Bíó og sjónvarp

Aug­lýsa eftir inn­sendingum til ís­lensku sjónvarps­verð­launanna

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í Gamla bíói 30. október næstkomandi
Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn í Gamla bíói 30. október næstkomandi

Fulltrúar íslensku sjónvarpsstöðvanna auglýsa eftir innsendingum til Íslensku sjónvarpsverðlaunna sem verða veitt í fyrsta sinn, frá ákvörðun Eddunnar að beina sjónum eingöngu að kvikmyndagerð, 30. október næstkomandi.

Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið stofnuðu til sérstakra sjónvarpsverðlauna á síðasta ári eftir að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) ákvað að aðskilja afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni og kvikmyndir á Eddunni.

Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á uppskeru- og verðlaunahátíð sjónvarpsgeirans í Gamla bíói í Reykjavík. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á Sýn, Sjónvarpi Símans og Rúv á árunum 2023 og 2024 þar sem ekki hefur verið verðlaunað fyrir sjónvarpsefni frá því árið 2023.

Áætlað er að verðlaunin verði haldin árlega og að í framtíðinni verði þá afhent verðlaun fyrir efni sem frumsýnt er á hverjum sjónvarpsvetri. Verðlaunað verður í eftirtöldum flokkum:

  • Barna- og unglingaefni ársins
  • Frétta- eða viðtalsefni ársins
  • Íþróttaefni ársins
  • Leikið sjónvarpsefni ársins
  • Menningar- og mannlífsefni ársins
  • Skemmtiefni ársins
  • Sjónvarpsviðburður ársins
  • Heimildaefni ársins
  • Sjónvarpsefni ársins (val fólksins)
  • Sjónvarpsmanneskja ársins
  • Útsendingarstjóri ársins
  • Leikari ársins
  • Leikkona ársins
  • Leikstjóri ársins
  • Tónlist ársins
  • Leikmynd ársins
  • Brellur ársins
  • Búningar ársins
  • Gervi ársins
  • Handrit ársins
  • Hljóð ársins
  • Klipping ársins
  • Kvikmyndataka ársins

Auglýst er eftir innsendingum í fyrrgreindum flokkum og tekið er á móti þeim til og með 31. ágúst. Dómnefndarakademía mun annast mat á innsendingum og tilkynnt verður um tilnefningar í upphafi októbermánaðar.

Hér má finna slóð á innsendingarnar: https://mitt.ruv.is/ 

Ef þörf er á aðstoð má senda fyrirspurnir á sjonvarpsverdlaunin@gmail.com

Vísir er í eigu Sýnar.


Tengdar fréttir

Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum

Ljósvakamiðlarnir Sýn, Sjónvarp Símans og Ríkisútvarpið hafa stofnað til sérstakra íslenskra sjónvarpsverðlauna. Stefnt er að því að verðlaunin verði afhent í fyrsta sinn maí næstkomandi á sérstökum viðburði. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.