól, sól skín á mig“. Strákurinn heitir Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, en Auður Friðgerður er amma hans. Kristþór Rúnar Thorlacius Þórhallsson, þriggja ára fór í hljóðnemann strax eftir messuna og söng fyrir gesti við mikla kátínu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðeins um Hjónabandið og sögu þess
Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Krakkar Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira