Lífið

Innviðaráðherra á von á barni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra.
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra á von á barni með norskri barnsmóður sinni en þau eiga fyrir eitt barn.

DV greindi fyrst frá.

Barnsmóðir Eyjólfs heitir Suzanne og er arkitekt búsettur í Osló í Noregi. Eyjólfur er duglegur að ferðast milli Íslands og Noregs til að vera með fjölskyldu sinni.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er von á barninu í janúar á næstu ári og meðgangnan því rétt rúmlega hálfnuð

Eyjólfur hefur setið á þingi fyrir Flokk fólksins síðan 2021 en hann er fæddur í Vestmannaeyjum en flutti ungur að árum í Fossvoginn. Eyjólfur varð samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 21. desember 2024 en á þessu ári var heiti ráðuneytisins breytt í innviðaráðuneytið.

Eyjólfur vildi ekki tjá sig við fréttastofu um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.