Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2025 14:06 Brynjar Níelsson var samfellt á Alþingi frá 2013 til 2021 og kom svo aftur inn frá febrúar til apríl 2023 sem varaþingmaður. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að halda upp á 65 ára afmælið sitt í dag, á ekki von á neinum óvæntum glaðningum og býst ekki við neinum gjöfum. Dagurinn í dag sé eins og hver annar á skrifstofunni. Brynjar á afmæli í dag og af því tilefni hringdu Heimir Karlsson og Lilja Katrín í afmælisbarnið í Bítinu í morgun, sungu fyrir hann afmælissönginn og ræddu við hann um afmælið. Nú eru ekki nema tvö ár þar til þú færð frítt í Strætó. „Takk fyrir að minna á það,“ sagði Brynjar. Hlakkarðu ekki til? „Jú, ég hlakka til,“ sagði hann. Ertu í vinnunni? „Ég er í vinnunni já.“ Við vorum ekkert á því að þú myndir svara, ertu þá ekki byrjaður að dæma? „Jújú, ég er að skrifa hér merkilega dóma Ertu eitthvað í dómssal í dag? „Nei, nei, enda er ég bara í gallabuxum og illa til hafður.“ Það er nú ekkert nýtt. „Að vísu ekki, að vísu ekki, en ég reyni að vera það ekki í dómssalnum. Venjulegur dagur á skrifstofunni En á ekki að gera eitthvað í tilefni dagsins? „Nei, það er ekkert. Þetta verður bara venjulegur dagur hjá mér. Og hvernig er hann? „Ég sit á skrifstofu minni. Ég segi það ekki, ég fer á kaffistofuna og tek einhver leiðindi, en það er bara venjulegur dagur.“ Brynjar er þekktur spaugari.Vísir/Vilhelm Heldurðu að það taki enginn upp á því að koma þér á óvart? „Ég á ekki von á því nei, ég er það illa þokkaður hér.“ En heima hjá þér, konan hlýtur að bíða með eitthvað? „Ekki varð ég var við það í morgun þegar ég vaknaði.“ En færðu einhverjar gjafir? „Nei, ég er bara einstæðingur.“ Þú hefur svarað öllum þessum spurningum neitandi, er eitthvað að þér þá? „Já, sem blasir við öllum.“ Langar ekki til að hætta að vinna strax En að öllu gamni slepptu, þú ert að leysa af er það ekki í héraðsdómi? „Jújú, ég er að því“ Hvenær er það búið? „Um áramótin.“ Og hvað tekur þá við? „Þá bara veit ég það ekki. Og ég er orðinn það fullorðinn að ég get svosem hætt.“ Langar þig það? „Nei, mig langar það ekki. Ég held að ég væri einn af þeim sem myndu bara deyja fljótlega ef ég hætti alveg að vinna. Ég vil geta gert eitthvað, annars væri ég bara í sófanum og farlama á innan við ári,“ segir Brynjar. Brynjar var settur dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar og mun sitja í embættinu út árið.Vísir/Vilhelm En fyrir þá sem eru þarna úti að hlusta og vilja koma þér á óvart, hver er uppáhalds maturinn þinn? „Það eru hrossabjúgur með uppstúf,“ segir hann. Til hamingju með afmælið en ég veit samt ekki hvort að maður eins og þú ætti hreinlega að eiga afmæli. „Nei, ég hef aldrei verið afmælisbarn. Ég hélt ekki upp á afmæli þegar ég var barn og mér finnst þau frekar óþörf,“ segir hann. Grín og gaman Bítið Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira
Brynjar á afmæli í dag og af því tilefni hringdu Heimir Karlsson og Lilja Katrín í afmælisbarnið í Bítinu í morgun, sungu fyrir hann afmælissönginn og ræddu við hann um afmælið. Nú eru ekki nema tvö ár þar til þú færð frítt í Strætó. „Takk fyrir að minna á það,“ sagði Brynjar. Hlakkarðu ekki til? „Jú, ég hlakka til,“ sagði hann. Ertu í vinnunni? „Ég er í vinnunni já.“ Við vorum ekkert á því að þú myndir svara, ertu þá ekki byrjaður að dæma? „Jújú, ég er að skrifa hér merkilega dóma Ertu eitthvað í dómssal í dag? „Nei, nei, enda er ég bara í gallabuxum og illa til hafður.“ Það er nú ekkert nýtt. „Að vísu ekki, að vísu ekki, en ég reyni að vera það ekki í dómssalnum. Venjulegur dagur á skrifstofunni En á ekki að gera eitthvað í tilefni dagsins? „Nei, það er ekkert. Þetta verður bara venjulegur dagur hjá mér. Og hvernig er hann? „Ég sit á skrifstofu minni. Ég segi það ekki, ég fer á kaffistofuna og tek einhver leiðindi, en það er bara venjulegur dagur.“ Brynjar er þekktur spaugari.Vísir/Vilhelm Heldurðu að það taki enginn upp á því að koma þér á óvart? „Ég á ekki von á því nei, ég er það illa þokkaður hér.“ En heima hjá þér, konan hlýtur að bíða með eitthvað? „Ekki varð ég var við það í morgun þegar ég vaknaði.“ En færðu einhverjar gjafir? „Nei, ég er bara einstæðingur.“ Þú hefur svarað öllum þessum spurningum neitandi, er eitthvað að þér þá? „Já, sem blasir við öllum.“ Langar ekki til að hætta að vinna strax En að öllu gamni slepptu, þú ert að leysa af er það ekki í héraðsdómi? „Jújú, ég er að því“ Hvenær er það búið? „Um áramótin.“ Og hvað tekur þá við? „Þá bara veit ég það ekki. Og ég er orðinn það fullorðinn að ég get svosem hætt.“ Langar þig það? „Nei, mig langar það ekki. Ég held að ég væri einn af þeim sem myndu bara deyja fljótlega ef ég hætti alveg að vinna. Ég vil geta gert eitthvað, annars væri ég bara í sófanum og farlama á innan við ári,“ segir Brynjar. Brynjar var settur dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar og mun sitja í embættinu út árið.Vísir/Vilhelm En fyrir þá sem eru þarna úti að hlusta og vilja koma þér á óvart, hver er uppáhalds maturinn þinn? „Það eru hrossabjúgur með uppstúf,“ segir hann. Til hamingju með afmælið en ég veit samt ekki hvort að maður eins og þú ætti hreinlega að eiga afmæli. „Nei, ég hef aldrei verið afmælisbarn. Ég hélt ekki upp á afmæli þegar ég var barn og mér finnst þau frekar óþörf,“ segir hann.
Grín og gaman Bítið Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Sjá meira