Lífið

„Mikil­vægt að ís­lenskt sam­fé­lag virði alla sem Ís­lendinga“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Malaika er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen.
Malaika er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen.

„Ég sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland Teen til að sýna stelpum að það er hægt að fara út fyrir þægindarammann og brjóta gegn staðalímyndum,“ segir Malaika Ragnheiður Ingvarsdóttir, nemi og fimleikaþjálfari. Malaika er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen.

Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára.

Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur.


Fullt nafn: Malaika Ragnheiður Ingvarsdóttir.

Aldur: 15 ára, verður 16 ára í desember.

Starf eða skóli? Ég er á fyrsta ári í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Samhliða því starfa ég í ísbúð Huppu og sem fimleikaþjálfari í Ármanni.

Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? 

Glaðlynd, ákveðin og hugulsöm.

Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það myndi engan gruna hversu mikinn ís ég hef borðað í gegnum tíðina því ég elska ís og borða hann næstum á hverjum degi.

Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Foreldrar mínir eru miklar fyrirmyndir fyrir mig. Þau hafa verið hugrökk og þorað að flytja milli landa. Pabbi rekur sitt eigið fyrirtæki, sem mér finnst aðdáunarvert.

Auk þeirra dáist ég mikið að Kendall Jenner og ferli hennar sem fyrirsæta, enda hef ég mikinn áhuga á að starfa sem fyrirsæta sjálf.

Hvað hefur mótað þig mest? Að alast upp í ástríkri fjölskyldu þar sem ég hef upplifað mikið öryggi hefur mótað mig sterkt. Ég upplifði einelti þegar ég var yngri, sem leiddi til þess að ég þurfti að skipta um skóla. Í nýja skólanum var hins vegar vel tekið á móti mér, og ég eignaðist dásamlega vini.

Að æfa fimleika frá fjögurra ára aldri hefur einnig haft mikil áhrif á mig og mótað mig á jákvæðan hátt.

Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Ég greindist með lesblindu þegar ég var í þriðja bekk, sem hefur verið stór áskorun í námi. Ég legg mikið á mig og miða hægt en örugglega áfram til að ná þeim árangri sem ég stefni að.

Hverju ertu stoltust af? Ég er mjög stolt af því að vera góður vinur og eiga frábæra vini. Ég á bestu vinkonur í heimi og legg mig fram við að vera góð vinkona til baka. Einnig er ég stolt af árangrinum sem ég hef náð í fimleikum; ég er keppnisöm og hef náð góðum árangri á mótum.

Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mesta gæfa mín í lífinu er fjölskyldan mín. Ég á yndislega fjölskyldu sem gefur mér mikla ást og nærveru og við höfum ferðast mikið saman, sem ég er afar þakklát fyrir.

Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég passa upp á að fá næga hvíld, knúsa hundinn minn og fara í göngutúr með honum. Ég gef mér einnig tíma fyrir sjálfa mig til að endurnærast.

Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Við gefumst ekki upp.“ Þetta er mantra í minni fjölskyldu.

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Við fjölskyldan vorum í Portúgal þegar ég var að synda í sjónum og bikiníið mitt slitnaði. Mamma reyndi að hjálpa mér en við lentum báðar í vandræðum, þannig að lífvörðurinn þurfti að bjarga okkur. Þetta var bæði pínlegt og fyndið og hann var sá eini sem ég endaði á að „flasha“ í þessu atviki.

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? 

Því miður er ég ekki góð í að syngja; Það er líklega hæfileiki sem ég ætti að halda leyndum.

Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Mér finnst heillandi þegar fólk er kurteist og brosmilt, því það sýnir virðingu og skapar góðan anda í kringum sig. Þegar fólk er jákvætt verður auðveldara að tengjast því og maður fær sjálfur meiri orku og gleði í samskiptum.

En óheillandi? Mér finnst óheillandi þegar fólk er fýlt og ókurteist, því það dregur niður andrúmsloftið í kring.

Hver er þinn helsti ótti? Alveg eins og mamma mín er ég dauðhrædd við snáka og því mjög þakklát fyrir að þeir séu ekki til á Íslandi.

Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig starfa sem farsæla fyrirsætu og fara í heimsreisu með góðum vinum.

Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, sænsku og dönsku.

Hver er uppáhalds maturinn þinn? Ég hef verið grænmetisæta síðan ég var níu ára og elska góða taco-veislu með alls konar grænmeti.

Hvaða lag tek ég í karókí? Leyndoi hæfileikinn minn er söngur, en fjölskyldan segir að hann sé best geymdur í sturtunni. Þar syng ég nefnilega geggjaða útgáfu af „I Can’t Feel My Face“ með The Weeknd.

Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Við fjölskyldan rákumst á Alex Wassabi þegar við vorum í fríi í Los Angeles í Bandaríkjunum, það var geggjað.

Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Það er kannski mitt á milli því ég sendi mikið af Snapchat-myndböndum á mitt fólk.

Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi gefa hluta af því í hjálparstarf í Kenía, sérstaklega til barnaheimila sem styðja foreldralaus börn, því það er málefni sem ég brenn fyrir. Svo myndi ég nota hluta af peningunum til að kaupa nokkur atriði sem eru á óskalistanum mínum.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni?

Ég sá þetta sem gott tækifæri til að læra margt gagnlegt sem gæti nýst mér í fyrirsætustörfum.Einnig lít ég á þetta sem tækifæri til að vinna í feimninni minni og opna mig meira.

Hvað hefur þú lært í ferlinu? Ég hef fengið góða þjálfun í að ganga í hælaskóm og lært hvernig best er að bera sig. Ég finn strax að ég er að opna mig meira og öðlast sjálfstraust.

Hvaða samfélagslegu málefni brennur þú fyrir? Ég trúi á jafnrétti fyrir allt fólk og að við eigum alltaf að koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Mér finnst mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga, óháð húð- eða háralit.

Hvaða kostum þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir?

Ég tel að Ungfrú Ísland Teen þurfi að vera fyrirmynd fyrir önnur ungmenni, sýna kurteisi og virðingu og vera opin og jákvæð í samskiptum. 

Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Ég sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland Teen til að sýna stelpum að það er hægt að fara út fyrir þægindarammann og brjóta gegn staðalímyndum. Ég vil vera fyrirmynd fyrir aðrar ungar stelpur og hvetja þær til að fylgja sínum eigin draumum.

Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Þetta eru allt æðislega flottar stelpur og ofsalega skemmtilegur hópur. Ég hef reynslu frá þremur menningarheimum; Íslandi, Kenía og Svíþjóð  og vil sýna að Íslendingar eru alls konar.

Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Stanslaus samanburður við aðra í gegnum samfélagsmiðla sem getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmat okkar.

Og hvernig mætti leysa það? Þegar stórt er spurt. 

Með því að efla getu okkar til að vera ánægðar með okkur sjálfar og viðurkenna eigin verðleika.

Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Það hafa allir rétt á að tjá sína skoðun, en fyrir mig er þetta mikill lærdómur. Ég er þakklát fyrir það að fá að vera hluti af þessum hópi og stíga út fyrir minn þægindaramma.


Tengdar fréttir

„Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“

„Ég er greind með POTS-heilkennið. Það var á tímabili mjög erfitt, en eftir að ég breytti mataræðinu mínu og tileinkaði mér heilbrigðan lífsstíl finn ég lítið fyrir sjúkdómnum í dag,“ segir Thelma Marín Ingadóttir, nemi og ungfrú Norðlingaholt.

„Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“

„Ég get ekki annað sagt en að það sé lífsins lukka að hafa hana í lífi mínu,“ segir Lea Björt Axelsdóttir, nemi og Ungfrú Gullfoss, um litlu systur sína sem er með Downs-heilkennið. Lea Björt segist brenna fyrir málefni fatlaðra, þar sem þau standi henni mjög nærri.

Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd

„Ég brenn fyrir því að efla umræðuna um andlega heilsu og tryggja að allir hafi aðgang að nauðsynlegum stuðningi. Heilbrigt samfélag byrjar á því að öllum líði vel og geti blómstrað innan þess,“ Emilíana Ísis Káradóttir hársnyrtinemi og keppendi í Ungfrú Ísland Teen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.