Enski boltinn

Albert valdi leik­menn Man. United sem hann þolir ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Brynjar Ingason og Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United og Arsenal.
Albert Brynjar Ingason og Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United og Arsenal. Getty/Alex LiveseySýn Sport

Sumir leikmenn eru leiðinlegri en aðrir. Nokkrir leikmenn Manchester United eru þannig ekki á vinsældalistanum hjá öðrum Varsjársmanninum eins og kom í ljós á Sýn Sport í gærkvöldi.

Albert Brynjar Ingason var í fullu fjöri í Varsjánni í gærkvöldi þar sem hann og Stefán Árni Pálsson fóru yfir ensku úrvalsdeildina á léttan hátt.

Albert heldur með Arsenal en Stefán Árni heldur með Manchester United.

Manchester United vann frábæran útisigur á erkifjendum sínum í Liverpool um helgina sem voru kærkomin úrslit eftir margar vikur af bölmóði.

„Við þurfum aðeins að kippa okkur Manchester United mönnum niður á jörðina. Albert þú err með lista yfir þá leikmenn úr sögu United sem þú þolir ekki,“ sagði Stefán Árni.

„Já, það er ákveðin þema í þessu og þið sjáið það fljótt. Þetta eru eiginlega leikmenn sem hafa spilað fyrir bæði lið [Fyrir Man. Utd og Arsenal] og það er aðalástæðan fyrir því að ég þoli þá ekki,“ sagði Albert.

Hér fyrir neðan má sjá listann hans Alberts.

Klippa: Varsjáin: Albert valdi leikmennina hjá Man. United sem hann þolir ekki



Fleiri fréttir

Sjá meira


×