Lífið

Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Helen og Rubin gera góða hluti hvor á sínu sviði.
Helen og Rubin gera góða hluti hvor á sínu sviði.

Ofurfyrirsætan Helen Málfríður Óttarsdóttir og Rubin Pollock, gítarleikari hljómsveitarinnar Kaleo, hafa verið að stinga saman nefjum undanfarna mánuði.

Helen deildi mynd af þeim saman í rómantískri göngu um götur London í gær þar sem þau virðast njóta samvistar hvors annars.

Rubin og Helen fóru í rómantíska kvöldgöngu í gærkvöldi.

Helen er búsett í Hackney í austurhluta London og hefur á undanförnum árum byggt upp glæsilegan feril í fyrirsætuheiminum. Hún er á skrá hjá íslensku skrifstofunni Ey Agency ásmt PMR skrifstofunni í London, PMA í Þýskalandi og Le Management í Skandinavíu. 

Rubin er búsettur á Íslandi, með annan fótinn í Bandaríkjunum. Hann er sonur rithöfundarins og gítarleikarans Mike Pollock, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa verið í hinni goðsagnakenndu hljómsveit Utangarðsmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.