Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Agnar Már Másson skrifar 3. ágúst 2025 21:09 Skoðanabræður árið 2019, um það leyti sem þættirnir hófu göngu sína. Instagram Hlaðvarpið Skoðanabræður sem bræðurnir Bergþór og Snorri Mássynir halda úti hefur hætt göngu sinni eftir sex ára útgáfu. „Takk fyrir okkur,“ skrifar Bergþór, eldri bróðirinn, í færslu á Instagram þar sem hann greinir frá því að síðasti þáttur Skoðanabræðra hafi farði í loftið nú á dögunum. Hann segir hlaðvarpsþættina hafa verð einstakt fyrirbæri sem hafi breytt lífum þeirra sem tóku þátt. Þættirnir hófu göngu sína árið 2019 og hafa 384 þættir verið gefnir út með reglulegu milli bili síðustu sex ár. Bergþór segir þættina hafa alls fleiri 1,1 milljón streymi á Spotify auk þess sem 1.650 séu í áskrift að hlaðvarpinu. View this post on Instagram A post shared by bergþór másson (@bm1995amorfati) Snorri hætti í raun í Skoðanabræðrum árið 2022 en hefur af og til mætt í þætti. Jóhanni Kristófer Stefánssyni, rappara og leikskáldi, hljóp í skarð Snorra tímabundið en að mestu leyti Bergþór haldið þáttunum úti einn síðustu þrjú árin. Samhliða því breyttist umfjöllunarefni þáttana og hverfa samtöl í þáttunum nú oft um rafmyntir og hið andlega, frekar en þjóðmálaumræðu. Þættir bræðranna og ummæli hafa oft ratað í fréttirnar. Nýlegt dæmi er þegar Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó mætti í þátt í apríl í fyrra og sagði að sér þætti að karlar ættu vera með peningaáhyggjur meðan konur gætu verið heima með börnin. „Nú verður fróðlegt að sjá hvaða höndum tíminn mun fara um þáttinn,“ skrifar Bergþór, „það kæmi mér ekki á óvart að fræðimenn muni horfa til baka og sjái cutting edge pælingar og tíðni langt á undan sinni samtíð.“ Snorri hefur verið þingmaður Miðflokksins síðan þing hófst í vetur en hann var áður blaðamaður á Mogganum og síðar á Stöð 2 og Vísi. Um tíma hélt hann úti eigin miðli sem nefndist Ritstjórinn. Hann hafði rekið miðilinn í rúmt ár þar til hann gekk í flokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugsonar í kosningunum síðasta haust. Hann birtir enn færslur og viðtöl inni á miðlinum af og til. Bergþór er umboðsmaður rapparans Birnis og rekur einnig vörumerkið Takk Takk, sem vakið hefur allnokkra athygli síðan það hóf starfsemi síðasta desember og þykir vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar. Eldri bróðirinn hefur einnig vakið nokkra athygli fjölmiðla fyrir ýmislegt annað, meðal annars þegar Bergþór seldi nýverið íbúð sína til að kaupa Bitcoin og í fyrra þegar hann borðaði nánast ekkert nema kjöt í nokkra mánuði. Hlaðvörp Tímamót Tengdar fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta. 12. júlí 2025 13:02 Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Slík ferð hefur verið á hinum 27 ára gamla Snorra Mássyni að ýmsum þykir nóg um. Hann hafði ungur (yngri) vakið nokkra athygli sem hlaðvarpsstjóri ásamt bróður sínum Bergþóri en þeir voru með hlaðvarpið Skoðanabræður. 18. desember 2024 08:00 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
„Takk fyrir okkur,“ skrifar Bergþór, eldri bróðirinn, í færslu á Instagram þar sem hann greinir frá því að síðasti þáttur Skoðanabræðra hafi farði í loftið nú á dögunum. Hann segir hlaðvarpsþættina hafa verð einstakt fyrirbæri sem hafi breytt lífum þeirra sem tóku þátt. Þættirnir hófu göngu sína árið 2019 og hafa 384 þættir verið gefnir út með reglulegu milli bili síðustu sex ár. Bergþór segir þættina hafa alls fleiri 1,1 milljón streymi á Spotify auk þess sem 1.650 séu í áskrift að hlaðvarpinu. View this post on Instagram A post shared by bergþór másson (@bm1995amorfati) Snorri hætti í raun í Skoðanabræðrum árið 2022 en hefur af og til mætt í þætti. Jóhanni Kristófer Stefánssyni, rappara og leikskáldi, hljóp í skarð Snorra tímabundið en að mestu leyti Bergþór haldið þáttunum úti einn síðustu þrjú árin. Samhliða því breyttist umfjöllunarefni þáttana og hverfa samtöl í þáttunum nú oft um rafmyntir og hið andlega, frekar en þjóðmálaumræðu. Þættir bræðranna og ummæli hafa oft ratað í fréttirnar. Nýlegt dæmi er þegar Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó mætti í þátt í apríl í fyrra og sagði að sér þætti að karlar ættu vera með peningaáhyggjur meðan konur gætu verið heima með börnin. „Nú verður fróðlegt að sjá hvaða höndum tíminn mun fara um þáttinn,“ skrifar Bergþór, „það kæmi mér ekki á óvart að fræðimenn muni horfa til baka og sjái cutting edge pælingar og tíðni langt á undan sinni samtíð.“ Snorri hefur verið þingmaður Miðflokksins síðan þing hófst í vetur en hann var áður blaðamaður á Mogganum og síðar á Stöð 2 og Vísi. Um tíma hélt hann úti eigin miðli sem nefndist Ritstjórinn. Hann hafði rekið miðilinn í rúmt ár þar til hann gekk í flokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugsonar í kosningunum síðasta haust. Hann birtir enn færslur og viðtöl inni á miðlinum af og til. Bergþór er umboðsmaður rapparans Birnis og rekur einnig vörumerkið Takk Takk, sem vakið hefur allnokkra athygli síðan það hóf starfsemi síðasta desember og þykir vinsælt meðal yngri kynslóðarinnar. Eldri bróðirinn hefur einnig vakið nokkra athygli fjölmiðla fyrir ýmislegt annað, meðal annars þegar Bergþór seldi nýverið íbúð sína til að kaupa Bitcoin og í fyrra þegar hann borðaði nánast ekkert nema kjöt í nokkra mánuði.
Hlaðvörp Tímamót Tengdar fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta. 12. júlí 2025 13:02 Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Slík ferð hefur verið á hinum 27 ára gamla Snorra Mássyni að ýmsum þykir nóg um. Hann hafði ungur (yngri) vakið nokkra athygli sem hlaðvarpsstjóri ásamt bróður sínum Bergþóri en þeir voru með hlaðvarpið Skoðanabræður. 18. desember 2024 08:00 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Bergþór Másson, athafnamaður, hlaðvarpsstjórnandi, lífskúnster og umboðsmaður hefur selt íbúð sína og tekið ákvörðun um að leigja í staðinn. Hann telur að peningum sínum sé betur borgið í öðrum fjárfestingarkostum en fasteignum, og hefur hann meðal annars verið ötull talsmaður rafmynta. 12. júlí 2025 13:02
Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Slík ferð hefur verið á hinum 27 ára gamla Snorra Mássyni að ýmsum þykir nóg um. Hann hafði ungur (yngri) vakið nokkra athygli sem hlaðvarpsstjóri ásamt bróður sínum Bergþóri en þeir voru með hlaðvarpið Skoðanabræður. 18. desember 2024 08:00