Tónlist

Lög Sálarinnar verða að kvik­mynd

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Sigríður Ragnarsdóttir og Mikael Kaaber fara með aðalhlutverk í söngleiknum Hvar er draumurinn?
Sigríður Ragnarsdóttir og Mikael Kaaber fara með aðalhlutverk í söngleiknum Hvar er draumurinn? Aðsend

Ástsæla hljómsveitin Sálin hans Jóns míns án að baki sér fjöldan allan af smellum sem flestir landsmenn geta í það minnsta raulað með. Aðdáendur sveitarinnar geta sannarlega glaðst yfir því að nú er í vinnslu ný íslenskri söngvamynd sem ber titilinn Hvar er draumurinn? Myndin er byggð á sögulegri tónlist Sálarinnar og gerist í Reykjavík snemma á tíunda áratuginum.

Höfundur, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar er Höskuldur Þór Jónsson og er þetta hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd en hann hefur komið víða að í listheiminum, þar á meðal sem leikari og dansari. Tökur hafa staðið yfir í sumar og er stefnt að því að þær klárist núna í september en myndin er væntanleg á næsta ári. 

Höskuldur Þór er höfundur, leikstjóri og framleiðandi.Aðsend

Verkefnið er drifið áfram af ungu og upprennandi listafólki sem þráir það eitt að fá tækifæri til að skapa og sanna sig. Þetta er ástríðu verkefni þar sem hugur og hjarta allra sem koma að því fleytir því áfram.

Á meðal leikara eru Mikael Kaaber, Sigríður Ragnarsdóttir, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mímir Bjarki Pálmason, Kolbeinn Sveinsson, Ingi Þór Þórhallsson, Hrafnhildur Ingadóttir og Salka Sól Eyfeld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.