Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Kjartan Kjartansson skrifar 2. september 2025 15:19 Frá Linnanmaan-sundlauginni í Oulu þar sem talið var að kúkur hefði fundist sex sinnum í sumar. Málið virðist þó ekki hafa verið svo einfalt. Oulu-borg Stjórnendur sundlaugar í Oulu í Finnlandi fullyrða að enginn „raðsundlaugakúkari“ hafi vísvitandi og ítrekað kúkað í laugina í sumar. Bæjaryfirvöld kærðu athæfið til lögreglu en nú er talið að í nokkrum tilfellum hafi ekki verið um kúk að ræða heldur blautan pappa. Fréttir af meintum sundlaugarníðingi í finnsku borginni hafa farið víða, sérstaklega eftir kæru bæjaryfirvalda. Hún var lögð fram eftir að loka þurfti lauginni sex sinnum í júlí eftir að saur fannst í lauginni og á bakka hennar. Nú segir finnska blaðið Helsingin Sanomat að enginn „raðsundlaugarkúkari“, eins og hann var nefndur í fjölmiðlum, hafi gengið laus í raun og veru. Í tveimur tilfellum af sex telji starfsmenn laugarinnar að það hafi verið blautur pappi sem fannst á bakkanum. Pappinn hafi líklega komið aftan af spjaldi sem sundþjálfarar nota til þess að tússa á þegar æfingar eru stundaðar í keppnislaug. Endar hans hafi dottið af og lent á bakkanum. Starfsmennirnir staðfestu að pappinn líktist verulega skít eftir að hann var geymdur í vatnsglasi. Blaðamaður finnska dagblaðsins segir líkindin óneitanleg. Vonast til þess að fólk láti strax vita af óhöppum Hin fjögur skiptin eru enn óupplýst en þar er talið að um raunverulegan kúk hafi verið að ræða. Erkko Korpela, yfirmaður sundlauga Oulu-borgar, segir ekkert benda til þess að einhver hafi kúkað viljandi í laugina. Það gerist um það bil mánaðarlega að kúkur finnist í vaðlaugum barna og í æfingalaugum fyrir aldraða og fatlaða. Foreldrar ungra barna láti yfirleitt vita af börn þeirra kúki í laugina. Öðru máli gegni um börn á skólaaldri. Þau vilji ekki endilega viðurkenna ef þau lendi í slíku slysi enda þyki það vandræðalegt. Vitað er að skólabörn voru í lauginni fyrir þau skipti sem kúkur fannst í henni. Antti Janesaro, sundkennari hjá Oulu-borg, segist vonast til þess að þeir sem lendi í slíkum óhöppum láti strax vita. Laugarstarfsmenn dæmi engan, þeir vilji aðeins tryggja öryggi og hreinlæti. „Það er enginn þörf á því að skella skuldinni á einhvern,“ segir hann. Í fréttafárinu í kringum meinta raðkúkarinn nú var rifjað upp að viðlíka ógn vomaði yfir borginni árið 2018. Þá lék grunur á því að einhver hefði ítrekað gert þarfir sínar í Raksila-sundlaugina. Eigandi þeirrar laugar segir að sökudólgurinn þá hafi verið ungmenni með meltingarvandamál. Finnland Sundlaugar og baðlón Erlend sakamál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Fréttir af meintum sundlaugarníðingi í finnsku borginni hafa farið víða, sérstaklega eftir kæru bæjaryfirvalda. Hún var lögð fram eftir að loka þurfti lauginni sex sinnum í júlí eftir að saur fannst í lauginni og á bakka hennar. Nú segir finnska blaðið Helsingin Sanomat að enginn „raðsundlaugarkúkari“, eins og hann var nefndur í fjölmiðlum, hafi gengið laus í raun og veru. Í tveimur tilfellum af sex telji starfsmenn laugarinnar að það hafi verið blautur pappi sem fannst á bakkanum. Pappinn hafi líklega komið aftan af spjaldi sem sundþjálfarar nota til þess að tússa á þegar æfingar eru stundaðar í keppnislaug. Endar hans hafi dottið af og lent á bakkanum. Starfsmennirnir staðfestu að pappinn líktist verulega skít eftir að hann var geymdur í vatnsglasi. Blaðamaður finnska dagblaðsins segir líkindin óneitanleg. Vonast til þess að fólk láti strax vita af óhöppum Hin fjögur skiptin eru enn óupplýst en þar er talið að um raunverulegan kúk hafi verið að ræða. Erkko Korpela, yfirmaður sundlauga Oulu-borgar, segir ekkert benda til þess að einhver hafi kúkað viljandi í laugina. Það gerist um það bil mánaðarlega að kúkur finnist í vaðlaugum barna og í æfingalaugum fyrir aldraða og fatlaða. Foreldrar ungra barna láti yfirleitt vita af börn þeirra kúki í laugina. Öðru máli gegni um börn á skólaaldri. Þau vilji ekki endilega viðurkenna ef þau lendi í slíku slysi enda þyki það vandræðalegt. Vitað er að skólabörn voru í lauginni fyrir þau skipti sem kúkur fannst í henni. Antti Janesaro, sundkennari hjá Oulu-borg, segist vonast til þess að þeir sem lendi í slíkum óhöppum láti strax vita. Laugarstarfsmenn dæmi engan, þeir vilji aðeins tryggja öryggi og hreinlæti. „Það er enginn þörf á því að skella skuldinni á einhvern,“ segir hann. Í fréttafárinu í kringum meinta raðkúkarinn nú var rifjað upp að viðlíka ógn vomaði yfir borginni árið 2018. Þá lék grunur á því að einhver hefði ítrekað gert þarfir sínar í Raksila-sundlaugina. Eigandi þeirrar laugar segir að sökudólgurinn þá hafi verið ungmenni með meltingarvandamál.
Finnland Sundlaugar og baðlón Erlend sakamál Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira