Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. ágúst 2025 12:35 Eiríkur Finnsson ljóstraði upp um leyndardóma íslensku pítusósunnar í Bítinu. Guðfaðir íslensku pítusósunnar vildi upphaflega búa til sósu sem læki ekki of mikið og innihéldi minni hvítlauk en tzatziki-sósa. Fyrir stofnun Pítunnar þurfti að finna bakara sem gæti bakað pítubrauð og koma nafninu í gegnum Íslenska málnefnd. Eiríkur Finnsson, eigandi E. Finnsson og guðfaðir pítusósunnar, var á línunni frá Spáni í Bítinu á Bylgjunni og fræddi hlustendur um sögu pítusósunnar. „Pítusósan fæddist í Asparfellinu í Breiðholti, það kemur allt gott úr Breiðholti,“ segir Eiríkur sem segir hugmyndina þó hafa kviknað þegar hann heimsótti pítustað á ferðalagi í Danmörku. „Þá sá ég möguleika með pítubrauð og þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá annað en þetta kebab. Þeir buðu upp á pítu með lambakótilettum, sem voru grilllaðar og hafðar sér, og svo bara grænmetispítu,“ segir hann. „Sósan var þessi hefðbundna sem þau eru með, jógúrt, böns af hvítlauk og smá saxaðar gúrkur. Á þessum tíma þegar ég byrja með Pítuna '82 var hvítlaukur ekki vinsæll á Íslandi.“ Fengu nafnið í gegn þó „píta væri ekki íslenska“ Eiríkur ákvað því að reyna að hefja eigin pítustað. Á þessum tíma voru ekki til pítubrauð og leitaði hann því til bakara fyrir pítubaksturinn en hann gekk afar brösuglega í byrjun. Ekki nóg með það heldur fór Háskólinn að vasast í stofnun staðarins. „Þegar við ætluðum að skrá fyrirtækið fengum við það ekki svo auðveldlega í gegn því það var einhver nefnd í Háskólanum og þetta þurfti að fara í gegnum hana og við mættum þarna á fund,“ segir Eiríkur. Hvað var verið að tala um í nefndinni, nafnið á staðnum? „Píta væri ekki íslenska,“ segir Eiríkur. „Það kom nú upp úr einum á þessum fundi, því þetta var svona brauð sem er hægt að opna: ,Er ekki hægt að kalla þetta vasabrauð?“ og þá sagði ég við manninn: ,Bíddu þá halda allir að ég sé að selja hérna sænskt hrökkbrauð frá Vasa.',“ segir Eiríkur. „En við fengum þetta í gegn, þetta varð nýyrði og varð að vera með í-i en ekki i-i,“ segir hann. „Einfaldleikinn er alltaf bestur“ „Þá var að fara að búa til einhverja sósu sem væri ekki með öllum þessum hvítlauk og læki ekki svona niður um allt. Þannig þetta var bara í eldhúsinu heima í Asparfelli,“ segir Eiríkur. „Einfaldleikinn er alltaf bestur. Þess vegna var svo gaman þegar fólk sagði: ,Ertu með þetta krydd og þetta krydd?' En þetta var bara ein tilbúin kryddblanda: mayoran, majónes og sýrður rjómi,“ segir hann. „Pítusósan í dag er ekkert eins og hún var, það er komin ný kynslóð sem veit ekkert hvernig hún var en samt er hún ennþá svona vinsæl,“ bætir hann við. Upphaflega bragðið, heldurðu að það myndi ekki falla í kramið í dag? „Jú jú jú, örugglega. Það voru rosaleg skrif á netinu, sem þið getið flett upp, eftir að ég seldi og þeir sem keyptu fóru að breyta. Það voru heitar umræður um að hún væri ekki eins og hún var,“ segir Eiríkur. Fólk nái ekki að endurgera pítusósuna heima því það flæki málið um of. Sjálfur segist Eiríkur búa yfir kryddbanka sem geri honum kleift að smakka hluti í heilanum áður en hann býr þá til. Bítið Sósur Matur Neytendur Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Eiríkur Finnsson, eigandi E. Finnsson og guðfaðir pítusósunnar, var á línunni frá Spáni í Bítinu á Bylgjunni og fræddi hlustendur um sögu pítusósunnar. „Pítusósan fæddist í Asparfellinu í Breiðholti, það kemur allt gott úr Breiðholti,“ segir Eiríkur sem segir hugmyndina þó hafa kviknað þegar hann heimsótti pítustað á ferðalagi í Danmörku. „Þá sá ég möguleika með pítubrauð og þetta var í fyrsta skiptið sem ég sá annað en þetta kebab. Þeir buðu upp á pítu með lambakótilettum, sem voru grilllaðar og hafðar sér, og svo bara grænmetispítu,“ segir hann. „Sósan var þessi hefðbundna sem þau eru með, jógúrt, böns af hvítlauk og smá saxaðar gúrkur. Á þessum tíma þegar ég byrja með Pítuna '82 var hvítlaukur ekki vinsæll á Íslandi.“ Fengu nafnið í gegn þó „píta væri ekki íslenska“ Eiríkur ákvað því að reyna að hefja eigin pítustað. Á þessum tíma voru ekki til pítubrauð og leitaði hann því til bakara fyrir pítubaksturinn en hann gekk afar brösuglega í byrjun. Ekki nóg með það heldur fór Háskólinn að vasast í stofnun staðarins. „Þegar við ætluðum að skrá fyrirtækið fengum við það ekki svo auðveldlega í gegn því það var einhver nefnd í Háskólanum og þetta þurfti að fara í gegnum hana og við mættum þarna á fund,“ segir Eiríkur. Hvað var verið að tala um í nefndinni, nafnið á staðnum? „Píta væri ekki íslenska,“ segir Eiríkur. „Það kom nú upp úr einum á þessum fundi, því þetta var svona brauð sem er hægt að opna: ,Er ekki hægt að kalla þetta vasabrauð?“ og þá sagði ég við manninn: ,Bíddu þá halda allir að ég sé að selja hérna sænskt hrökkbrauð frá Vasa.',“ segir Eiríkur. „En við fengum þetta í gegn, þetta varð nýyrði og varð að vera með í-i en ekki i-i,“ segir hann. „Einfaldleikinn er alltaf bestur“ „Þá var að fara að búa til einhverja sósu sem væri ekki með öllum þessum hvítlauk og læki ekki svona niður um allt. Þannig þetta var bara í eldhúsinu heima í Asparfelli,“ segir Eiríkur. „Einfaldleikinn er alltaf bestur. Þess vegna var svo gaman þegar fólk sagði: ,Ertu með þetta krydd og þetta krydd?' En þetta var bara ein tilbúin kryddblanda: mayoran, majónes og sýrður rjómi,“ segir hann. „Pítusósan í dag er ekkert eins og hún var, það er komin ný kynslóð sem veit ekkert hvernig hún var en samt er hún ennþá svona vinsæl,“ bætir hann við. Upphaflega bragðið, heldurðu að það myndi ekki falla í kramið í dag? „Jú jú jú, örugglega. Það voru rosaleg skrif á netinu, sem þið getið flett upp, eftir að ég seldi og þeir sem keyptu fóru að breyta. Það voru heitar umræður um að hún væri ekki eins og hún var,“ segir Eiríkur. Fólk nái ekki að endurgera pítusósuna heima því það flæki málið um of. Sjálfur segist Eiríkur búa yfir kryddbanka sem geri honum kleift að smakka hluti í heilanum áður en hann býr þá til.
Bítið Sósur Matur Neytendur Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira