Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2025 15:19 Frá Linnanmaan-sundlauginni í Oulu þar sem talið var að kúkur hefði fundist sex sinnum í sumar. Málið virðist þó ekki hafa verið svo einfalt. Oulu-borg Stjórnendur sundlaugar í Oulu í Finnlandi fullyrða að enginn „raðsundlaugakúkari“ hafi vísvitandi og ítrekað kúkað í laugina í sumar. Bæjaryfirvöld kærðu athæfið til lögreglu en nú er talið að í nokkrum tilfellum hafi ekki verið um kúk að ræða heldur blautan pappa. Fréttir af meintum sundlaugarníðingi í finnsku borginni hafa farið víða, sérstaklega eftir kæru bæjaryfirvalda. Hún var lögð fram eftir að loka þurfti lauginni sex sinnum í júlí eftir að saur fannst í lauginni og á bakka hennar. Nú segir finnska blaðið Helsingin Sanomat að enginn „raðsundlaugarkúkari“, eins og hann var nefndur í fjölmiðlum, hafi gengið laus í raun og veru. Í tveimur tilfellum af sex telji starfsmenn laugarinnar að það hafi verið blautur pappi sem fannst á bakkanum. Pappinn hafi líklega komið aftan af spjaldi sem sundþjálfarar nota til þess að tússa á þegar æfingar eru stundaðar í keppnislaug. Endar hans hafi dottið af og lent á bakkanum. Starfsmennirnir staðfestu að pappinn líktist verulega skít eftir að hann var geymdur í vatnsglasi. Blaðamaður finnska dagblaðsins segir líkindin óneitanleg. Vonast til þess að fólk láti strax vita af óhöppum Hin fjögur skiptin eru enn óupplýst en þar er talið að um raunverulegan kúk hafi verið að ræða. Erkko Korpela, yfirmaður sundlauga Oulu-borgar, segir ekkert benda til þess að einhver hafi kúkað viljandi í laugina. Það gerist um það bil mánaðarlega að kúkur finnist í vaðlaugum barna og í æfingalaugum fyrir aldraða og fatlaða. Foreldrar ungra barna láti yfirleitt vita af börn þeirra kúki í laugina. Öðru máli gegni um börn á skólaaldri. Þau vilji ekki endilega viðurkenna ef þau lendi í slíku slysi enda þyki það vandræðalegt. Vitað er að skólabörn voru í lauginni fyrir þau skipti sem kúkur fannst í henni. Antti Janesaro, sundkennari hjá Oulu-borg, segist vonast til þess að þeir sem lendi í slíkum óhöppum láti strax vita. Laugarstarfsmenn dæmi engan, þeir vilji aðeins tryggja öryggi og hreinlæti. „Það er enginn þörf á því að skella skuldinni á einhvern,“ segir hann. Í fréttafárinu í kringum meinta raðkúkarinn nú var rifjað upp að viðlíka ógn vomaði yfir borginni árið 2018. Þá lék grunur á því að einhver hefði ítrekað gert þarfir sínar í Raksila-sundlaugina. Eigandi þeirrar laugar segir að sökudólgurinn þá hafi verið ungmenni með meltingarvandamál. Finnland Sundlaugar og baðlón Erlend sakamál Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Fréttir af meintum sundlaugarníðingi í finnsku borginni hafa farið víða, sérstaklega eftir kæru bæjaryfirvalda. Hún var lögð fram eftir að loka þurfti lauginni sex sinnum í júlí eftir að saur fannst í lauginni og á bakka hennar. Nú segir finnska blaðið Helsingin Sanomat að enginn „raðsundlaugarkúkari“, eins og hann var nefndur í fjölmiðlum, hafi gengið laus í raun og veru. Í tveimur tilfellum af sex telji starfsmenn laugarinnar að það hafi verið blautur pappi sem fannst á bakkanum. Pappinn hafi líklega komið aftan af spjaldi sem sundþjálfarar nota til þess að tússa á þegar æfingar eru stundaðar í keppnislaug. Endar hans hafi dottið af og lent á bakkanum. Starfsmennirnir staðfestu að pappinn líktist verulega skít eftir að hann var geymdur í vatnsglasi. Blaðamaður finnska dagblaðsins segir líkindin óneitanleg. Vonast til þess að fólk láti strax vita af óhöppum Hin fjögur skiptin eru enn óupplýst en þar er talið að um raunverulegan kúk hafi verið að ræða. Erkko Korpela, yfirmaður sundlauga Oulu-borgar, segir ekkert benda til þess að einhver hafi kúkað viljandi í laugina. Það gerist um það bil mánaðarlega að kúkur finnist í vaðlaugum barna og í æfingalaugum fyrir aldraða og fatlaða. Foreldrar ungra barna láti yfirleitt vita af börn þeirra kúki í laugina. Öðru máli gegni um börn á skólaaldri. Þau vilji ekki endilega viðurkenna ef þau lendi í slíku slysi enda þyki það vandræðalegt. Vitað er að skólabörn voru í lauginni fyrir þau skipti sem kúkur fannst í henni. Antti Janesaro, sundkennari hjá Oulu-borg, segist vonast til þess að þeir sem lendi í slíkum óhöppum láti strax vita. Laugarstarfsmenn dæmi engan, þeir vilji aðeins tryggja öryggi og hreinlæti. „Það er enginn þörf á því að skella skuldinni á einhvern,“ segir hann. Í fréttafárinu í kringum meinta raðkúkarinn nú var rifjað upp að viðlíka ógn vomaði yfir borginni árið 2018. Þá lék grunur á því að einhver hefði ítrekað gert þarfir sínar í Raksila-sundlaugina. Eigandi þeirrar laugar segir að sökudólgurinn þá hafi verið ungmenni með meltingarvandamál.
Finnland Sundlaugar og baðlón Erlend sakamál Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira