Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2025 07:02 Darri og Ritur eru fjöll á Hornströndum á norðanverðum Vestfjörðum. Garpur fór þangað reglulega sem barn og gekk á fjöllin í nýjasta þætti Okkar eigin Íslands. Vísir/Garpur Garpur Elísabetarson fór ásamt Þorsteini Mássyni, skipstjóra og framkvæmdastjóra, til Aðalvíkur á Hornströndum þar sem þeir gengu upp á fjöllin Darra, sem geymir rústir breskrar ratsjárstöðvar og Rit, einn fáfarnasta stað Hornstranda. Fjallgöngurnar tværu eru umfjöllunarefni nýjasta þáttar Okkar eigin Íslands en í þeim ferðast Garpur Elísabetarson, dagskrárgerðarmaður vítt og breitt um Ísland og lendir í ýmsum ævintýrum. Hornstrandir eru ansi afskekktar og kemst maður þangað með bát. „Aðalvík á stóran part í mínu hjarta. Hér kom ég sem barn, byrjaði að koma hingað sumarið 1987 og hef komið hér reglulega síðan. Eyddi mörgum vikum í senn, ekkert rafmagn og ekkert símasamband,“ segir Garpur um tengsl sín við Aðalvík sem er á Hornströndum norðarlega á Vestfjörðum. Þeir félagarnir byrjuðu þáttinn á að fara upp á uppáhalds fjall Garps, hinn 495 metra háa Darra, fyrir ofan Sæból í Aðalvík. Garpur og Jökull Elísabetarsynir ungir að árum á Hornströndum. Bretar reistu ratsjárstöð á Darra árið 1943 þegar breski herinn kom til landsins í Seinni heimsstyrjöldinni. Í setuliðinu voru tuttugu menn uppi á fjallinu em stöðinni var lokað í stríðslok. Hins vegar eru enn miklar leifar upp á fjallinu eftir stöðina og skoðuðu Garpur og Þorsteinn sig um þar. „Við sjáum einhvern veginn allt, við sjáum yfir í Hornstrandirnar, svo alveg hinum megin yfir á Austurstrandirnar, svo jökulinn og ef við löbbum þarna sjáum við bara Djúpið þannig að útsýnið er eiginlega galið,“ sagði Garpur þegar þeir komust upp á Darra. Skammt frá rústunum eftir breska herinn á Darra eru rústir eftir bandaríska herinn á Straumnesfjalli fyrir ofan Látra í Aðalvík. Félagarnir gengu síðan í gegnum rústir ratsjárstöðvarinnar og skoðuðu þar misheillega steinveggina sem hafa margir hverjir staðist tímans tönn óvenjuvel og ýmsar gamlar ryðgaðar vélar. Eftir að hafa gengið um Darra fóru þeir félagar upp á Rit sem er einn fáfarnasti tindur Hornstranda. Þar kvað Þorsteinn eina lífsseiga mýtu um tindinn í kútinn en hún tengist Grænlandi. Þáttinn má horfa í heild sinni hér að neðan: Okkar eigið Ísland Hornstrandir Fjallamennska Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Fjallgöngurnar tværu eru umfjöllunarefni nýjasta þáttar Okkar eigin Íslands en í þeim ferðast Garpur Elísabetarson, dagskrárgerðarmaður vítt og breitt um Ísland og lendir í ýmsum ævintýrum. Hornstrandir eru ansi afskekktar og kemst maður þangað með bát. „Aðalvík á stóran part í mínu hjarta. Hér kom ég sem barn, byrjaði að koma hingað sumarið 1987 og hef komið hér reglulega síðan. Eyddi mörgum vikum í senn, ekkert rafmagn og ekkert símasamband,“ segir Garpur um tengsl sín við Aðalvík sem er á Hornströndum norðarlega á Vestfjörðum. Þeir félagarnir byrjuðu þáttinn á að fara upp á uppáhalds fjall Garps, hinn 495 metra háa Darra, fyrir ofan Sæból í Aðalvík. Garpur og Jökull Elísabetarsynir ungir að árum á Hornströndum. Bretar reistu ratsjárstöð á Darra árið 1943 þegar breski herinn kom til landsins í Seinni heimsstyrjöldinni. Í setuliðinu voru tuttugu menn uppi á fjallinu em stöðinni var lokað í stríðslok. Hins vegar eru enn miklar leifar upp á fjallinu eftir stöðina og skoðuðu Garpur og Þorsteinn sig um þar. „Við sjáum einhvern veginn allt, við sjáum yfir í Hornstrandirnar, svo alveg hinum megin yfir á Austurstrandirnar, svo jökulinn og ef við löbbum þarna sjáum við bara Djúpið þannig að útsýnið er eiginlega galið,“ sagði Garpur þegar þeir komust upp á Darra. Skammt frá rústunum eftir breska herinn á Darra eru rústir eftir bandaríska herinn á Straumnesfjalli fyrir ofan Látra í Aðalvík. Félagarnir gengu síðan í gegnum rústir ratsjárstöðvarinnar og skoðuðu þar misheillega steinveggina sem hafa margir hverjir staðist tímans tönn óvenjuvel og ýmsar gamlar ryðgaðar vélar. Eftir að hafa gengið um Darra fóru þeir félagar upp á Rit sem er einn fáfarnasti tindur Hornstranda. Þar kvað Þorsteinn eina lífsseiga mýtu um tindinn í kútinn en hún tengist Grænlandi. Þáttinn má horfa í heild sinni hér að neðan:
Okkar eigið Ísland Hornstrandir Fjallamennska Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein