Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2025 11:19 Rodrigo Paz bætti verulega við sig fylgi í aðdraganda kosninganna og fékk flest atkvæði. Hann kallaði í gær etir miklum breytingum í Bólivíu. AP/Freddy Barragan Útlit er fyrir að kjósendur í Bólivíu muni í fyrsta sinn í tæp tuttugu ár ekki kjósa vinstri sinnaðan forseta úr röðum Sósíalista. Forsetakosningar voru haldnar þar í gær en halda þarf aðra umferð þar sem enginn frambjóðandi fékk hreinan meirihluta. Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz Pereira og Jorge Quiroga, fyrrverandi forseti, urðu í fyrsta og efsta sæti í kosningunum, samkvæmt óstaðfestum niðurstöðum kosninganna. Paz situr á miðjunni á hinu pólitíska rófi en Quiroga er hægri sinnaður. Í gærkvöldi, þegar búið var að telja 91 prósent atkvæða var Paz með 32,8 prósent og Quiroga með 26,4, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samkvæmt frétt Washington Post kom velgengni Pas í kosningunum nokkuð á óvart en kannanir höfðu gefið til kynna að annar hægri sinnaður frambjóðandi nyti mests fylgis. Paz, sem er fyrrverandi bæjarstjóri, bætti þó verulega við fylgi sitt á síðustu dögunum fyrir kosningarnar og hefur velgengnin að miklu leyti verið rakin til Edman Lara, meðframbjóðanda hans. Sá er tiltölulega ungur fyrrverandi lögreglustjóri og þykir vinsæll á samfélagsmiðlum. Saman hafa þeir kallað eftir umfangsmiklu átaki gegn spillingu innan lögreglunnar og stjórnsýslunnar. Þegar úrslitin þóttu ljós lýsti Paz því yfir að kjósendur Bólivíu væru ekki eingöngu að kalla eftir nýrri ríkisstjórn, heldur breyttu pólitísku kerfi. Hann kallaði einnig eftir miklum breytingum á hagkerfi Bólivíu en ríkið stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum á því sviði. Halda á seinni umferð kosninganna í október. Óvinsælir sósíalistar Sósíalistar hafa haldið í stjórnartaumana í Bólivíu í tæpa tvo áratugi, undir stjórn Evo Morales, en hann stofnaði flokkinn og var forseti í fjórtán ár. Í stjórnartíð hans jók hann á réttindi innfæddra í Bólivíu og jók fjárveitingar til félagsmála töluvert. Hann reyndi þó einnig að reyna að framlengja forsetatíð sína, þvert á lög í landinu, og hefur verið sakaður um og ákærður fyrir samræði við ólögráða stúlkur. Þetta spilaði stóra rullu í hratt dvínandi fylgi sósíalista í Bólivíu. Formlegur frambjóðandi Sósíalistaflokksins fékk 3,2 prósent atkvæða en annar vinstri sinnaður frambjóðandi fékk átta prósent. Morales er sagður halda til í Chapare í Bólivíu þar sem hann hefur komist hjá handtöku vegna ásakana um að hafa gert fimmtán ára stúlku ólétta þegar hann var forseti. Morales hafði kallað eftir því að stuðningsmenn hans krotuðu á kjörseðla sína og gerðu þá þannig ógilda. Núverandi leiðtogar flokksins hafa reynt að segja að deilur Morales við þá hafi kostað flokkinn verulega. AP segir hins vegar að þegar vinstri sinnaðir stjórnmálamenn fóru að greiða atkvæði í gær, hafi þeir víða mætt mótmælum, bauli og hlutum hafi jafnvel verið kastað í þá. Bólivía Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Myndir: Þúsundir mótmæltu í Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz Pereira og Jorge Quiroga, fyrrverandi forseti, urðu í fyrsta og efsta sæti í kosningunum, samkvæmt óstaðfestum niðurstöðum kosninganna. Paz situr á miðjunni á hinu pólitíska rófi en Quiroga er hægri sinnaður. Í gærkvöldi, þegar búið var að telja 91 prósent atkvæða var Paz með 32,8 prósent og Quiroga með 26,4, samkvæmt AP fréttaveitunni. Samkvæmt frétt Washington Post kom velgengni Pas í kosningunum nokkuð á óvart en kannanir höfðu gefið til kynna að annar hægri sinnaður frambjóðandi nyti mests fylgis. Paz, sem er fyrrverandi bæjarstjóri, bætti þó verulega við fylgi sitt á síðustu dögunum fyrir kosningarnar og hefur velgengnin að miklu leyti verið rakin til Edman Lara, meðframbjóðanda hans. Sá er tiltölulega ungur fyrrverandi lögreglustjóri og þykir vinsæll á samfélagsmiðlum. Saman hafa þeir kallað eftir umfangsmiklu átaki gegn spillingu innan lögreglunnar og stjórnsýslunnar. Þegar úrslitin þóttu ljós lýsti Paz því yfir að kjósendur Bólivíu væru ekki eingöngu að kalla eftir nýrri ríkisstjórn, heldur breyttu pólitísku kerfi. Hann kallaði einnig eftir miklum breytingum á hagkerfi Bólivíu en ríkið stendur frammi fyrir miklum erfiðleikum á því sviði. Halda á seinni umferð kosninganna í október. Óvinsælir sósíalistar Sósíalistar hafa haldið í stjórnartaumana í Bólivíu í tæpa tvo áratugi, undir stjórn Evo Morales, en hann stofnaði flokkinn og var forseti í fjórtán ár. Í stjórnartíð hans jók hann á réttindi innfæddra í Bólivíu og jók fjárveitingar til félagsmála töluvert. Hann reyndi þó einnig að reyna að framlengja forsetatíð sína, þvert á lög í landinu, og hefur verið sakaður um og ákærður fyrir samræði við ólögráða stúlkur. Þetta spilaði stóra rullu í hratt dvínandi fylgi sósíalista í Bólivíu. Formlegur frambjóðandi Sósíalistaflokksins fékk 3,2 prósent atkvæða en annar vinstri sinnaður frambjóðandi fékk átta prósent. Morales er sagður halda til í Chapare í Bólivíu þar sem hann hefur komist hjá handtöku vegna ásakana um að hafa gert fimmtán ára stúlku ólétta þegar hann var forseti. Morales hafði kallað eftir því að stuðningsmenn hans krotuðu á kjörseðla sína og gerðu þá þannig ógilda. Núverandi leiðtogar flokksins hafa reynt að segja að deilur Morales við þá hafi kostað flokkinn verulega. AP segir hins vegar að þegar vinstri sinnaðir stjórnmálamenn fóru að greiða atkvæði í gær, hafi þeir víða mætt mótmælum, bauli og hlutum hafi jafnvel verið kastað í þá.
Bólivía Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Myndir: Þúsundir mótmæltu í Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila