Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. október 2025 17:02 Sif Sigmarsdóttir hefur verið búsett í Lundúnum frá 2003 en starfar þó við að skrifa á íslensku: fréttir, pistla og bækur. Sif Sigmarsdóttir, pistlahöfundur og samfélagsýnir, er byrjuð með vikulegan pistil á fimmtudagsmorgnum á Vísi undir yfirskriftinni „Samhengið“ þar sem hún setur umræðuna í samhengi á listaformi. Hún lýsir efninu sem léttmeti með þungavigtarpælingum. „Hugmyndin vaknaði út frá því að ég stenst aldrei aðdráttarafl ,the listicle' eða listagreinarinnar. Mig hefur lengi langað að búa til svona dagskrárlið sem er að forminu listagrein en að inntaki pistill sem setur málefni líðandi stundar í samhengi,“ segir Sif við fréttamann um aðdragandann. Hún leiki sér að því að blanda saman pistlaforminu við listagreinaformið. „Það er snobbað gegn listagreininni, hún þykir dálítið ódýr. Ég er aðeins að reyna að poppa upp á hana og sýna fram á að hún þarf ekki að vera ódýr. Í fyrsta pistlinum er ég að skrifa um Labubu-bangsa en vísa líka í Descartes. Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu og að skilja það að getur verið hættulegur leikur,“ bætir hún við. Um er að ræða greiningu á málefnum líðandi stundar á léttum nótum. Léttmeti sem innihaldi samt þungavigtarpælingar sem fólk taki með sér inn í daginn. „Við lifum á svo miklum umrótatímum að mér fannst tilefni til að lífga aðeins upp á tilveruna og bjóða upp á eitthvað léttara lesefni með morgunkaffinu heldur en hvað Trump tvítaði um nóttina eða eitthvað slíkt,“ segir hún. „Þetta er blanda af pistli, fréttaskýringu og lífstílsþætti,“ bætir hún við. Íslendingar alltaf Íslendingar sama hvað þeir búa lengi erlendis Sif hefur verið búsett í Lundúnum síðustu 23 ár og vinnur þar sjálfstætt við skriftir, bæði frétta-, pistla- og bókaskrif. „Ég hef verið að skrifa fyrir íslenska fjölmiðla síðan ég flutti út 2002. Íslendingar eru svo miklir Íslendingar, sama hvað þeir búa lengi erlendis eru þeir alltaf Íslendingar. Ég fylgist náið með öllu sem er að gerast, tengslin rofna aldrei og ég kem mikið til Íslands,“ segir hún. Sif Sigmarsdóttir segist vera fréttafíkill. Ófáir íslenskir stjórnmálamenn hafa birst í dulargervi í bókum hennar. Til að viðhalda íslenskunni sé ekki síst mikilvægt að fjallað sé um léttara efni á íslensku. „Við lesum Guardian og Daily Mail og allt þetta á ensku. En til þess að halda í íslenskuna þurfum við líka að bjóða upp á dægurefni á íslensku. Hérna á Bretlandi er oft talað um fréttir sem ,next days fish-and-chips paper' því Bretarnir vefja fisknum í dagblaðapappír gærdagsins. Allt sem er skrifað á íslensku þarf ekki að endast á eilífu eða vera meistaraverk,“ segir hún. Sif segist vera „algjör fréttafíkill“ og hefur því safnað nóg af efni í sarpinn fyrir næstu vikur. „En svo er hugmyndin að efni pistlanna sé í rauninni að fjalla um það sem er að gerast þá vikuna. Það er kannski einhver frétt sem verður kveikjan að pistli vikunnar en svo leiðir hún mann í hinar ýmsu áttir,“ segir hún að lokum. Samhengið með Sif Samfélagsmiðlar Menning Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
„Hugmyndin vaknaði út frá því að ég stenst aldrei aðdráttarafl ,the listicle' eða listagreinarinnar. Mig hefur lengi langað að búa til svona dagskrárlið sem er að forminu listagrein en að inntaki pistill sem setur málefni líðandi stundar í samhengi,“ segir Sif við fréttamann um aðdragandann. Hún leiki sér að því að blanda saman pistlaforminu við listagreinaformið. „Það er snobbað gegn listagreininni, hún þykir dálítið ódýr. Ég er aðeins að reyna að poppa upp á hana og sýna fram á að hún þarf ekki að vera ódýr. Í fyrsta pistlinum er ég að skrifa um Labubu-bangsa en vísa líka í Descartes. Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu og að skilja það að getur verið hættulegur leikur,“ bætir hún við. Um er að ræða greiningu á málefnum líðandi stundar á léttum nótum. Léttmeti sem innihaldi samt þungavigtarpælingar sem fólk taki með sér inn í daginn. „Við lifum á svo miklum umrótatímum að mér fannst tilefni til að lífga aðeins upp á tilveruna og bjóða upp á eitthvað léttara lesefni með morgunkaffinu heldur en hvað Trump tvítaði um nóttina eða eitthvað slíkt,“ segir hún. „Þetta er blanda af pistli, fréttaskýringu og lífstílsþætti,“ bætir hún við. Íslendingar alltaf Íslendingar sama hvað þeir búa lengi erlendis Sif hefur verið búsett í Lundúnum síðustu 23 ár og vinnur þar sjálfstætt við skriftir, bæði frétta-, pistla- og bókaskrif. „Ég hef verið að skrifa fyrir íslenska fjölmiðla síðan ég flutti út 2002. Íslendingar eru svo miklir Íslendingar, sama hvað þeir búa lengi erlendis eru þeir alltaf Íslendingar. Ég fylgist náið með öllu sem er að gerast, tengslin rofna aldrei og ég kem mikið til Íslands,“ segir hún. Sif Sigmarsdóttir segist vera fréttafíkill. Ófáir íslenskir stjórnmálamenn hafa birst í dulargervi í bókum hennar. Til að viðhalda íslenskunni sé ekki síst mikilvægt að fjallað sé um léttara efni á íslensku. „Við lesum Guardian og Daily Mail og allt þetta á ensku. En til þess að halda í íslenskuna þurfum við líka að bjóða upp á dægurefni á íslensku. Hérna á Bretlandi er oft talað um fréttir sem ,next days fish-and-chips paper' því Bretarnir vefja fisknum í dagblaðapappír gærdagsins. Allt sem er skrifað á íslensku þarf ekki að endast á eilífu eða vera meistaraverk,“ segir hún. Sif segist vera „algjör fréttafíkill“ og hefur því safnað nóg af efni í sarpinn fyrir næstu vikur. „En svo er hugmyndin að efni pistlanna sé í rauninni að fjalla um það sem er að gerast þá vikuna. Það er kannski einhver frétt sem verður kveikjan að pistli vikunnar en svo leiðir hún mann í hinar ýmsu áttir,“ segir hún að lokum.
Samhengið með Sif Samfélagsmiðlar Menning Fjölmiðlar Bretland Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein