Lífið

Ævin­týra­legt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Lífið virðist leika við Ómar og Evu.
Lífið virðist leika við Ómar og Evu.

Hæstaréttarlögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson og kærasta hans, Eva Margrét Ásmundsdóttir fasteignasali, eru á rómantísku ferðalagi um Suður- og Mið-Ítalíu. Eva birti ævintýralegar myndir úr ferðinni á Instagram-síðu sinni.

Ómar og Eva byrjuðu saman síðastliðið haust og virðist lífið leika við þau. Bæði eiga tvö börn úr fyrri samböndum.

Á myndum sem Eva deildi má sjá parið ganga um þröngar götur og njóta ítalskrar menningar með góðum mat og drykk. Þau hafa meðal annars heimsótt paradísareyjuna Capri og smábæina Alberobello og Matera, auk þess sem þau fóru í vínsmökkun á vínekrunni Cantina Masseria Torricella.

Parið hefur ferðast víða saman síðastliðna mánuði. Um áramótin fóru þau til Asíu, þar sem þau heimsóttu Dubai, Taíland, Singapúr og Kambódíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.