Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. ágúst 2025 12:44 Serena er byrjuð að auglýsa þyngdarstjórnunarlyf fyrir fyrirtækið Ro en sjálf hefur hún misst fjórtán kíló á slíku lyfi. Serena Williams, einn besti tennisspilari allra tíma, hefur opnað sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja á sama tíma og hún er byrjuð að auglýsa slík lyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún segir lyfin hafa verið afarkost þegar ekkert annað gekk. Hin 43 ára Williams er einn sigursælasti tennisspilari allra tíma, vann 23 stóra titla á ferli sínum og var óstöðvandi afl þegar hún var upp á sitt besta. Eftir að hafa eignast dætur sínar tvær, Olympiu árið 2017 og Adiru árið 2023, segir hún að sér hafi gengið illa að losna við aukakílóin. Williams ræddi um þyngdarstjórnunarlyf í flokki GLP-1 viðtakaörva í sjónvarpsþættinum Today Show á NBC á fimmtudag. Þar lýsti hún því að hún hefði lést um fjórtán kíló frá því hún hóf að nota lyfin fyrir ári síðan en hún hefur ekki greint frá því hvers konar lyf það væru. Hafi prófað allt þar til hún fór á lyfin „Þetta byrjaði allt sem eftir að ég eignaðist [fyrsta] barnið mitt,“ sagði hún í viðtalinu. „Sem kona ferðu í gegnum ólík skeið í lífi þínu... Sama hvað ég gerði, hljóp, gekk - ég gekk í marga klukkutíma því þau segja að það sé gott, ég bókstaflega keppti sem atvinnumaður - og ég komst aldrei aftur þangað sem ég þurfti að vera fyrir heilsuna mína. Síðan, eftir annað barnið mitt, varð það bara erfiðara,“ sagði hún. Hún hafi þá hugsað með sér að hún þyrfti að gera eitthvað nýtt. „Það er það sem leiddi til þessa ferðalags... Vil ég velja heilsu? Hvað vil ég gera?“ Hún segist líka hafa prófað að vera vegan, grænmetisæta og borða prótínríkan mat. Í ofanálag hafi hún reglulega farið yfir 20 þúsund skref á dag. Margir af vinum hennar hafi verið á GLP-1-lyfjum og hún hafi því ákveðið að prófa þau. Eiginmaðurinn fjárfestir í fyrirtækinu Frá því hún byrjaði á lyfjunum segist hún þegar hafa fundið fyrir batnandi heilsu. Í nýlegri læknisheimsókn hafi henni verið sagt að blóðsykurinn hafi náð betra jafnvægi og hún segir liðböndin sín virka léttari. „Ég glímdi við mikil hnévandræði... sérstaklega eftir að ég eignaðist barnið [og] gat aldrei náð aftur venjulegri þyngd minni. Og það, satt að segja, hafði pottþétt áhrif á suma sigrana sem ég hefði getað unnið á ferlinum mínum,“ sagði hún. Serena Williams er byrjuð að auglýsa þyngdarstjórnunarlyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún hefur sjálf verið á slíku lyfi síðastliðið ár. Williams segist ekki hafa fundið fyrir neinum aukaverkunum til þessa þó hún væri meðvituð um að margir upplifðu slíkt. Hún tekur jafnframt fram að með lyfjunum sé hún ekki að stytta sér leið, þetta hafi verið eina leiðin. Williams segist hafa viljað stíga fram til að opna umræðuna og minnka skömmina fyrir þá sem nota slík lyf. Margir hafa lýst yfir efasemdum með yfirlýsingar Williams í ljósi þess að hún er nýorðin talsmaður fyrir lyfjafyrirtækið Ro, sem selur GLP-1-lyf á borð við Wegovy og Zepbound. Eiginmaður Williams, Alexix Ohanian, hefur jafnframt fjárfest töluvert í Ro og situr í stjórn þess. Williams sagðist jafnframt vel geta hugsað sér að halda áfram á lyfjunum til langs tíma, henni líði aftur eins og eðlilegri eftir notkun þeirra. Þyngdarstjórnunarlyf Tennis Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. 30. júlí 2025 16:25 Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira
Hin 43 ára Williams er einn sigursælasti tennisspilari allra tíma, vann 23 stóra titla á ferli sínum og var óstöðvandi afl þegar hún var upp á sitt besta. Eftir að hafa eignast dætur sínar tvær, Olympiu árið 2017 og Adiru árið 2023, segir hún að sér hafi gengið illa að losna við aukakílóin. Williams ræddi um þyngdarstjórnunarlyf í flokki GLP-1 viðtakaörva í sjónvarpsþættinum Today Show á NBC á fimmtudag. Þar lýsti hún því að hún hefði lést um fjórtán kíló frá því hún hóf að nota lyfin fyrir ári síðan en hún hefur ekki greint frá því hvers konar lyf það væru. Hafi prófað allt þar til hún fór á lyfin „Þetta byrjaði allt sem eftir að ég eignaðist [fyrsta] barnið mitt,“ sagði hún í viðtalinu. „Sem kona ferðu í gegnum ólík skeið í lífi þínu... Sama hvað ég gerði, hljóp, gekk - ég gekk í marga klukkutíma því þau segja að það sé gott, ég bókstaflega keppti sem atvinnumaður - og ég komst aldrei aftur þangað sem ég þurfti að vera fyrir heilsuna mína. Síðan, eftir annað barnið mitt, varð það bara erfiðara,“ sagði hún. Hún hafi þá hugsað með sér að hún þyrfti að gera eitthvað nýtt. „Það er það sem leiddi til þessa ferðalags... Vil ég velja heilsu? Hvað vil ég gera?“ Hún segist líka hafa prófað að vera vegan, grænmetisæta og borða prótínríkan mat. Í ofanálag hafi hún reglulega farið yfir 20 þúsund skref á dag. Margir af vinum hennar hafi verið á GLP-1-lyfjum og hún hafi því ákveðið að prófa þau. Eiginmaðurinn fjárfestir í fyrirtækinu Frá því hún byrjaði á lyfjunum segist hún þegar hafa fundið fyrir batnandi heilsu. Í nýlegri læknisheimsókn hafi henni verið sagt að blóðsykurinn hafi náð betra jafnvægi og hún segir liðböndin sín virka léttari. „Ég glímdi við mikil hnévandræði... sérstaklega eftir að ég eignaðist barnið [og] gat aldrei náð aftur venjulegri þyngd minni. Og það, satt að segja, hafði pottþétt áhrif á suma sigrana sem ég hefði getað unnið á ferlinum mínum,“ sagði hún. Serena Williams er byrjuð að auglýsa þyngdarstjórnunarlyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún hefur sjálf verið á slíku lyfi síðastliðið ár. Williams segist ekki hafa fundið fyrir neinum aukaverkunum til þessa þó hún væri meðvituð um að margir upplifðu slíkt. Hún tekur jafnframt fram að með lyfjunum sé hún ekki að stytta sér leið, þetta hafi verið eina leiðin. Williams segist hafa viljað stíga fram til að opna umræðuna og minnka skömmina fyrir þá sem nota slík lyf. Margir hafa lýst yfir efasemdum með yfirlýsingar Williams í ljósi þess að hún er nýorðin talsmaður fyrir lyfjafyrirtækið Ro, sem selur GLP-1-lyf á borð við Wegovy og Zepbound. Eiginmaður Williams, Alexix Ohanian, hefur jafnframt fjárfest töluvert í Ro og situr í stjórn þess. Williams sagðist jafnframt vel geta hugsað sér að halda áfram á lyfjunum til langs tíma, henni líði aftur eins og eðlilegri eftir notkun þeirra.
Þyngdarstjórnunarlyf Tennis Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. 30. júlí 2025 16:25 Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira
Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Rannsókn er hafin í Bretlandi á því hvort notkun þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy geti valdið alvarlegum aukaverkunum í brisi. Heilbrigðisyfirvöldum þar í landi hafa borist mörg hundruð ábendingar um brisbólgu, þar af tíu dauðsföll þess vegna, eftir notkun þyngdarstjórnunarlyfja. 30. júlí 2025 16:25