Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. ágúst 2025 12:21 Gunnar Ármannsson lögmaður spjallaði við Sindra um áskoranirnar sem hafa mætt honum á lífsleiðinni. Vísir Hann er með sex sjúkdóma, mögulega fleiri. Hugsaði fyrst: „Af hverju ég?“. Hann vill hjálpa öðrum og hvetur fólk til að vera í formi, líkaminn verði að vera í formi til að geta tæklað árásir. Sindri Sindrason hitti Gunnar Ármannsson í Íslandi í dag. Óhætt er að segja að lífið hafi boðið honum upp á alls konar áskoranir, sem gerðu það þó að verkum að hann ætlar að nýta tímann vel og er þakklátur. Gunnar segir frá erfiðleikum í tengslum við barneignir með eiginkonu sinni heitinni, þó nokkrar tæknifrjóvganir hafi ekki borið árangur. Árið 2013 greindist hún síðan með leghálskrabbamein, sem þeim hjónum var sagt að væri langt gengið. „Það væru fimmtíu prósent líkur á því að hún myndi lifa eða ekki lifa. En á þeim tíma fannst okkur það vera ansi góðar líkur af því að ég var búinn að ganga í gegn um svipaða reynslu og hafði gengið vel.“ Hún fór í meðferð og allt virtist ganga vel í byrjun, en innan við ár leið frá því að hún fékk greiningu þar til hún var látin. Gunnar þekkir það sjálfur að greinast með krabbamein. Það hafði gerst nokkrum árum áður, þegar hann greindist með blóðkrabbamein 38 ára gamall. „Upplifað það að ég ætti kannski mjög stutt eftir og þeir sem fylgdust með okkur höfðu kannski áhyggjur af því. En allt í einu er hún dáin en ég sat eftir lifandi,“ segir Gunnar. Mein Gunnars er ólæknandi en það er hægt að halda því niðri. Það er þó ekki eina áskorunin sem Gunnar hefur þurft að kljást við. „Ég hef stundum gert grín að því að þegar ég var yngri þá safnaði ég frímerkjum. Svo hætti ég að nenna því og núna safna ég sjúkdómum. Þetta er áhugavert áhugamál.“ Þakklátur lífsreynslunni Hann segist með sex eða sjö króníska sjúkdóma, sem hann síðan telur upp. „Þetta byrjar með þessum blóðkrabba. Upp úr því fæ ég gáttatif,“ segir Gunnar, sem telur það afleiðingu krabbameinsins þó gáttatif gangi vissulega í ættir hjá honum. Þá hafi hann fengið tvo liðasjúkdóma, bæði í lófa og iljar. „Síðan gerist það að ég fæ þrengingarverk í vélinda og á erfitt með að kyngja. Það endaði með því að ég fór í uppskurð út af því.“ Ofan á allt saman greindist hann með kæfisvefn fyrir tveimur árum. Á býsna háu stigi að sögn Gunnars. „Svo ofan á þetta er ég með bæt ónæmiskerfi sem er svo sem afleiðing af blóðsjúkdómnum.“ Þrátt fyrir allt er Gunnar í fullu fjöri. Vinnur, stundar íþróttir og lifir lífinu til fulls. Á konu og samsetta fjölskyldu. Þá er barnabarn á leiðinni. Gunnar er mikill hlaupari og hefur tekið þátt í hlaupum víða um heim. „Ég hugsa um það hvað ég er heppinn. Ég hugsa stundum um það hvað ég var heppinn að fá þessa sjúkdóma. Því þetta er ákveðin lífsreynsla sem maður gengur í gegn um og er bara partur af sjálfum manni.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Gunnar Ármannsson í Íslandi í dag. Óhætt er að segja að lífið hafi boðið honum upp á alls konar áskoranir, sem gerðu það þó að verkum að hann ætlar að nýta tímann vel og er þakklátur. Gunnar segir frá erfiðleikum í tengslum við barneignir með eiginkonu sinni heitinni, þó nokkrar tæknifrjóvganir hafi ekki borið árangur. Árið 2013 greindist hún síðan með leghálskrabbamein, sem þeim hjónum var sagt að væri langt gengið. „Það væru fimmtíu prósent líkur á því að hún myndi lifa eða ekki lifa. En á þeim tíma fannst okkur það vera ansi góðar líkur af því að ég var búinn að ganga í gegn um svipaða reynslu og hafði gengið vel.“ Hún fór í meðferð og allt virtist ganga vel í byrjun, en innan við ár leið frá því að hún fékk greiningu þar til hún var látin. Gunnar þekkir það sjálfur að greinast með krabbamein. Það hafði gerst nokkrum árum áður, þegar hann greindist með blóðkrabbamein 38 ára gamall. „Upplifað það að ég ætti kannski mjög stutt eftir og þeir sem fylgdust með okkur höfðu kannski áhyggjur af því. En allt í einu er hún dáin en ég sat eftir lifandi,“ segir Gunnar. Mein Gunnars er ólæknandi en það er hægt að halda því niðri. Það er þó ekki eina áskorunin sem Gunnar hefur þurft að kljást við. „Ég hef stundum gert grín að því að þegar ég var yngri þá safnaði ég frímerkjum. Svo hætti ég að nenna því og núna safna ég sjúkdómum. Þetta er áhugavert áhugamál.“ Þakklátur lífsreynslunni Hann segist með sex eða sjö króníska sjúkdóma, sem hann síðan telur upp. „Þetta byrjar með þessum blóðkrabba. Upp úr því fæ ég gáttatif,“ segir Gunnar, sem telur það afleiðingu krabbameinsins þó gáttatif gangi vissulega í ættir hjá honum. Þá hafi hann fengið tvo liðasjúkdóma, bæði í lófa og iljar. „Síðan gerist það að ég fæ þrengingarverk í vélinda og á erfitt með að kyngja. Það endaði með því að ég fór í uppskurð út af því.“ Ofan á allt saman greindist hann með kæfisvefn fyrir tveimur árum. Á býsna háu stigi að sögn Gunnars. „Svo ofan á þetta er ég með bæt ónæmiskerfi sem er svo sem afleiðing af blóðsjúkdómnum.“ Þrátt fyrir allt er Gunnar í fullu fjöri. Vinnur, stundar íþróttir og lifir lífinu til fulls. Á konu og samsetta fjölskyldu. Þá er barnabarn á leiðinni. Gunnar er mikill hlaupari og hefur tekið þátt í hlaupum víða um heim. „Ég hugsa um það hvað ég er heppinn. Ég hugsa stundum um það hvað ég var heppinn að fá þessa sjúkdóma. Því þetta er ákveðin lífsreynsla sem maður gengur í gegn um og er bara partur af sjálfum manni.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein