Getur alls ekki verið einn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. október 2025 07:01 Tónlistarmaðurinn Elvar Orri ræddi við blaðamann um lífið, tilveruna og tónlistina. Vísir/Anton Brink „Þessi ákvörðun hefur algjörlega breytt lífi mínu,“ segir upprennandi tónlistarmaðurinn Elvar Orri Palash Arnarsson. Elvar Orri skaust upp á stjörnuhimininn fyrr á árinu en hefur verið að gera tónlist í mörg ár og á eitt heitasta lag ársins, Miklu betri einn. Blaðamaður ræddi við hans um lífið og tilveruna. Lýsir upp herbergið Elvar Orri er fæddur árið 2003 á sumarsólstöðum sem er ansi viðeigandi því honum fylgir mikil birta og gleði. „Ég hef alltaf verið ótrúlega opinn og vinmargur og eiginlega bara lagt mig fram við að lýsa upp herbergið,“ segir Elvar brosandi. Tónlistarmaðurinn Elvar Orri er mikill stemningsmaður og leggur allt í listina. Vísir/Anton Brink Hann ólst upp í Hlíðunum og síðar Laugardal og var í Háteigsskóla þar sem hann kynntist mikið af öðrum skapandi strákum. Í dag býr hann í Laugardal ásamt foreldrum sínum, þeim Arnari og Margréti S. Höskuldsdóttur og yngri bróður. „Mamma og pabbi eru hamingjusamlega gift. Hún er nýlega orðinn rithöfundundur og pabbi starfar sem flugumferðarstjóri.“ Erfitt að skilja ákvörðunina að hætta í skóla Hann segir foreldra sína styðja við bakið á sér í dag. „Það var aðeins erfiðara fyrir þau fyrst að skilja alveg þetta skref hjá mér. Þau voru ekki alveg á því að það væri góð hugmynd að hætta í skóla og vinnu til að fara að gera tónlist en núna styðja þau við mig.“ Elvar þurfti að fá svigrúm til að finna sig en vissi alltaf að tónlistin væri hans ástríða.Vísir/Anton Brink Elvar Orri var nemandi í MS þegar hann tók ákvörðun að hætta öllu og leggja allt í tónlistina. „Ég hugsaði ef ég ætla að gera þetta ætla ég að gera þetta vel. Ég var nítján ára og þetta var auðvitað erfitt fyrir mömmu og pabba. Þau rifja það oft upp núna að ég hafi sagt við þau að ég gæti ekki verið með neitt plan B. Það væri ávísun á að plan A myndi ekki ganga,“ segir Elvar og hlær. „Ég hef alltaf verið þannig að ég fer alla leið með hlutina. Ef mig langar að gera eitthvað þá geri ég það eins vel og ég get og læt ekkert stoppa mig. Þessi ákvörðun um tónlistina er sú eina sem hefur algjörlega breytt lífi mínu. Lífið er svo stutt, ég er ungur og ég hugsaði bara hverju hef ég að tapa?“ Var ekki að reyna að deyfa tilfinningar með dópi Tónlistin hefur alla tíð verið mikil ástríða hjá Elvari. „Ég hef alltaf verið góður strákur en á þeim tíma sem ég var að hætta í skóla var ég kannski ekki endilega á mjög sniðugri braut. Ég var að djamma rosalega mikið og gera fleira en að bara drekka. Svo tek ég þessa ákvörðun að einblína á tónlistina og hætti öllu rugli. Ég drekk alveg stundum núna en það er ekkert rugl og ekkert dóp. Ég var líka aldrei að gera þetta til þess að deyfa einhverjar tilfinningar, þetta snerist bara um að fokka mér upp og hafa gaman.“ Hann segir normaliseringu og auðvelt aðgengi að fíkniefnum sannarlega vandamál í dag. „Ég get opnað símann minn og fundið eitthvað drasl á örskots stundu. En ég er rosa glaður að vera laus við þetta og er aldrei að fara aftur í neitt svona rugl,“ segir Elvar ákveðinn. View this post on Instagram A post shared by ELVAR (@elvarrorri) Boltinn fór að rúlla hjá honum þegar hann tók þessa örlagaríku ákvörðun og lagði hann strax upp úr því að kynnast sem flestum í tónlistarbransanum. „Ég byrjaði að reyna að mynda tengslanet, drita skilaboðum á aðra listamenn og fór að senda þeim lög sem ég var að vinna að. Ég fékk svör frá sumum en sumir eiga enn eftir að svara,“ segir Elvar hlæjandi. „Blackout“ á Auto upphafið af gjöfulu samstarfi „Á þessum tíma var ég að gera tónlist með Róberti besta vini mínum og enginn í kringum okkur var neitt viðloðinn tónlist. Við vorum að í stúdíóinu á hverjum degi að reyna að þróa með okkur hljóð sem varð svo bara alveg feitt,“ segir Elvar en hann sendi meðal annars skilaboð á Loga Pedro og fékk svar einhverju síðar frá honum en það átti eftir að vera örlagaríkt. Fyrstu kynni þeirra voru mjög skondin. „Þetta er eiginlega ótrúlega fyndin saga. Ég var að djamma niðri í bæ og ég var ótrúlega spenntur að fara á Auto því ég vissi að Logi var að DJa þar. Ég ætlaði rosa mikið að passa mig að drekka ekki of mikið svo ég gæti haldið fókus og spjallað við hann um tónlistina en svo gekk það ekki alveg og ég fór bara í blackout, segir Elvar kíminn. Daginn eftir vaknaði hann svo með skilaboð frá Loga. View this post on Instagram A post shared by ELVAR (@elvarrorri) „Þar stóð eitthvað svona: „Gaman að spjalla við þig í gær, mátt endilega bjalla á mig og segja mér frá þessu aftur.“ Og ég mundi náttúrulega ekkert hvað ég var að segja og hélt ég væri alveg búinn að klúðra þessu. En við spjöllum og ég sagði bara: Ég veit ekkert hvað ég var að segja í gær ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Elvar og skellir upp úr. Strákarnir ákváðu að hittast í stúdíóinu og hlutirnir fóru fljótt að gerast. Fyrsta lagið sem þeir gáfu út heitir Ekkert vandamál. „Þetta var alveg klikkuð upplifun, Logi er fyrsti þekkti tónlistarmaðurinn á Íslandi sem ég vinn með. Þetta var alveg galið og hann var svo mikið að peppa þetta og keyra áfram, sem mér fannst tryllt. Þá vissi ég að hann hefði í alvöru áhuga á að vinna með mér og trú á mér. Það er ómetanlegt fyrir mér. Svo er ótrúlega fyndið að hugsa til þess að okkar samstarf hafi myndast út frá blackout-i á Auto.“ Lang oftast í mjög góðu skapi Elvar hefur eiginlega alla tíð átt gott samband við sjálfan sig og pælir lítið í því hvað öðrum finnst. „Ég var semí aldrei meðvitaður um sjálfan mig. Frá ungum aldri hef ég alltaf átt rosalega mikið af vinum og ég er lang oftast bara í rosa góðu skapi. Fólk í kringum mig hefur oft sagt að ég hafi jákvæða nærveru og ég kann vel að meta það. Það er verðmætt fyrir mér að hafa alltaf átt auðvelt með að eignast vini og vera í kringum fólk, ég tek öllum með opnum örmum. Það þarf alveg rosalega mikið til að ég verði ósáttur við fólk.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband við lag Elvars Miklu betri einn: Klippa: ELVAR - Miklu betri einn Miklu betri einn en getur ekki verið einn Honum líður því alltaf best þegar hann er umkringdur fólki. „Ég get ekki verið einn sem er ótrúlega fyndið því vinsælasta lagið mitt heitir Miklu betri einn. Ég hef bara aldrei þolað að vera einn, ég veit ekki hvað þetta er. Nýverið er ég aðeins meira farinn að ná því en lífið mitt er bara þannig að ég er eiginlega alltaf umkringdur einhverjum aktífasta vinahópi landsins. Við erum hópur stráka úr Háteigsskóla sem höldum enn hópinn og köllum okkur Flysouth þar sem hver og einn okkar er að gera eitthvað skapandi, hvort sem það er tónlist, hönnun, list eða annað.“ Strákarnir í FlySouth Creative Studio.Saga Sig Sér ekki eftir neinu Það hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Elvari frá því hann gaf út fyrsta lagið sitt árið 2022. „Fyrsta platan mín kom út árið 2023 og ég myndi ekki gefa hana út í dag en ég er samt mjög stoltur af henni. Ég lærði rosalega mikið á því að vinna hana og ég sé ekki eftir neinu. Eftir útgáfu tók ég smá pásu frá útgáfu til að vinna að nýrri og betri tónlist.“ Í kjölfarið fór Elvar að vinna með kanónum í tónlistarbransanum á borð við Loga Pedro og pródúsentinn Þormóð sem hefur meðal annars unnið með Herra Hnetusmjöri og GDRN. „Ég heyrði Þormóð tala um mig í einhverju viðtali og ákvað að senda á hann. Við gerðum fyrst lagið Stórar tilfinningar sem var feitt og við vorum fljótir að fatta að við vinnum vel saman. Eftir það gerum við lagið Miklu betri einn sem sprakk auðvitað út.“ Miklu betri einn var eitt vinsælasta lag sumarsins og flutti Elvar það meðal annars í þætti Gísla Marteins í haust. „Það var rosaleg viðurkenning og stórt skref, þetta er þáttur með áhorfi sko,“ segir Elvar brosandi. Innblástur frá mismunandi píum Hann segist alveg hafa grunað að laginu myndi ganga vel. „Ég er alveg óhræddur við að segja að þetta varð sumarlagið hérna heima. Þetta er bara svo ferskt og þetta er líka fyrsta lagið sem ég hef sent út sem allur aldur getur hlustað á, sérstaklega því það er svo mikið af fólki sem getur tengt við þessa tilfinningu, að losna úr einhverju og fatta að það gengur miklu betur að vera einn.“ Elvar syngur um að vera miklu betri einn en á erfitt með einveru.Vísir/Anton Brink Lögin hans eru oft á tíðum tilfinningarík og blaðamaður spyr hann hver hafi brotið í honum hjartað, sem hann svarar hlæjandi: „Ég hef aldrei verið í sambandi en innblásturinn er bara svona hinar ýmsu píur sem maður hefur hitt yfir ævina. Þetta er allt skipt eftir tímabilum og það er áhugavert að hlusta á lögin og heyra muninn á því hvernig manni líður hverju sinni. Þetta er samt ekki ein afmörkuð upplifun heldur innblástur úr öllum áttum, líka frá öðrum tónlistarmönnum. Ég er háður því að hlusta á tónlist og hef alltaf verið. Það fyrsta sem ég geri sem ég vakna er að setja í mig heyrnartól til að hlusta á tónlist og tek þau af mér þegar ég er að semja tónlist.“ Einlægt hamingjusamur og fer fulla ferð áfram Elvar hefur yfirvegað viðmót og segir að lífið hafi sjaldan verið betra. „Mér líður ótrúlega vel. Ekki það að mér hafi nokkurn tíma liðið eitthvað illa, ég sæki ekki í það að vera leiður en ég er alltaf að verða betri útgáfa af mér, sem er góð tilfinning. Ég næ að vera stoltur af mér og mínu en auðvitað gleymir maður sér stundum í að vilja stöðugt ná lengra. Núna er ég lítið búinn að hitta foreldra mína undanfarið því ég er alltaf annað hvort að gigga eða í stúdíóinu og ef ég er ekki að því er ég líklega að djamma,“ segir Elvar og hlær. Elvar Orri er að fara á fullt í plötuundirbúning.Vísir/Anton Brink „Ég sagði við mömmu um daginn að ég væri að fara í „album mode“ og þá væri ég ekki að fara að vera skemmtilegur eða mikið heima. Hún skilur það vel, líka sem rithöfundur. Ég hef alltaf verið mjög heppinn með fólkið í kringum mig. Ég elskaði að vera úti að leika mér þegar ég var lítill, var alltaf á vappi og að finna mér eitthvað skemmtilegt að gera. Enginn var með snjallsíma og maður varð að vona að einhver væri á skólalóðinni og nennti að leika. Ég held að þetta hafi mótað mig í að vera svona opinn gagnvart fólki. Ég hef alltaf verið til í allt.“ Hann situr vel í sjálfum sér og er óhræddur við að vinna í sjálfum sér. „Ég tók mig á þegar ég þurfti það. Ég er einlægt hamingjusamur í dag og stefni bara fulla ferð áfram. Ég bókstaflega var að byrja,“ segir Elvar en hann og Logi Pedro voru að senda frá sér lagið Aftur og aftur og ætla að gefa út aðra plötu. Sömuleiðis stefnir Elvar á sólóplötu á næsta ári en hér má hlusta á hann á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Ástin og lífið Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
Lýsir upp herbergið Elvar Orri er fæddur árið 2003 á sumarsólstöðum sem er ansi viðeigandi því honum fylgir mikil birta og gleði. „Ég hef alltaf verið ótrúlega opinn og vinmargur og eiginlega bara lagt mig fram við að lýsa upp herbergið,“ segir Elvar brosandi. Tónlistarmaðurinn Elvar Orri er mikill stemningsmaður og leggur allt í listina. Vísir/Anton Brink Hann ólst upp í Hlíðunum og síðar Laugardal og var í Háteigsskóla þar sem hann kynntist mikið af öðrum skapandi strákum. Í dag býr hann í Laugardal ásamt foreldrum sínum, þeim Arnari og Margréti S. Höskuldsdóttur og yngri bróður. „Mamma og pabbi eru hamingjusamlega gift. Hún er nýlega orðinn rithöfundundur og pabbi starfar sem flugumferðarstjóri.“ Erfitt að skilja ákvörðunina að hætta í skóla Hann segir foreldra sína styðja við bakið á sér í dag. „Það var aðeins erfiðara fyrir þau fyrst að skilja alveg þetta skref hjá mér. Þau voru ekki alveg á því að það væri góð hugmynd að hætta í skóla og vinnu til að fara að gera tónlist en núna styðja þau við mig.“ Elvar þurfti að fá svigrúm til að finna sig en vissi alltaf að tónlistin væri hans ástríða.Vísir/Anton Brink Elvar Orri var nemandi í MS þegar hann tók ákvörðun að hætta öllu og leggja allt í tónlistina. „Ég hugsaði ef ég ætla að gera þetta ætla ég að gera þetta vel. Ég var nítján ára og þetta var auðvitað erfitt fyrir mömmu og pabba. Þau rifja það oft upp núna að ég hafi sagt við þau að ég gæti ekki verið með neitt plan B. Það væri ávísun á að plan A myndi ekki ganga,“ segir Elvar og hlær. „Ég hef alltaf verið þannig að ég fer alla leið með hlutina. Ef mig langar að gera eitthvað þá geri ég það eins vel og ég get og læt ekkert stoppa mig. Þessi ákvörðun um tónlistina er sú eina sem hefur algjörlega breytt lífi mínu. Lífið er svo stutt, ég er ungur og ég hugsaði bara hverju hef ég að tapa?“ Var ekki að reyna að deyfa tilfinningar með dópi Tónlistin hefur alla tíð verið mikil ástríða hjá Elvari. „Ég hef alltaf verið góður strákur en á þeim tíma sem ég var að hætta í skóla var ég kannski ekki endilega á mjög sniðugri braut. Ég var að djamma rosalega mikið og gera fleira en að bara drekka. Svo tek ég þessa ákvörðun að einblína á tónlistina og hætti öllu rugli. Ég drekk alveg stundum núna en það er ekkert rugl og ekkert dóp. Ég var líka aldrei að gera þetta til þess að deyfa einhverjar tilfinningar, þetta snerist bara um að fokka mér upp og hafa gaman.“ Hann segir normaliseringu og auðvelt aðgengi að fíkniefnum sannarlega vandamál í dag. „Ég get opnað símann minn og fundið eitthvað drasl á örskots stundu. En ég er rosa glaður að vera laus við þetta og er aldrei að fara aftur í neitt svona rugl,“ segir Elvar ákveðinn. View this post on Instagram A post shared by ELVAR (@elvarrorri) Boltinn fór að rúlla hjá honum þegar hann tók þessa örlagaríku ákvörðun og lagði hann strax upp úr því að kynnast sem flestum í tónlistarbransanum. „Ég byrjaði að reyna að mynda tengslanet, drita skilaboðum á aðra listamenn og fór að senda þeim lög sem ég var að vinna að. Ég fékk svör frá sumum en sumir eiga enn eftir að svara,“ segir Elvar hlæjandi. „Blackout“ á Auto upphafið af gjöfulu samstarfi „Á þessum tíma var ég að gera tónlist með Róberti besta vini mínum og enginn í kringum okkur var neitt viðloðinn tónlist. Við vorum að í stúdíóinu á hverjum degi að reyna að þróa með okkur hljóð sem varð svo bara alveg feitt,“ segir Elvar en hann sendi meðal annars skilaboð á Loga Pedro og fékk svar einhverju síðar frá honum en það átti eftir að vera örlagaríkt. Fyrstu kynni þeirra voru mjög skondin. „Þetta er eiginlega ótrúlega fyndin saga. Ég var að djamma niðri í bæ og ég var ótrúlega spenntur að fara á Auto því ég vissi að Logi var að DJa þar. Ég ætlaði rosa mikið að passa mig að drekka ekki of mikið svo ég gæti haldið fókus og spjallað við hann um tónlistina en svo gekk það ekki alveg og ég fór bara í blackout, segir Elvar kíminn. Daginn eftir vaknaði hann svo með skilaboð frá Loga. View this post on Instagram A post shared by ELVAR (@elvarrorri) „Þar stóð eitthvað svona: „Gaman að spjalla við þig í gær, mátt endilega bjalla á mig og segja mér frá þessu aftur.“ Og ég mundi náttúrulega ekkert hvað ég var að segja og hélt ég væri alveg búinn að klúðra þessu. En við spjöllum og ég sagði bara: Ég veit ekkert hvað ég var að segja í gær ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Elvar og skellir upp úr. Strákarnir ákváðu að hittast í stúdíóinu og hlutirnir fóru fljótt að gerast. Fyrsta lagið sem þeir gáfu út heitir Ekkert vandamál. „Þetta var alveg klikkuð upplifun, Logi er fyrsti þekkti tónlistarmaðurinn á Íslandi sem ég vinn með. Þetta var alveg galið og hann var svo mikið að peppa þetta og keyra áfram, sem mér fannst tryllt. Þá vissi ég að hann hefði í alvöru áhuga á að vinna með mér og trú á mér. Það er ómetanlegt fyrir mér. Svo er ótrúlega fyndið að hugsa til þess að okkar samstarf hafi myndast út frá blackout-i á Auto.“ Lang oftast í mjög góðu skapi Elvar hefur eiginlega alla tíð átt gott samband við sjálfan sig og pælir lítið í því hvað öðrum finnst. „Ég var semí aldrei meðvitaður um sjálfan mig. Frá ungum aldri hef ég alltaf átt rosalega mikið af vinum og ég er lang oftast bara í rosa góðu skapi. Fólk í kringum mig hefur oft sagt að ég hafi jákvæða nærveru og ég kann vel að meta það. Það er verðmætt fyrir mér að hafa alltaf átt auðvelt með að eignast vini og vera í kringum fólk, ég tek öllum með opnum örmum. Það þarf alveg rosalega mikið til að ég verði ósáttur við fólk.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband við lag Elvars Miklu betri einn: Klippa: ELVAR - Miklu betri einn Miklu betri einn en getur ekki verið einn Honum líður því alltaf best þegar hann er umkringdur fólki. „Ég get ekki verið einn sem er ótrúlega fyndið því vinsælasta lagið mitt heitir Miklu betri einn. Ég hef bara aldrei þolað að vera einn, ég veit ekki hvað þetta er. Nýverið er ég aðeins meira farinn að ná því en lífið mitt er bara þannig að ég er eiginlega alltaf umkringdur einhverjum aktífasta vinahópi landsins. Við erum hópur stráka úr Háteigsskóla sem höldum enn hópinn og köllum okkur Flysouth þar sem hver og einn okkar er að gera eitthvað skapandi, hvort sem það er tónlist, hönnun, list eða annað.“ Strákarnir í FlySouth Creative Studio.Saga Sig Sér ekki eftir neinu Það hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Elvari frá því hann gaf út fyrsta lagið sitt árið 2022. „Fyrsta platan mín kom út árið 2023 og ég myndi ekki gefa hana út í dag en ég er samt mjög stoltur af henni. Ég lærði rosalega mikið á því að vinna hana og ég sé ekki eftir neinu. Eftir útgáfu tók ég smá pásu frá útgáfu til að vinna að nýrri og betri tónlist.“ Í kjölfarið fór Elvar að vinna með kanónum í tónlistarbransanum á borð við Loga Pedro og pródúsentinn Þormóð sem hefur meðal annars unnið með Herra Hnetusmjöri og GDRN. „Ég heyrði Þormóð tala um mig í einhverju viðtali og ákvað að senda á hann. Við gerðum fyrst lagið Stórar tilfinningar sem var feitt og við vorum fljótir að fatta að við vinnum vel saman. Eftir það gerum við lagið Miklu betri einn sem sprakk auðvitað út.“ Miklu betri einn var eitt vinsælasta lag sumarsins og flutti Elvar það meðal annars í þætti Gísla Marteins í haust. „Það var rosaleg viðurkenning og stórt skref, þetta er þáttur með áhorfi sko,“ segir Elvar brosandi. Innblástur frá mismunandi píum Hann segist alveg hafa grunað að laginu myndi ganga vel. „Ég er alveg óhræddur við að segja að þetta varð sumarlagið hérna heima. Þetta er bara svo ferskt og þetta er líka fyrsta lagið sem ég hef sent út sem allur aldur getur hlustað á, sérstaklega því það er svo mikið af fólki sem getur tengt við þessa tilfinningu, að losna úr einhverju og fatta að það gengur miklu betur að vera einn.“ Elvar syngur um að vera miklu betri einn en á erfitt með einveru.Vísir/Anton Brink Lögin hans eru oft á tíðum tilfinningarík og blaðamaður spyr hann hver hafi brotið í honum hjartað, sem hann svarar hlæjandi: „Ég hef aldrei verið í sambandi en innblásturinn er bara svona hinar ýmsu píur sem maður hefur hitt yfir ævina. Þetta er allt skipt eftir tímabilum og það er áhugavert að hlusta á lögin og heyra muninn á því hvernig manni líður hverju sinni. Þetta er samt ekki ein afmörkuð upplifun heldur innblástur úr öllum áttum, líka frá öðrum tónlistarmönnum. Ég er háður því að hlusta á tónlist og hef alltaf verið. Það fyrsta sem ég geri sem ég vakna er að setja í mig heyrnartól til að hlusta á tónlist og tek þau af mér þegar ég er að semja tónlist.“ Einlægt hamingjusamur og fer fulla ferð áfram Elvar hefur yfirvegað viðmót og segir að lífið hafi sjaldan verið betra. „Mér líður ótrúlega vel. Ekki það að mér hafi nokkurn tíma liðið eitthvað illa, ég sæki ekki í það að vera leiður en ég er alltaf að verða betri útgáfa af mér, sem er góð tilfinning. Ég næ að vera stoltur af mér og mínu en auðvitað gleymir maður sér stundum í að vilja stöðugt ná lengra. Núna er ég lítið búinn að hitta foreldra mína undanfarið því ég er alltaf annað hvort að gigga eða í stúdíóinu og ef ég er ekki að því er ég líklega að djamma,“ segir Elvar og hlær. Elvar Orri er að fara á fullt í plötuundirbúning.Vísir/Anton Brink „Ég sagði við mömmu um daginn að ég væri að fara í „album mode“ og þá væri ég ekki að fara að vera skemmtilegur eða mikið heima. Hún skilur það vel, líka sem rithöfundur. Ég hef alltaf verið mjög heppinn með fólkið í kringum mig. Ég elskaði að vera úti að leika mér þegar ég var lítill, var alltaf á vappi og að finna mér eitthvað skemmtilegt að gera. Enginn var með snjallsíma og maður varð að vona að einhver væri á skólalóðinni og nennti að leika. Ég held að þetta hafi mótað mig í að vera svona opinn gagnvart fólki. Ég hef alltaf verið til í allt.“ Hann situr vel í sjálfum sér og er óhræddur við að vinna í sjálfum sér. „Ég tók mig á þegar ég þurfti það. Ég er einlægt hamingjusamur í dag og stefni bara fulla ferð áfram. Ég bókstaflega var að byrja,“ segir Elvar en hann og Logi Pedro voru að senda frá sér lagið Aftur og aftur og ætla að gefa út aðra plötu. Sömuleiðis stefnir Elvar á sólóplötu á næsta ári en hér má hlusta á hann á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Ástin og lífið Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira