Lífið

Sjáðu-hjónin kunna að halda partý

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sjáðu hjónin Gylfi Björnsson og Anna Þóra Björnsdóttir.
Sjáðu hjónin Gylfi Björnsson og Anna Þóra Björnsdóttir. Dóra Dúna

Hjónin Gylfi Björnsson og Anna Þóra Björnsdóttir héldu glæsilega tónlistarveislu í Háskólabíói síðastliðið mánudagskvöld í tilefni 30 ára afmælis gleraugnaverslunarinnar Sjáðu.

Gestir voru beðnir um að mæta í svörtum, hvítum og gráum flíkum, og voru jafnframt hvattir til að hafa þrívíddargleraugu meðferðis, þar sem þau giltu sem aðgöngumiði í afmælið.

Veislan var hin glæsilegasta og var veislustjórn í höndum Níels Thibaud Girerd.

Úrvalslið íslenskra tónlistarmanna og flytjenda voru fengnir til að skemmta gestum. Þar á meðal voru Sigríður Thorlacius, Mugison, Kristján Jóhannsson, GDRN, Elín Hall, Jakob Frímann, Jóhann Sigurðarson, Mezzoforte og Skólahljómsveit Kópavogs. Þá tóku leikararnir Þorsteinn Bachmann, Jörundur Ragnarsson og Halldór Gylfason, nokkur dansspor við mikinn fögnuð viðstaddra.

Síðast en ekki síst sá hljómsveitin Húsband Sjáðu, sem er skipuð þeim Reyni Snæ, Bergi Einari, Guðmundi Óskari, Magnúsi Jóhanni, Ómari Guðjónssyni, Snorra Sigurðarsyni og Kjartani Hákonarssyni, um að halda stemningunni gangandi fram eftir kvöldi.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá kvöldinu.

Dóra Dúna
Dóra Dúna
Dóra Dúna
Dóra Dúna
Dóra Dúna
Dóra Dúna
Dóra Dúna





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.