Sannfærði Balta um að snúa aftur Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. ágúst 2025 15:32 Baltasar leist vel á handritið að Dark Ocean og sannfærðist um að leika í henni. Vísir/Vilhelm/Aðsend Leikstjórinn Baldvin Z sannfærði Baltasar Kormák, sem hefur einblínt á kvikmyndaleikstjórn frá aldamótum, um að færa sig úr leikstjórastólnum fram fyrir kvikmyndatökuvélina á ný fyrir nýja spennumynd. Tímaritið Variety greinir frá fréttum af myndinni Dark Ocean sem verður leikstýrt af Baldvin Zophoníassyni og er framleidd af Glassriver. Auk Baltasars munu Ólafur Darri Ólafsson, Þorsteinn Bachmann og Þorvaldur Davíð Kristjánsson leika í myndinni. Leikararnir og söguþráður myndarinnar verða formlega kynntir í dag á Norræna meðframleiðendamarkaðnum í Haugasundi í Noregi. „Baltasar er frábær leikari og ég hef reynt að fá hann á hvíta tjaldið í þónokkurn tíma en hann er bara alltaf mjög upptekinn!“ er haft eftir Baldvin Z. Baltasar hefur fyrst og fremst einblínt á leikstjórn síðustu tuttug ár. Síðast lék Baltasar í sinni eigin mynd, Eiðnum, árið 2016 og þar áður Reykjavík-Rotterdam (2008) sem hann leikstýrði einnig sjálfur. Átakanleg sjóferð eftir snjófljóð Hugmynd Baldvins að myndinni kviknaði þegar hann las frétt árið 2015 þar sem fram kom að árið 1995 hafi hópur sjómanna farið í land til að hjálpa til við að finna þá sem höfðu grafist undir í snjóflóðinu fyrir vestan. „Eftir þessa átakanlegu reynslu fóru þeir beint aftur út á sjó og dvöldu þar í mánuð. Þeim var bannað að tala um það og tjá tilfinningar sínar,“ sagði Baldvin við Variety. Þegar MeToo-bylgjan reið yfir hafi loksins verið tekið á eitraðri karlmennsku og Baldvin hafi áttað sig á því að hann hafi sjálfur orðið fyrir áhrifum eitraðrar karlmennsku án þess að átta sig á því. Hann hafi viljað kafa djúpt ofan í efnið og leitað til handritshöfundarins Matthíasar Tryggva sem er af yngri kynslóð en Baldvin. Sjóferðin í myndinni breytist fljótt í martröð þegar einn í áhöfninni fremur sjálfsmorð um borð og skipstjórinn neitar að snúa aftur í land. „Ég var mjög ánægður með handrit Baldvins og kom það mér skemmtilega á óvart að hann skyldi hafa samband við mig,“ sagði Baltasar um verkefnið. Hlutverkið hentaði honum vel og hann hafi þess vegna ákveðið að slá til. Baldvin segir næst á dagskrá að finna skip fyrir tökurnar sem áætlað er að hefjist haustið 2026. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk i með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og síma Pieta-samtakanna, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. 22. maí 2025 08:42 Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna. 24. júlí 2025 15:03 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Tímaritið Variety greinir frá fréttum af myndinni Dark Ocean sem verður leikstýrt af Baldvin Zophoníassyni og er framleidd af Glassriver. Auk Baltasars munu Ólafur Darri Ólafsson, Þorsteinn Bachmann og Þorvaldur Davíð Kristjánsson leika í myndinni. Leikararnir og söguþráður myndarinnar verða formlega kynntir í dag á Norræna meðframleiðendamarkaðnum í Haugasundi í Noregi. „Baltasar er frábær leikari og ég hef reynt að fá hann á hvíta tjaldið í þónokkurn tíma en hann er bara alltaf mjög upptekinn!“ er haft eftir Baldvin Z. Baltasar hefur fyrst og fremst einblínt á leikstjórn síðustu tuttug ár. Síðast lék Baltasar í sinni eigin mynd, Eiðnum, árið 2016 og þar áður Reykjavík-Rotterdam (2008) sem hann leikstýrði einnig sjálfur. Átakanleg sjóferð eftir snjófljóð Hugmynd Baldvins að myndinni kviknaði þegar hann las frétt árið 2015 þar sem fram kom að árið 1995 hafi hópur sjómanna farið í land til að hjálpa til við að finna þá sem höfðu grafist undir í snjóflóðinu fyrir vestan. „Eftir þessa átakanlegu reynslu fóru þeir beint aftur út á sjó og dvöldu þar í mánuð. Þeim var bannað að tala um það og tjá tilfinningar sínar,“ sagði Baldvin við Variety. Þegar MeToo-bylgjan reið yfir hafi loksins verið tekið á eitraðri karlmennsku og Baldvin hafi áttað sig á því að hann hafi sjálfur orðið fyrir áhrifum eitraðrar karlmennsku án þess að átta sig á því. Hann hafi viljað kafa djúpt ofan í efnið og leitað til handritshöfundarins Matthíasar Tryggva sem er af yngri kynslóð en Baldvin. Sjóferðin í myndinni breytist fljótt í martröð þegar einn í áhöfninni fremur sjálfsmorð um borð og skipstjórinn neitar að snúa aftur í land. „Ég var mjög ánægður með handrit Baldvins og kom það mér skemmtilega á óvart að hann skyldi hafa samband við mig,“ sagði Baltasar um verkefnið. Hlutverkið hentaði honum vel og hann hafi þess vegna ákveðið að slá til. Baldvin segir næst á dagskrá að finna skip fyrir tökurnar sem áætlað er að hefjist haustið 2026. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk i með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og síma Pieta-samtakanna, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk i með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar 1700, Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og síma Pieta-samtakanna, 552-2218, sem er opinn allan sólarhringinn.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. 22. maí 2025 08:42 Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna. 24. júlí 2025 15:03 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bullandi stemning hjá Blikum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem Baltasar Kormákur mun leikstýra. Leikritið heitir Íbúð 10B og fjallar um eiganda fjölbýlishúss í Reykjavík sem ákveður að breyta lúxusíbúð sinni í gistiheimili fyrir hælisleitendur. Íbúar í húsinu hittast svo til að leggja á ráðin um þessa stöðu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. 22. maí 2025 08:42
Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna. 24. júlí 2025 15:03