Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. ágúst 2025 12:21 Gunnar Ármannsson lögmaður spjallaði við Sindra um áskoranirnar sem hafa mætt honum á lífsleiðinni. Vísir Hann er með sex sjúkdóma, mögulega fleiri. Hugsaði fyrst: „Af hverju ég?“. Hann vill hjálpa öðrum og hvetur fólk til að vera í formi, líkaminn verði að vera í formi til að geta tæklað árásir. Sindri Sindrason hitti Gunnar Ármannsson í Íslandi í dag. Óhætt er að segja að lífið hafi boðið honum upp á alls konar áskoranir, sem gerðu það þó að verkum að hann ætlar að nýta tímann vel og er þakklátur. Gunnar segir frá erfiðleikum í tengslum við barneignir með eiginkonu sinni heitinni, þó nokkrar tæknifrjóvganir hafi ekki borið árangur. Árið 2013 greindist hún síðan með leghálskrabbamein, sem þeim hjónum var sagt að væri langt gengið. „Það væru fimmtíu prósent líkur á því að hún myndi lifa eða ekki lifa. En á þeim tíma fannst okkur það vera ansi góðar líkur af því að ég var búinn að ganga í gegn um svipaða reynslu og hafði gengið vel.“ Hún fór í meðferð og allt virtist ganga vel í byrjun, en innan við ár leið frá því að hún fékk greiningu þar til hún var látin. Gunnar þekkir það sjálfur að greinast með krabbamein. Það hafði gerst nokkrum árum áður, þegar hann greindist með blóðkrabbamein 38 ára gamall. „Upplifað það að ég ætti kannski mjög stutt eftir og þeir sem fylgdust með okkur höfðu kannski áhyggjur af því. En allt í einu er hún dáin en ég sat eftir lifandi,“ segir Gunnar. Mein Gunnars er ólæknandi en það er hægt að halda því niðri. Það er þó ekki eina áskorunin sem Gunnar hefur þurft að kljást við. „Ég hef stundum gert grín að því að þegar ég var yngri þá safnaði ég frímerkjum. Svo hætti ég að nenna því og núna safna ég sjúkdómum. Þetta er áhugavert áhugamál.“ Þakklátur lífsreynslunni Hann segist með sex eða sjö króníska sjúkdóma, sem hann síðan telur upp. „Þetta byrjar með þessum blóðkrabba. Upp úr því fæ ég gáttatif,“ segir Gunnar, sem telur það afleiðingu krabbameinsins þó gáttatif gangi vissulega í ættir hjá honum. Þá hafi hann fengið tvo liðasjúkdóma, bæði í lófa og iljar. „Síðan gerist það að ég fæ þrengingarverk í vélinda og á erfitt með að kyngja. Það endaði með því að ég fór í uppskurð út af því.“ Ofan á allt saman greindist hann með kæfisvefn fyrir tveimur árum. Á býsna háu stigi að sögn Gunnars. „Svo ofan á þetta er ég með bæt ónæmiskerfi sem er svo sem afleiðing af blóðsjúkdómnum.“ Þrátt fyrir allt er Gunnar í fullu fjöri. Vinnur, stundar íþróttir og lifir lífinu til fulls. Á konu og samsetta fjölskyldu. Þá er barnabarn á leiðinni. Gunnar er mikill hlaupari og hefur tekið þátt í hlaupum víða um heim. „Ég hugsa um það hvað ég er heppinn. Ég hugsa stundum um það hvað ég var heppinn að fá þessa sjúkdóma. Því þetta er ákveðin lífsreynsla sem maður gengur í gegn um og er bara partur af sjálfum manni.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni. Ísland í dag Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Fleiri fréttir Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Sjá meira
Sindri Sindrason hitti Gunnar Ármannsson í Íslandi í dag. Óhætt er að segja að lífið hafi boðið honum upp á alls konar áskoranir, sem gerðu það þó að verkum að hann ætlar að nýta tímann vel og er þakklátur. Gunnar segir frá erfiðleikum í tengslum við barneignir með eiginkonu sinni heitinni, þó nokkrar tæknifrjóvganir hafi ekki borið árangur. Árið 2013 greindist hún síðan með leghálskrabbamein, sem þeim hjónum var sagt að væri langt gengið. „Það væru fimmtíu prósent líkur á því að hún myndi lifa eða ekki lifa. En á þeim tíma fannst okkur það vera ansi góðar líkur af því að ég var búinn að ganga í gegn um svipaða reynslu og hafði gengið vel.“ Hún fór í meðferð og allt virtist ganga vel í byrjun, en innan við ár leið frá því að hún fékk greiningu þar til hún var látin. Gunnar þekkir það sjálfur að greinast með krabbamein. Það hafði gerst nokkrum árum áður, þegar hann greindist með blóðkrabbamein 38 ára gamall. „Upplifað það að ég ætti kannski mjög stutt eftir og þeir sem fylgdust með okkur höfðu kannski áhyggjur af því. En allt í einu er hún dáin en ég sat eftir lifandi,“ segir Gunnar. Mein Gunnars er ólæknandi en það er hægt að halda því niðri. Það er þó ekki eina áskorunin sem Gunnar hefur þurft að kljást við. „Ég hef stundum gert grín að því að þegar ég var yngri þá safnaði ég frímerkjum. Svo hætti ég að nenna því og núna safna ég sjúkdómum. Þetta er áhugavert áhugamál.“ Þakklátur lífsreynslunni Hann segist með sex eða sjö króníska sjúkdóma, sem hann síðan telur upp. „Þetta byrjar með þessum blóðkrabba. Upp úr því fæ ég gáttatif,“ segir Gunnar, sem telur það afleiðingu krabbameinsins þó gáttatif gangi vissulega í ættir hjá honum. Þá hafi hann fengið tvo liðasjúkdóma, bæði í lófa og iljar. „Síðan gerist það að ég fæ þrengingarverk í vélinda og á erfitt með að kyngja. Það endaði með því að ég fór í uppskurð út af því.“ Ofan á allt saman greindist hann með kæfisvefn fyrir tveimur árum. Á býsna háu stigi að sögn Gunnars. „Svo ofan á þetta er ég með bæt ónæmiskerfi sem er svo sem afleiðing af blóðsjúkdómnum.“ Þrátt fyrir allt er Gunnar í fullu fjöri. Vinnur, stundar íþróttir og lifir lífinu til fulls. Á konu og samsetta fjölskyldu. Þá er barnabarn á leiðinni. Gunnar er mikill hlaupari og hefur tekið þátt í hlaupum víða um heim. „Ég hugsa um það hvað ég er heppinn. Ég hugsa stundum um það hvað ég var heppinn að fá þessa sjúkdóma. Því þetta er ákveðin lífsreynsla sem maður gengur í gegn um og er bara partur af sjálfum manni.“ Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum ofar í fréttinni.
Ísland í dag Ástin og lífið Heilbrigðismál Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Fleiri fréttir Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Sjá meira