Lífið

Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Egill og Thelma hafa verið saman í rúman áratug.
Egill og Thelma hafa verið saman í rúman áratug. Instagram

Útvarpsmaðurinn Egill Ploder Ottósson og sambýliskona hans Thelma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Embla Medical, eiga von á sínu öðru barni í byrjun næsta árs. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

Egill og Thelma eiga saman einn dreng, Patrik sem er þriggja ára.

„Annar gaur bætist við fjölskylduna á næsta ári. Þakklæti og tilhlökkun,“ skrifaði parið við færsluna og birti fallega mynd af fjölskyldunni ásamt sónarmynd af litla krílinu.

Parið hefur verið saman í rúman áratug. Þetta er sannkallað tímamótaár hjá þeim, enda fluttu þau fyrr á árinu í fallega íbúð í Fossvoginum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.