Sjónlýsing í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2025 11:00 Myndin fjallar um Dagbjörtu Andrésdóttur, sem fæðist með heilatengda sjónskerðingu. Heimildarmyndin Fyrir allra augum, sem fjallar um Dagbjörtu Andrésdóttur, verður sýnd í dag á alþjóðlegum sjónverndardegi. Sýningin á Rúv markar tímamót, þar sem þetta verður í fyrsta sinn sem Ríkisútvarpið sýnir efni með sjónlýsingu sem hjálpar blindum og sjónskertum að njóta myndarinnar. Dagbjört fæddist með heilatengda sjónskerðingu, eða CVI, en það vísar til skemmda á þeim hlutum heilans sem vinna úr þeim upplýsingum sem berast milli augna og heilans. Því hafa skemmdirnar mikil áhrif á það hvernig fólk skynjar og túlkar umhverfi sitt. Í nýlegu viðtali við Vísi sagði Dagbjört frá því hvernig hún hefði farið í gegnum lífið með einungis fjögurra prósenta sjón, án þess að eftir því hefði verið tekið. Hún hefur engu að síður tekist á við sjúkdóminn af mikilli þrautseigju og náð að afreka ótrúlegustu hluti þrátt fyrir ýmsar hindranir. Þegar hún var barn benti ýmislegt til þess að það væri ekki allt með felldu; hún var seinna meir greind með röskun á einhverfurófi og með CP hreyfihömlun, auk þess sem hún var greind með sjóntaugarýrnun, sjónskekkju og reikniblindu. Hún var ekki greind með CVI, af því hún þótti ekki með týpísk einkenni. Flest hennar einkenni voru tengd við hreyfihömlunina og átti hún erfitt uppdráttar í grunnskóla. „Ég var rosalega góð í öllum lesfögum, ég þurfti ekkert að hafa fyrir þeim, en þegar kom að stærðfræði og rökgreinum þá var ég bara alveg úti á túni. Það er vegna þess að heilastöðin hjá mér sem sér um bókstafi, hún er ekki sködduð. Heilastöðin sem sér um tölur er hins vegar ónýt,“ sagði Dagbjört. Myndin um Dagbjörtu er enn sem komið er eina heimildarmyndin í heiminum um CVI, samkvæmt tilkynningu frá Blindrafélaginu. Þykir það nokkuð merkilegt þar sem allt að einn af hverjum þrjátíu sé með heilatengda sjónskerðingu. Flestir viti ekki af því. Samhliða sýningunni á Rúv verður sjónlýsingin sýnd á Rúv2 og verður hún sýnd klukkan níu í kvöld. Sjá má stiklu í spilaranum hér að neðan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Dagbjört fæddist með heilatengda sjónskerðingu, eða CVI, en það vísar til skemmda á þeim hlutum heilans sem vinna úr þeim upplýsingum sem berast milli augna og heilans. Því hafa skemmdirnar mikil áhrif á það hvernig fólk skynjar og túlkar umhverfi sitt. Í nýlegu viðtali við Vísi sagði Dagbjört frá því hvernig hún hefði farið í gegnum lífið með einungis fjögurra prósenta sjón, án þess að eftir því hefði verið tekið. Hún hefur engu að síður tekist á við sjúkdóminn af mikilli þrautseigju og náð að afreka ótrúlegustu hluti þrátt fyrir ýmsar hindranir. Þegar hún var barn benti ýmislegt til þess að það væri ekki allt með felldu; hún var seinna meir greind með röskun á einhverfurófi og með CP hreyfihömlun, auk þess sem hún var greind með sjóntaugarýrnun, sjónskekkju og reikniblindu. Hún var ekki greind með CVI, af því hún þótti ekki með týpísk einkenni. Flest hennar einkenni voru tengd við hreyfihömlunina og átti hún erfitt uppdráttar í grunnskóla. „Ég var rosalega góð í öllum lesfögum, ég þurfti ekkert að hafa fyrir þeim, en þegar kom að stærðfræði og rökgreinum þá var ég bara alveg úti á túni. Það er vegna þess að heilastöðin hjá mér sem sér um bókstafi, hún er ekki sködduð. Heilastöðin sem sér um tölur er hins vegar ónýt,“ sagði Dagbjört. Myndin um Dagbjörtu er enn sem komið er eina heimildarmyndin í heiminum um CVI, samkvæmt tilkynningu frá Blindrafélaginu. Þykir það nokkuð merkilegt þar sem allt að einn af hverjum þrjátíu sé með heilatengda sjónskerðingu. Flestir viti ekki af því. Samhliða sýningunni á Rúv verður sjónlýsingin sýnd á Rúv2 og verður hún sýnd klukkan níu í kvöld. Sjá má stiklu í spilaranum hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira