Lífið

Annie Mist á von á þriðja barninu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Annie Mist og Frederik eiga fyrir tvö börn.
Annie Mist og Frederik eiga fyrir tvö börn.

CrossFit-parið Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Emil Aegidius, eiga von á sínu þriðja barn í febrúar á næsta ári. Annie greinir frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram.

Fyrir á parið Freyju Mist sem er fimm ára og Atlas sem er eins árs.

„Minni svefn, minni frítími og minni þögn einkenna þessa daga en líka meiri ást, hlátur og líf,“ skrifar Annie Mist og birtir fallegar myndir af fjölskyldunni ásamt dagsetningunni 12. febrúar 2026.

Hamingjuóskum hefur rignt yfir fjölskylduna á samfélagsmiðlum. Þar á meðal frá Crossfitkonunum Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Sólu Sig­urðardótt­ur. 

Anníe Mist hefur í tvígang staðið uppi sem heimsmeistari í CrossFit og var sú fyrsta til að hljóta titilinn hraustasta kona í heimi. Þá er hún eigandi líkamsræktarstöðvarinnar CrossFit Reykjavík þar sem hún æfir og þjálfar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.