Lífið

Bryn­dís Haralds amman og Gunni Helga afinn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Óli Gunnar og Eydís eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum.
Óli Gunnar og Eydís eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum.

Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn þann 14. ágúst síðastliðinn. Þau greindu frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Mikil hamingja er með tíðindin eins og vænta má. Óli Gunnar er sonur listafólksins Bjarkar Jakobsdóttur og Gunnars Helgasonar en Eydís Elfa er dóttir þingkonunnar Bryndísar Haraldsdóttur og rafvirkjameistarans Örnólfs Örnólfssonar, sem eru ömmur og afar drengsins.

Löng og erfið fæðing

Óli Gunnar segir í færslunni að fæðingin hafi verið erfið en að lokum hafi allt verið þess virði:

„Fullkominn lítill gullmoli fæddist klukkan 16:53. Þetta var erfið fæðing en hún tók samtals 40 klukkustundir, með langar hríðar og endaði í keisara. En allt var það þess virði því við eignuðumst þennan gullfallega litla dreng - orðið á götunni er að þetta sé fallegasta barn sem hefur verið fætt á þessari öld. Jafnvel í sögunni. Hlutlaust mat. Nú hvílum við okkur bara fjölskyldan og fáum okkur smá mjólk!

Við mælum innilega með því að fæða uppi á Akranesi ef fólk hefur tök á því, áttum alveg hreint æðislega upplifun þar. Við gengum þar inn sem par, lítil ástfangin börn en gengum burt foreldrar, lítil ástfangin fjölskylda. Lengi lifi ástin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.