50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 07:01 Það er ekki bara húðin sem breytist með aldrinum, hárið er oft fyrsta vísbendingin líka um að við séum að verða eldri. Grá hár í dag þykja þó oft töff og það sama á við um karla með skalla. Að hræðast það að eldast útlitslega er hins vegar staðreynd og nokkuð sem margir glíma við. Vísir/Getty Sitt sýnist hverjum um hvað fagurt er og með sanni má segja í dag að viðmiðin geta verið harla ólík. Ekki síst þegar kemur að því hvernig fólk eldist. Þar sem sumum finnst eftirsóknarvert að eldast náttúrulega á meðan aðrir velja ýmsar fegrunaraðgerðir og fleiri leiðir til að viðhalda unglegu útliti sem lengst. Á vefsíðunni VeryWellMind segir að það sé í raun eðlilegt að fólk upplifi einhverja hræðslu við að eldast útlitslega. Hið slæma er ef sú hræðsla verður það yfirgnæfandi að fólk fer að upplifa viðvarandi óánægju með sjálft sig og hálfgerða þráhyggju. Góðu ráðin gegn þessum ótta leyna hins vegar á sér. Því fæst koma þau útliti nokkuð við. Hér eru nokkur góð ráð sem sögð eru geta hjálpað. Að rækta góð sambönd Að leggja okkur fram við að rækta góð sambönd gerir okkur ótrúlega gott. Þetta eru þá samböndin við vini og vandamenn sem okkur finnst gefandi; Næra okkur frekar en að taka frá okkur orku. Ástæðan fyrir því að það að rækta góðu samböndin okkar er sagt hjálpa okkur við að draga úr hræðslu við að eldast útlitslega, er einfaldlega sú staðreynd að góð sambönd gera okkur gott og hafa alltaf jákvæð áhrif á okkar andlegu líðan. Veldu áhrifavaldana þína Áhrifavaldar geta verið af öllum toga og í þessum lið er mælt með því að við séum duglegri við að velja okkur áhrifavalda; Þekkta sem óþekkta. Það sem þetta þýðir er að á samfélagsmiðlum hættum við að fylgjast með fólki sem okkur finnst frekar kynda undir óánægju eða hræðslu við okkar eigið útlit. En veljum þess í stað fólk og hópa sem hafa jákvæð áhrif á okkur. Á samfélagsmiðlum er meira að segja hægt að finna fjöldann allan af erlendum hópum sem fyrst og fremst birta myndir og góð ráð um það, hvernig við getum verið ánægð og þakklát fyrir það að eldast náttúrulega frekar en að líða illa eða vera hrædd við það. Okkar ábyrgð og vísindin Við erum síðan öll í ábyrgð fyrir okkur sjálfum, þannig að ef við hræðumst það að eldast útlitslega þurfum við líka að velta fyrir okkur hvað við mögulega gerum sem er að hafa vond áhrif á húð og heilsu og hvað er gott. Hér eru auðvitað lykilatriðin sem við þekkjum öll; Svefn, vatn, hreyfing og gott matarræði. Og það er vel hægt að stefna að góðum venjum eða betri venjum í þessum flokkum, án þess að umturna lífinu okkar. Viljinn til að læra og eflast Loks er það viljinn og löngunin okkar til að halda áfram að þróast. Sem þýðir í raun vilja til að halda áfram að læra eitthvað nýtt og vera sífellt að efla okkur. Þetta getum við gert óháð því hver árafjöldinn er en það að vera dugleg að læra eitthvað nýtt, gera eitthvað nýtt og þróast þannig að þroskast áfram, gefur okkur ákveðinn tilgang sem aftur eflir okkar andlegu heilsu. 50+ Hár og förðun Ástin og lífið Tengdar fréttir 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Við erum flest með ákveðna ímynd af karlmönnum með gráa fiðringinn. Sjáum þá oft fyrir okkur rembast við að reyna að halda sér mjög ungæðislegum. Stunda jafnvel ræktina af offorsi eða byrja á nýrri hreyfingu og útivist; Með stæl. 18. júlí 2025 07:02 Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. 6. júlí 2025 08:01 50+: Að eiga draumalista getur komið okkur skemmtilega á óvart Það er gott fyrir alla að eiga draumalista, eða bucket-lista eins og við segjum það upp á enskuna. Að eiga draumalista eftir fimmtugt er jafnvel enn mikilvægara en nokkru sinni. 10. júní 2025 07:00 50+: Að festast ekki í leiðinlegri rútínu Við kunnum oft ekki við að segja það upphátt ef okkur leiðist í einkalífinu. Því þá finnst okkur við hljóma eins og það sé eitthvað svo alvarlegt að. 26. maí 2025 07:02 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Þú getur verið nístandi einmana heima hjá þér með fjölskyldu þinni eða í vinahóp ef það eru ekki traust og kærleiksrík tengsl,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi SHJ ráðgjafar. 18. maí 2025 08:00 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Sjá meira
Á vefsíðunni VeryWellMind segir að það sé í raun eðlilegt að fólk upplifi einhverja hræðslu við að eldast útlitslega. Hið slæma er ef sú hræðsla verður það yfirgnæfandi að fólk fer að upplifa viðvarandi óánægju með sjálft sig og hálfgerða þráhyggju. Góðu ráðin gegn þessum ótta leyna hins vegar á sér. Því fæst koma þau útliti nokkuð við. Hér eru nokkur góð ráð sem sögð eru geta hjálpað. Að rækta góð sambönd Að leggja okkur fram við að rækta góð sambönd gerir okkur ótrúlega gott. Þetta eru þá samböndin við vini og vandamenn sem okkur finnst gefandi; Næra okkur frekar en að taka frá okkur orku. Ástæðan fyrir því að það að rækta góðu samböndin okkar er sagt hjálpa okkur við að draga úr hræðslu við að eldast útlitslega, er einfaldlega sú staðreynd að góð sambönd gera okkur gott og hafa alltaf jákvæð áhrif á okkar andlegu líðan. Veldu áhrifavaldana þína Áhrifavaldar geta verið af öllum toga og í þessum lið er mælt með því að við séum duglegri við að velja okkur áhrifavalda; Þekkta sem óþekkta. Það sem þetta þýðir er að á samfélagsmiðlum hættum við að fylgjast með fólki sem okkur finnst frekar kynda undir óánægju eða hræðslu við okkar eigið útlit. En veljum þess í stað fólk og hópa sem hafa jákvæð áhrif á okkur. Á samfélagsmiðlum er meira að segja hægt að finna fjöldann allan af erlendum hópum sem fyrst og fremst birta myndir og góð ráð um það, hvernig við getum verið ánægð og þakklát fyrir það að eldast náttúrulega frekar en að líða illa eða vera hrædd við það. Okkar ábyrgð og vísindin Við erum síðan öll í ábyrgð fyrir okkur sjálfum, þannig að ef við hræðumst það að eldast útlitslega þurfum við líka að velta fyrir okkur hvað við mögulega gerum sem er að hafa vond áhrif á húð og heilsu og hvað er gott. Hér eru auðvitað lykilatriðin sem við þekkjum öll; Svefn, vatn, hreyfing og gott matarræði. Og það er vel hægt að stefna að góðum venjum eða betri venjum í þessum flokkum, án þess að umturna lífinu okkar. Viljinn til að læra og eflast Loks er það viljinn og löngunin okkar til að halda áfram að þróast. Sem þýðir í raun vilja til að halda áfram að læra eitthvað nýtt og vera sífellt að efla okkur. Þetta getum við gert óháð því hver árafjöldinn er en það að vera dugleg að læra eitthvað nýtt, gera eitthvað nýtt og þróast þannig að þroskast áfram, gefur okkur ákveðinn tilgang sem aftur eflir okkar andlegu heilsu.
50+ Hár og förðun Ástin og lífið Tengdar fréttir 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Við erum flest með ákveðna ímynd af karlmönnum með gráa fiðringinn. Sjáum þá oft fyrir okkur rembast við að reyna að halda sér mjög ungæðislegum. Stunda jafnvel ræktina af offorsi eða byrja á nýrri hreyfingu og útivist; Með stæl. 18. júlí 2025 07:02 Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. 6. júlí 2025 08:01 50+: Að eiga draumalista getur komið okkur skemmtilega á óvart Það er gott fyrir alla að eiga draumalista, eða bucket-lista eins og við segjum það upp á enskuna. Að eiga draumalista eftir fimmtugt er jafnvel enn mikilvægara en nokkru sinni. 10. júní 2025 07:00 50+: Að festast ekki í leiðinlegri rútínu Við kunnum oft ekki við að segja það upphátt ef okkur leiðist í einkalífinu. Því þá finnst okkur við hljóma eins og það sé eitthvað svo alvarlegt að. 26. maí 2025 07:02 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Þú getur verið nístandi einmana heima hjá þér með fjölskyldu þinni eða í vinahóp ef það eru ekki traust og kærleiksrík tengsl,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi SHJ ráðgjafar. 18. maí 2025 08:00 Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Sjá meira
50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Við erum flest með ákveðna ímynd af karlmönnum með gráa fiðringinn. Sjáum þá oft fyrir okkur rembast við að reyna að halda sér mjög ungæðislegum. Stunda jafnvel ræktina af offorsi eða byrja á nýrri hreyfingu og útivist; Með stæl. 18. júlí 2025 07:02
Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Það var flissað og hlegið, stundum talað á alvarlegri nótum, stoltið skein í gegn en líka einlægnin og ástríðan; Fimm konur í spjalli, allar úr sitthvorri áttinni en þó eitthvað svo líkar. 6. júlí 2025 08:01
50+: Að eiga draumalista getur komið okkur skemmtilega á óvart Það er gott fyrir alla að eiga draumalista, eða bucket-lista eins og við segjum það upp á enskuna. Að eiga draumalista eftir fimmtugt er jafnvel enn mikilvægara en nokkru sinni. 10. júní 2025 07:00
50+: Að festast ekki í leiðinlegri rútínu Við kunnum oft ekki við að segja það upphátt ef okkur leiðist í einkalífinu. Því þá finnst okkur við hljóma eins og það sé eitthvað svo alvarlegt að. 26. maí 2025 07:02
50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ „Þú getur verið nístandi einmana heima hjá þér með fjölskyldu þinni eða í vinahóp ef það eru ekki traust og kærleiksrík tengsl,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir eigandi SHJ ráðgjafar. 18. maí 2025 08:00